Dagblaðið - 02.10.1978, Side 17
DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978.
ð
Iþróttir
Iþróttir
17
Iþróttir
Iþróttir
9
2ISLENZKIR SIGRAR GEGN
FÆREYJUM í ÞÓRSHÖFN
— 24-17 í fyrri leiknum en 20-16 í síðari leiknum. Viggó
Sigurðsson skoraði 15 mörk íÞórshöfn
íslenzka landsliðið i handknattleik
vann tvo sigra i Færeyjum um helgina, á
föstudag 24—17 og siðan endurtóku
islenzku leikmennirnir sigur, ekki eins
störan þó — 20—16. tslenzka liðið var
Viggó Sigurðsson — markhæstur.
veðurteppt i Færeyjum i gær.
tslenzka liðið byrjaði vel gegn
Færeyjum, komst í 2—0, en Færeyingar
náðu að jafna, 2—2 — og áhorfendur í
Þórshöfn voru með á nótunum, troðfullt
hús. En íslenzka liðið náði sínum bezta
leikkafla i kjölfarið, komst í 7—2 en
færeyska liðið náði að minnka forskot
islenzka liðsins í tvö mörk, 10—8 i
leikhléi. Rétt eins og í byrjun fyrri hálf-
leiks byrjaði islenzka liðið síðari hálfleik
mjög vel, komst mest i 7 marka forustu
en leikmenn slökuðu á, misnotuðu tvö
víti og Færeyingar náðu að minnka
muninn í fjögur mörk fyrir leikslok,
20—16 — öruggur islenzkur sigur i
Þórshöfn.
Það eru greinilegar franifarir i
færeyskum handknattleik þó enn eigi
Færeyingar langt i land, danskt yfir-
bragð. Jörgen Petersen, tslandsbaninn,
dvaldi i sumar í Færeyjum við þjálfun
færeyska liðsins.
Mörk tslands í Færeyjum I siðari
leiknum skoruðu: Viggó Sigurðsson 7,
Páll Björgvinsson 4, Bjami Guðmunds-
son 3, Steindór Gunnarsson 2, Ólafur
Jónsson 1, Sigurður Gunnarsson 1 —
en hann meiddist snemma í leiknum, i
sínum fyrsta landsleik, — var þar ásamt
sex öðrum nýliðum. Þorbjörn Jensson
skoraði tvö mörk. Viggó Sigurðsson var
markahæstur i fyrri leiknum í
Færeyjum, sýndi bráðsnjallan leik í fyrri
hálfleik, skoraði 8 mörk, Steindór
Gunnarsson 5 og Páll Björgvínsson 3,
aðrir leikmenn minna.
Harpa Guðmundsdóttir skorar eitt marka sinna á móti Fram I Reykjavikurmótinu I'
handknattleik kvenna á laugárdag.
DB-mynd Ari.
ap iiaiiutviidiuLiiv tv v viuia a tuu^ai uu^. "‘j11
Ahorfendur leystu vandann
Reykjavikurmótið i handknattleik
kvenna hélt áfram i gær, sunnudag.
Valur sigraði Viking, 13—9. Mörk
Vals: Sigrón Guðmundsdóttir 2/2,
Harpa Guðmundsdóttir 2, Erna
Lúðvíksdóttir 1/2, Hulda Arnljótsdóttir
2, Sólrón Guðmundsdóttir 1 og Björg
Guðmundsdóttir 1 ór viti. Mörk
Vikings: Ingunn Bernódusdóttir 2,
Sigurrós Björnsdóttir 1, Agnes Braga-
dóttir 3, Sigrón Olgeirsdóttir 2, Ástrós
Guðmundsdóttir 1 og Sveinbjörg
Halldórsdóttir 1.
Einnig áttust við Fram og KR.
Bjuggust menn við því að ekkert yrði úr
þeim leik. Eftir 25 mín. bið gengu
stúlkurnar af leikvelli. Enginn dómari
hafði verið boðaöur til þess að dæma
leikinn. Til að leysa þennan vanda
bauðst hínn pólski þjálfari Víkings og
einn vallargestanna til að dæma leikinn.
Hvernig væri að þeir hjá Handknatt-
leiksráði Reykjavíkur leystu þennan
vanda, sem sífellt á sér stað? Það er ekki
hægt að bjóða fólki upp á þetta öllu
lengur.
Fram sigraði KR, 7—3.
Mörk Fram: Oddný Sigsteinsdóttir I,
Ouðríður Guðjónsdóttir 1/4 og Helga
Magnúsdóttir 1.
Mörk KR: Olga L. Garðarsdóttir I og
Hansína Melsteð 2 úr vítum.
Síðasti leikurinn var á milli Þróttar og
ÍR. Sigruðu ÍR stúlkurnar, 12—8.
-HJ.
þig inn í dæmió
Sparilán Landsbankans eru í
reynd einfalt dæmi. Þú safnar
sparifé með mánaðarlegum
greiðslum í ákveðinn tíma, t.d. 24
mánuði og færð síðan sparilán til
viðbótar við sparnaðinn. Lánið
verður 100% hærra en sparnaðar-
upphæðin, — og þú endurgreiðir
lánið á allt að 4 árum.
Engin fasteignatrygging, aðeins
undirskrift þín, og maka þíns.
Landsbankinn greiðir þér al-
menna sparisjóðsvexti af sparn-
I aðinum og reiknar sér hóflega
vexti af láninu . Sparilánið
er helmingi hærra en sparnaðar-
[ upphæðin, en þú greiðir lánið til
| baka á helmingi lengri tíma en það
tók þig að spara tilskylda upphæð.
Biðjið Landsbankann um
bæklinginn um sparilánakerfið.
Sparnaður
þinn eftir
Mánaðarleg Sparnaður í
innborgun lok tímabils
Landsbankinn
lánar þér
Ráðstöfunarfé Mánaðarleg
þitt 1) endurgreiðsla
Þú endur-
greiðir Lands-
hámarksupphæð
bankanum
12 mánuði
18 mánuði
24 mánuði
25.000
25.000
25.000
300.000
450.000
600.000
300.000
675.000
1.200.000
627.876
1.188.871
1.912.618
28.368
32.598
39.122
á 12 mánuðum
á 27 mánuðum
á 48 mánuðum
1) I tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta
breytst miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka Islands á hverjum tíma.
LANDSBANKINN
Sparilán-tiygging í fnimtíð