Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 22
r 22 Chicago — Hot Streets David Bowie — Stage Linda Ronstadt — Living in the L.S.A. Dan Fogelberg& Tim Weisberg — lv in S 'nsof Pifferent Mother Shaun Cassidy — llnder Wraps Crawler — Snake Rattle and Roll Foxy — Get Off (Super Disco) Janis lan — Ný Starcastle — Reel to Reel Dolly Parton — Hcartbrcaker Player — Danger Zonc Debby Boone — Midstream Leon Redbone — Champagne Charlie Ambrosia — Lifc Beyoud L.A. Leroy Gomez — Gypsy Woman (Samta Esmeralda) Donna Summer — Live and More Sumar af þessum pliitum eru svo f;lœnýjar aö þaö kemurþér ef til vill á óvart að sjá þcer komnar át. Þá gerir góða ferð i verzlanir okkar ef þá vilt fylgjast með. Litlar plötur John Paul Young— I.ove is in the Air Clout — Substitute Exlle — Kiss you All Over (No. 1 i USA) David Essex — Oh What a Circus Status Quo — Again, and Again and Again 10CC— Dreadlock Holliday(No. 1 I Bretlandi) City Boy — 5.7.0.5 Crown Heights Affair — Galaxy of Love Hammilton Bohannan — Lets Start the Dance Frankie Valli — The Grease John Travolta & Oliva Newton John — Your are the One o. fl. o. fl. Við höfum sem sagt tekiö aftur upp þá iðju að flytja inn litlar plötur, en okkur finnst ekki ástœða til að við hér upp á hjara vcraldar eigum alltaf að biða þar til lög sem vinsœl eru komi át á LPplötu sem hefur kannski einungis að geyma eitt gott lag. Vinsælar plötur Dúmbó & Steini — Dömufrí 20 góðir — Star Party Bcssi Bjarnason — Pótur og úlfurinn Brimkló — Kitt lag enn Boston — Don’t I ook Back 10CC—Bloody lourists Rocky Horror Picture Show Foreigner — Double Vision Olivia Newton John & John Travolta — Thc Grease Auðvitað eigum við lika allar hinar vinstelu plötumar en þetta er þó rjóminn. Jass / Progressiv tónlist Weather Report — Mr Gone Steve Khan — The Blue Man Stephen Graphelli — Uptown Dance Ramsey Lewis — Legacy Joachim Kiihn Band — Sunshower Jcan Luc — Ponty — Cosmic Messinger Einnig er mikið af plötum þar sem Nils Henning Örsted Petersen kemur við sögu. Svo og magnaðar plötur með t.d. Gato Barbieri, Dan Cherry, Jakkie Mclean, Antony Braxton, Uexter Gordon o. fl. o. fi„ sem margar h verjar hafa ekki verið fáanlegar áður hérá landi Kamabær Laugavegóó Sími 28155 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978. TÍVOLÍ — Ég held að það séu mun skynsamlegri vinnubrögð að hljóm- sveitirnar samræmi kaupkröfurnar heldur en að fitja upp á trýnið og fara i skítkast í blöðunum, segir Ólafur Helgason hljómsveitarstjóri. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. Ólafur Helgason, -— Samræmum veröid fremur en að fara í skítkast ,.Ég er þvi frekar hlynntur að við tónlistarmennirnir ræðum um málin okkar á milli en að við förum að kasta skit hver i annan i hlöðum." sagði Ólafur Helgason hljómsveitar stjóri Tivoli i samtali við Dagblaðið. Á poppsiðunni síðastliðinn miðviku dag er vitnað i Örn Hjálmarsson git- arleikara hljómsveitarinnar Cirkuss. sem segir að ein hljómsveit undir bjóði hinar á skóladansleikjamarkað- inum og leiki fyrir 200 þúsund krónur. þegar hinar taki þrjú hundr uð. — Þar er átt við Tivolí. „Ég neita þvi ekki að við tókum tvö hundruð þúsund krónur fyrir einn skóladansleik. Við vinnum fjögur til fimm kvöld í