Dagblaðið - 02.10.1978, Síða 35

Dagblaðið - 02.10.1978, Síða 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978. (i Útvarp Sjónvarp SÓNATA EFTIR PROKOFIEFF — Guðný Guðmundsdóttir og Philip Jenkins leika í kvöld kl. 21.30 sýnir sjónvarpið mynd með þeim Guðnýju Guðmunds- dóttur og Philip Jenkins þar sem þau leika saman. Guðný leikur á fiðlu og Pliilip á pianó. Það er sónata nr. 2 i D- dúr eftir Prokofieff sem þau leika. Þau Guðný og Philip hafa haldið tónleika saman víðs vegar um landið i sumar — og verið vel tekið. Guðný hefur leikið á Guarneriusfiðlu, sem er i eigu Rikis- útvarpsins. og er hún merkasta og dýr- mætasta hljóðfæri, sem til er á landinu. Fiðlan er smíðuð á 17. öld. Philip Jenkins kemur frá London þar sem hann starfar sem prófessor í pianóleik við Royal Academy of Music. Guðny Guðmundsdóttir er konsertmeistari Sinfoniuhljómsveitar islands. Þátturinn er tæplega klukkustundar langur og í lit. Tage Ammendrupstjórnaði upptöku. -ELA. .,,ll"l-n- Sjónvarp kl. 21,30: Philip Jenkins og Guðný Guðmundsdóttir. Sjónvarp kl. 21,00: ALLTINNIFAUÐ Útvarp þriðjudag kl. 10.45: Hvað er barnavernd? Harpa Jósefsdóttir Amin ásamt sonum slnum. DB-mynd Ari. „Það sem ég hafði hugsað mér að hafa i þættinum var að fá fólk frá Barnaverndarfélagi íslands til að koma í þáttinn og ræöa um barna- vernd. Einnig ætlaði ég að kynna mér störf barnaverndarráðs og forvitnast um ráðstefnu sem verður á næstunni og nefnist Dagur bamsins. En þar sem svo erfitt er að ná í fólk sem vinnur hjá þessum stofnunum, hef ég ekki ennþá getað tekið upp þáttinn,” sagði Harpa Jósefsdóttir Amin um þátt sem hún stjórnar á þriðjudag kl. 10.45 og nefnist Bamavernd. „Þessi þáttur kom nú af þvi að ég var að hugsa um að hafa þátt um ættleiðingu, en þar sem þaö er svo viðkvæmt mál og erfitt að fá fólk til að tala um það.^arð ekkert úr því. En ég býst samt við að ég taki til við þann þátt seinna. En í þessum þætti um barnaverpd ætla ég að leita svara um hvað sé gert til að vernda börn og hvað sé gert fyrir munaðarlaus börn og ýmislegt fleira í sambandi við störf barnaverndamefndar,” sagði Harpa að lokum en þátturinn hennar er stundarfjórðungs langur. -ELA. — léttogfjörugt leikrit Allt innifalið nefnist leikrit sem sjónvarpið sýnir i kvöld kl. 21.00. Leikritið lýsir veitingamanni einum sem rekur lítið hótel. Litið er að gera hjá honum á veturna en mjög mikið á sumrin. Maðurinn er giftur en kona hans hverfur alltaf yfir sumartímann en kemur siðan aftur á haustin. Veitinga- maðurinn, sem heitir Sam Turner, er nokkuð léttlyndur og á ýmis ástar- ævintýri með háskólastúlkum sem gista á hóteli hans. Sam kynnist nú nýrri ungri stúlku sem ekki er glæsikona en hrífur hann samt. Þar sem kona hans hefur beðið um skilnað reynir Sam að fá stúlkuna, sem ólik er öllum öðrum stúlkum sem hann hefur kynnzt, að flytja til sín. Stúlkan virðist fá einhverja bakþanka og eftir umhugsun neitar hún að vera hjá veitingamanninum. Hann situr því eftir aleinn um haustið, en stutt er til næsta sumars. Myndin er bæði létt og fjörug en þó koma fram alvarlegir þankar í henni. Leikritið er hálftima langt og með aðalhlutverk fara Kenneth More sem er vel þekktur og góður leikari, Judy Parfitt og Sheridan Fitzgerald. Leikstjóri er Dennis Vance en leikritahöfundur er John Mortimer. Myndin er i lit og þýðandi er Jón Thor Haraldsson. MESTA LAMPAURVAL ALLAR I GERÐIR Notið við lesturinn PÓST- SENDUM LJOS & ORKA 35 LANDSIIMS Suðurlandsbraut 12 simi 84488 Kaplaskjólsvegur 3ja herb. 85 ferm íbúð á 3ju hæð. Framnesvegur 130 ferm 6 herb. íbúð á annarri hæð í tvíbýlishúsi. Sérinngangur. íbúðin þarfnast standsetningar. Útborgun9til lOmillj. Hringbraut 2ja herb. íbúð, 80 ferm á fyrstu hæð. Hagar 2ja herb. íbúð á jarðhæð í skiptum fyrir 2ja herb. ibúð á annarri hæð. Fossvogur 4ra herb. íbúð á annarri hæð, 100 ferm í skiptum fyrir einbýlishús eða raðhúsá Reykjavíkursvæöi. Má vera tvær íbúðir. Safamýri 3ja herb. íbúð á fjórðu hæð. Eignaskipti Einbýlishús i Vesturbæ-Fossvogi. Vantar Fokhelt raöhús á Seltjarnamesi. 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir í Fossvogi, Vesturbæ og Heimum. Húsamiðlun fasteignasala. Templarasundi 3, simar 11614 og 11616. Sölustjóri Vilhelm Ingimundarson, heimasimi 30986. Þorvaldur Lúðviksson hrl.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.