Dagblaðið - 02.10.1978, Síða 16

Dagblaðið - 02.10.1978, Síða 16
16 DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978. Kortsnoj hleypti spennu í einvígið með því að sigra í 28. einvígisskákinni Eftir sigur Karpovs í 27. einvigisskák- inni töldu margir, að nú væri einviginu endanlega lokið. Heilum þremur vinningum munaði milli keppandanna og aðeins einn vinningur i viðbót myndi tryggja Karpov sigurinn. Kortsnoj sjálfur hafði meira að segja látið svo um mælt, að kæmist Karpov upp í 5—2, væri frekari barátta vonlaus. Eftir 28. skákina, sem lauk i gær, hefur viðhorf manna þó mjög breyst. Kortsnoj vann þar mjög sannfærandi sigur og sannaði fyrir skákheiminum, að hann er svo sannarlega ekki dauður úr öllum æðum. Kortsnoj beytti enn á ný Opna afbrigðinu í spánska leiknum, gegn kóngspeöi Karpovs. Þegar í 9. leik breytti hann út af fyrri einvígisskákum og 'stuttu seinna kom hann með hugmynd, sem enski stórmeistarinn Stean hafði átt. Hann náði fyllilega að jafna taflið og ómarkviss taflmennska heimsmeistarans gaf svörtum sterkt frumkvæði. Karpov var þvingaður til að skipta upp á drottningum og mátti gera sér að góðu að sitja í erfiðu endatafli, þar sem hann hafði enga haldgóða áætlun. Staða áskorandans varð sífellt betri og betri og eftir skemmtilega peðsfórn í 37. leik varð staða hans mjög vænleg. í biðstöðunni voru allir möguleikar hans megin og þegar tekið var til við skákina að nýju i gær, átti Karpov sér ekki viðreisnar von. Eftir 28 skákir er staðan því 5—3, Karpov í vil, ásamt 20 jafnteflum. 28. Einvfgisskákin Hvitt: A. Karpov Svart: V. Kortsnoj Spánski ieikurinn 1. e4 í aðeins tveimur skákum í einvíginu hefur Karpov hafið leikinn á öðru en kóngspeðinu. 1. — e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9.c3 Rc5. Allt hefur þetta sést áður, en með síðasta leik sínum breytir Kortsnoj út af. Fyrr I einvíginu lék hann ávallt 9. — Bc5, en siðast lék hann 9. — Be7. Því svaraði Karpov með 10. Bc2 Rc5 11. h3l? Nú breytir Kortsnoj um leikjaröð og hindrar þannig þessa áætlun hvits. 10. Bc2 Bg4 II. Hel Be7 12. Rbd2 Dd7 13. Rb3 Re6! Fróðir Filippseyingar sögðu þennan leik ættaðan frá einum af aðstoðarmönnum Kortsnojs, enska stór- meistaranum Michael Stean. Hugmyndin er bráðsnjöll. Á e6 stendur riddarinn eins og best verður á kosið og valdar alla mikilvægustu reitina í herbúðum svarts. Greinilegt var að áskorandinn hafði unnið heimavinnuna vel, því nú hafði hann aðeins notað 15 minútur. Karpov hafði hins vegar eytt 37 mínútum. 14. h3 Bh5 15. Bf5 Rcd8! Riddarinn á e6 er tryggður í sessi og svartur undirbýr einnig að treysta miðborðsstöðu sina með ...c6. 16. Be3a5! Kortsnoj notaði drjúgan tíma á þennan leik, sem virtist benda til þess, að nú væri hann kominn út út rannsóknum sínum. Engu að síður finnur hann mjög athyglisvert framhald. 17. Bc5 Einkennandi Karpov-leikur. Hann þvingar fram uppskipti á svartreita biskupunum og hyggst síðan reyna að notfæra sér veikleika svarts á svörtu reitunum. Annar möguleiki oge.t.v. álit- legri var þó 17. a4!? 17. — a4 18. Bxe7 Dxe7 19. Rbd2. Karpov teflir mjög varfærnislega. Hugsanlegurmöguleiki var 19. Rbd4 19. — c6 20. b4?! Liður í þeirri áætlun Karpovs að ná sem bestum tökum á svörtu reitunum. Leikurinn hefur hins vegar þann annmarka, að peðið á c3 verður bakstætt. 20. — Rg5 21. De2 g6 22. Bg4 Eftir 22. Bc2 er 22. — Rde6 mjög óþægilegur leikur. Karpov vill losna undan leppun svarta biskupsins og láir það honum enginn. 