viku á fullu kaupi, svo að það skiptir okkur ekki máli. þó að við sláum af verðinu í eitt skipti." ságði Ólafur. „Ég hafði dálitið gaman af þvi aö sama daginn og Örn kom með full- yrðingu sína i Dagblaðinu. lékum við á skóladansleik hjá Verzlunar- skólanum fyrir 250 þúsund krónur.” hélt Ólafur áfram. „Önnur hljóm- sveit hafði boðið sig fram á sama dansleik fyrir nákvæmlega sömu upphæð — hljómsveitin Cirkus. Ég get fullyrt þetta með vissu, því að upplýsingarnar fékk ég á skrifstofu Félags islenzkra hljómlistarmanna." Undirboð ekki á stef nuskránni Ólafur kvað þann háttinn hafðan á að Félag íslenzkra hljómlistar- manna hefði samband við hljóm- sveitirnar. þegar dansleikur væri í boði og kannaði fyrir hvaða upphæð viðkomandi væri tilbúinn að vinna í það og það skiptið. Hann sagðist ávallt spyrjast fyrir um. hvort tilboð Tivoli væri lægra en annarra. til að forðast undirboð. „Það er ekki á stefnuskránni hjá okkur að undirbjóða aðrar hljómsveitir.” sagði Ólafur. „Hins vegar þætti mér æski legt að hljómsveitirnar næðu sarn- stöðu um verðlagningu á skóladans- leikjum. en væru ekki að bjóða hver i sinu horni. VerðskTáin hjá Tivoli er ekkert leyndarmál," hélt Ólafur Helgason áfram. „Fyrir skólaball á tímabilinu 9—1 setjum við upp 260 þúsund krónur og 280 þúsund fyrir böll sem standa yfir til tvö. „Cirkusmenn af gamla skólanum" Mér þykja Cirkusmenn vera frem- ur af gamla skólanum með þvi að fara út i skitkast „án þess að nefna nokkur nöfn”. Þess háttar andi ríkti fyrir svo sem tiu árum, en hefur legið blessunarlega niðri upp á síð- kastið. Ég held að þeir hafi alls ekki efni á að vera með neinar meiningar, i fyrsta lagi vegna þess aö þeir hafa aldrei farið fram á neina samræm- ingu á verðlagningu skóladansleikja. í öðru lagi er miklu meira leitað til okkar i Tivoli en þeirra. sem hlýtur að stafa af þvi að við stöndumst fremur kröfur fólksins en Cirkus — það eru ekki bara nokkur þúsund krónur sern valda þvi að við erum fullbókuð viku eftir viku nteðan Cirkus fær eitt og eitt ball.” Ólafur Helgason bætti þvi við að í fyrravetur hefðu hljómsveitirnar Poker og Tivolí samræmt taxta sina og hefði sú samvinna gengið prýði- lega. „Við vorum dýr hljómsveit þá. án þess þó að það bitnaði neitt á eftirspurninni. Ég hef heyrt að Poker taki nú 360 þúsund krónur fyrir hvern skóladansleik. Það er alls ekki undarlegt þar eð þarna eru atvinnu- menn á ferðinni, sem verða að hafa meira upp úr spilamennskunni en við sent höfum hana að aukastarfi. — En ég vil itreka það að mér þættu það mun skynsamlegri vinnubrögð að samræma kaupkröfurnar fremur cn að fitja upp á trýnið og fara i skít kast.” Hlé í nóvember Hljómsveitin Tívoli starfar nú um h'elgar i veitingahúsinu Klúbbnum. Ólafur sagði að samningar hefðu verið gerðir um að hljómsveitin léki þrjár helgar i einu og tæki sér síðan fri þá fjórðu. Áformað er að starfa á þeim skilmálum út október, en fara þá i hálfsmánaðarfri. Til stóð að þrir af liðsmönnum Tivoli hættu um þessi mánaðamót. Nú mun hins vegar afráðið að Eyþór Gunnarsson og Andrés Helgason verða áfram i hljómsveit- inni. en óljóst að sögn Ólafs Helga- sonar hvort Friðrik Karlsson heldur áfram eða hættir. -ÁT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.