22. — Bxg4 23. hxg4 Rde6 24. De3. 24. — h5! Svartur blæs til atlögu! Kóngur hans er fullkomlega öruggur á miðjunni og með þessu móti kemst hrókurinn á h8 'í spilið. 25. Rxg5 Dxg5! Auðvitað ekki 25. — Rxg5? 26. f4 Re6 27. f5! og það er hvítur sem hefur frumkvæðið. Staða svarts versnar síður en svo við drottningakaupin. 26. Dxg5 Rxg5 27. gxh5 Hxh5 28. Rfl Hh4 29. Hadl Ke7 Karpov átti nú klukkustund eftir af umhugsunartima sínum, en Kortsnoj hálftima. 30. f3 Had8 31. Re3 Rc6 32. Rg4 Rg5 33. Re3 Re6 Svartur hefur að sjálfsögðu engan áhuga á jafntefli, en hann hefur hins vegar áhuga á að vinna tima á klukkunni! 34. Rg4 Rg7! 35. Re3 Hvítur getur litið annað en beðið, á meðan svartur bætir stöðu sína hægt og bítandi. 35. — Rf5! 36. Rc2 36. Rxf5 gxf5 þjónar einungis hagsmunum svarts. 36.—Hc4 37.Hd3d4! Aðstoðarmenn Kortsnoj óttuðust af hér hefði hann misreiknað sig i tíma hrakinu, en í Ijós kemur að hér er unr djúphugsaða peðsfórn að ræða. 38. g4 Rg7 39. Rxd4 Re6 40. Hedl Rxd4 41.cxd4 Hxb4 Þar með hefur svartur náð peðinu aftur og hefur mjög vænlega stöðu. 42. Kf2 JÓN L. ÁRNAS0N SKRIFAR UM SKÁK # Kvenfólkið á fulla ferð íslandsmeistarar Fram sigruðu Val i Reykjavfkurmótinu i handknattleik i Laugardalshöll á laugardag, 11-6. Jafnræði var með liðunum framan af allt upp í 3—3. Jóhanna Halldórsdóttir kom Fram í 4—3, 5—3 og 6—3. Guðríður Guðjónsdóttir skoraði sjöunda mark Fram. 7—3. Elin Kristjánsdóttir minnkaði mun Vals i 7— 4. Þegar um það bil 10 sek. voru til leiks- loka í fyrri hálfleik, fengu Valsstúlkur viti, er Björg Guðmundsdóttir tók. Skoraði hún örugglega fimmta mark Vals. 1 hálfleik var ítaðan 7—5 fyrir Fram. Framstúlkurnar mættu mun ákveðnari til leiks i seinni hálflejk. Þó tókst þeim ekki að skora fyrr en 7 mín. voru liðnar af hálfleiknum, er fyrirliði þeirra Oddný Sigursteinsdóttir skoraði 8—5. Virtust Valsstúlkur ekki ráða við íslandsmeistara Fram. Eyddu þær tæki- færum sínum í tóma vitleysu. Guðríður og Oddný bættu enn við markatölu Fram, 10—5 fyrir Fram. Þegar 5. min. voru til leiksloka fengu Valsstúlkur víti. Björg Guðmundsdóttir skoraði úr þvi. 10—6. Mark Bjargar var eina markið, sem Valur skoraði í seinni hálfleik. Oddný skoraði lokamark Fram í þessum leik er 1 mín. var til loka hans, 11 —6. Mörk Fram: Jóhanna og Guðríður 4 hvor og Oddný Sigsteinsdóttir 3. Mörk Vals: Elín Kristjánsdóttir og Harpa Guðmundsdóttir 2 hvor og Björg Guðmundsdóttir skoraði 2, bæði úr vítum. HJ. Fylkir-Þróttur 5—4 Fylkir vann Þrótt I Reykjavíkur- mótinu í handknattleik kvenna I Laugar- dalshöll á laugardag, 5—4. Fylkisstúlkur byrjuðu vel, komust i 3—0. Ágústa Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark Þróttar þegar 4 mín. vóru eftir af fyrri hálfleik, 3—1. Tveimur mínútum síðar tókst þeim enn að minnka muninn, fengu víti. Aftur skoraði Guðrún úr víti og jafnaði fyrir Þrótt, 3—3 þegar 3 sek. voru eftir af hálfleiknum. Seinni hálfleikur var slakur á að horfa. Þó spiluðu Þróttarstúlkurnar skemmtilega á köflum, en þær virtust vera hræddar við að skjóta að marki Fylkis. Misnotuðu tvö víti, sem þær fengu um miðjan seinni hálfleik. Hildur Björnsdóttir skoraði næstu tvö mörk Fylkis, 4—3 og 5—3. Valgerður minnkaði mun Þróttar i 5—4, sem urðu lokatölur í þessum leik. Mörk Fylkis: Eva Baldursdóttir og Hildur 2 hvor og Þorbjörg Hólmgeirs- dóttir 1. Mörk Þróttar: Ágústa og Valgerður 1 hvor og Guðrún Kristjánsdóttir 2. -HJ. Víkingur—KR 6-4 Víkingur sigraði KR í Reykjavíkur- mótinu í handknattleik kvenna i Laugardalshöll á laugardag, 6—4. Hansína Melsteð skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KR. 1—0. Héldu KR- stúlkurnar þessu eina marki sínu, þar til rúm mínúta var eftir af fyrri hálfleik, er Ingunni Bernódusdóttur tókst að jafna fyrir Víking, 1 — 1. Sem sagt 1 mark gegn 11 hálfleik. Vikingsstúlkurnar mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleiknum. Komust fljótt einu til tveimur mörkum yfir. Ingunn Bernódusdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin, 2—1 og 3—1. Olga L. Garðarsdóttir minnkaði mun KR í 3—2. Aftur skoraði Ingunn fyrir Vik- ing, 4—2. Agnes Bragadóttir bætti fimmta marki Víkings við, 5—2. Hansina Melsteð skoraði fyrir KR 5—3. Ástrós Guðmundsdóttir skoraði loka- mark Vikings, 6—3 er 3 mín. voru til leiksloka. Urðu KR-stúlkur að sætta sig við tap, minnkuðu muninn í 6—4 er Olga L. Garðarsdóttir skoraði fjórða mark KR. Ingunn skoraði flest mörk Víkings I þessum leik eða 4, Agnes og Ástrós I hvor. Mörk KR skoruðu: Hansina og Olga 2 hvor. ‘ -HJ. Hér fór skákin í bið og lék svartur biðleik. Greinilegt er að svarta staðan er betri, en þó töldu „sérfræðingarnir” i Baguio að Karpov ætti að halda jafntefli með nákvæmri vörn. Þegar tekið var til við skákina að nýju, kom hins vegar í ljós að staða Kortsnojs var mun vænlegri en talið hafði verið. Formaður sovéska hópsins, Viktor Baturinsky, sagði að Karpov hafi talið stöðu sína tapaða. Hann virtist vera orðinn úrkula vonar um að halda skákinni og tefldi hratt, að þvi er virtist án nokkurrar umhugsunar. 42. -c5! Biðleikurinn. Kortsnoj notaði um 35 mínútur á hann og átti því aðeins eftir um 25 minútur af umhugsunartíma sínum, til að Ijúka 56. leiknum. 43. d5 Karpov sýnir peðinu engan áhuga, því eftir 43. dxc5 Hxd3 44. Hxd3 Hb2+ 45. Ke3 Hxa2 hefur svartur tvö samstæð frípeð á drottningarvæng. 43. — Hb2+ 44. Kg3 Hvítur verður að halda báðum hrók- unum inni á borðinu til að reyna að gera svörtum erfitt fyrir. Eftir 44. Hld2 Hxd2+ hefur svartur mun frjálsari hendur. 44. — Hxa2 45. He3 — b4 46. e6 Ha3?! Svartur kemst af án þessa leiks, 46. — fxe6 o.s.frv. var einfaldasta leiðin. 47. He2? Karpov svarar í sömu mynt! Nú verður hvítu stöðunni ekki bjargað. Eftir skákina sagði Kortsnoj, að Karpov hefði líklega getað náð jafntefli með 47. Hxa3! Peðaðstaða svarts sundrast þá og erfiðara verður fyrir hann að knýja fram sigur. í því tilviki eru jafnteflis möguleikar hvits a.m.k. meiri en í skákinni. 47. - fxe6 48. Hxe6+ Kf7 49. Hdel Hd7 50. Hb6 Hd3 51. Hle6 H3xd5 Takist svörtum að hindra að hvítur nái þráskák, er sigurinn I höfn. 52. Hxg6 a3 53. Hgf6+ Ke7 54. Hfe6+ Kf8 55. Hf6+ Ke7 Eins og fyrri daginn er Kortsnoj í kappi við klukkuna og endurtekur því sömu leikina nokkrum sinnum. 56. Hbe6+ Kd8 57. Ha6 Hb7 58. Hf8+ Kc7 59. Hf7+ Hd7 Svörtu hrókarnir eru nú komnir til varnar og ekkert fær hindrað för peðanna upp i borð. 60. Hf5 b3 61. Hxc5+ Kb8 — og hér gafst hvftur upp. Frelsineiamir ráða nrslitnm I , STOR ÍRYMINGARSALA \ á gólfteppum og bútum AFSLATTUR ' Við erum aðeins X að rýma fyrir nýjum V birgðum / Stendur i nokkra daga TÉPPfíLfíND Grensásvegi 13 Símar 83577 og 83430 /

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.