Dagblaðið - 16.10.1978, Side 2

Dagblaðið - 16.10.1978, Side 2
Kvenmokkasínur Mikið úrvai Guðjón H. Pálsson. Svan Guttormur Þormar hjá borgarverk- fræðingi sagði að ekki væri fyrir- hugað að gera þarna gangbraut. Eftir samtal okkar lét hann mæla þar um- ferð á miðvikudaginn. Á milli kl. 12.45 og 13.45 fóru þar fram og til baka 300 bifreiðir, fjöldi fótgangandi var 8. Milli kl. 2.00 og 3.00 sama dag fóru 180 bifreiðir og 12 fótgangandi um gatnamótin. Eftir þessa talningu var þetta athugað og þótti umferð gangandi fólks ekki nóg til að ástæða væri til aðgerða. Guttormur sagði að mjög vont væri að ákveða svona því að það er ekkert til að styðjast við nema þessi talning. Fulljóst er líka að ekki er hægt aö skella niður gangbrautum hér og þar. f N--- fuf/p/c/o // y/rx'o'# s//<)ó//va/ OóvR fiv />/C /*/*/.' ST~. i —--------------------- DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16.0KTÓBER 1978. A EKKIAÐ KLARA LODINA ? ■scse „Framköllum aðeins góðar myndir” — segir Ástþór Magnússon hjá Myndiðjunni Ástþór Fyrir stuttu fór ég með tvær tuttugu mynda litfilmur i framköllun i Myndiðjuna Ástþór og áttu þær að vera tilbúnar innan viku, sem dróst í nokkra daga. Þegar ég svo sæki mynd- irnar eru aðeins fullgerðar fjórtán myndir af annarri og átta af hinni. Ég athugaði filmurnar og ekkert sást at- hugavert við þær, svo ég spurði af- greiðslufólkið hvernig á þessu stæði. Enginn kunni svar við þvi en mér var sagt að þetta væri alltaf að koma fyrir. Ég bað um lagfæringar á þessu og tók það viku i viðbót með aðra filmuna en tvær með hina. Ekkert var hægt að finna að myndunum. Ég spyr þvi af hverju þetta sé ekki lagfært þegar ekkert sést að filmunum? Af hverju fæ ég ekki allar myndirnar? Þetta er ekki eina dæmið þvi úr Vestmannaeyjum og af Vestfjörðum er svipaða sögu að segja. Við höfðum samband við Ástþór Magnússon og skýrðum frá innihaldi bréfsins og sendi hann okkur eftirfar- andi svar: Myndiðjan Ástþór tók I notkun sið astliðið vor mjög fullkomna tölvusam- stæðu sem skoðar hverja einstaka mynd á Filmunni áður en hún er kóperuð. Sé um undir- eða yfirlýsta mynd að ræða, sem ekki mun gefa fyrsta flokks litmynd á pappir, er myndin ekki kóperuð. Að sjálfsögðu eru óskir viðskipta- vina okkar mjög misjafnar í þessum tilfellum og nánast er útilokað að gera öllum til hæfis. Sumir vilja fá allar myndir stækk- aðar á pappir, þrátt fyrir að gæði sumra myndanna séu ekki samkvæmt ströngustu kröfum. Aðrir vilja aðeins fá á pappír góðar og vel lýstar lit- myndir. Við höfum reynt að fara hér einhvern milliveg, enda er alltaf hægt að panta viðbótarmyndir síðar. Sé það á rökum reist að afgreiðslu- fólk okkar hafi ekki getað svarað þess- ari fyrirspurn strax bið ég viðkomandi viðskiptavin velvirðingar á þvi. En í sumar var hjá okkur, eins og i öðrum islenzkum fyrirtækjum, nokkuð um sumarafleysingafólk við afgreiðslu- störf. Annars eru tæknimenn okkar að Suðurlandsbraut 20 alltaf tilbúnir til að svara öllum fyrirspurnum frá við skiptavinum, hvort sem er á staðnum, í sima, eða bréflega. — óánægður íbúi við Kóngsbakka kvartar undan svaði og sóðaskap við ókláraða lóð verzlunarhúss að Leirubakka 36 íBreiðholti ER VON A GANGBRAUT Á NÆSTUNNI? — á gatnamótum Nesvegar og Kaplaskjólsvegar? ^ Hannes Ragnarsson spyr: fólki, sérstaklega í myrkri. Þarna er Gatnamót Nesvegar og Kapla ekki gangbraut. Er von á gangbraut á skjólsvegar eru hætiulcg gangandi næstunni? ' íbúi í Kóngsbakka spyr: í framhaldi af bréfi í lesendadálkum DB sl. mánudag, þar sem spurt var um framkvæmdir á opnu svæði við Jörfa- bakka og Mariubakka, langar mig að biðja þáttinn að upplýsa mig og aðra íbúa i hverfinu um hve lengi eigandi verzlunarhússins við Leirubakka á að komast upp með að halda lóðinni i þvi ástandi sem hún er. Lóðin umhverfis verzlunarhúsið er nú orðið nánast eina lóðin i öllu neðra Breiðholtshverfi sem ekki hefur verið lagfærð. Sunnan við verzlunarhúsið. milli bakarísins og nýju hárgreiðslu- stofunnar, er forarsvað allt árið um kring og þar virðist aldrei vera þrifið. Það sama er i rauninni að segja um bifreiðastæðið fyrir framan og vestan verzlunarhúsið. Allt þetta er til hábor- innar skammar, fyrir utan að vera beinlinis hættulegt í náttmyrkri. Ekki var hægt að ná i eiganda lóðar og bygginga á Ixirubakka 36 Rvík, Ragnar Ólafs-on verzlunarmann. þráti fyrir margitrekaðar tilraunir. DB hafði þá samband við skrifstofu Bifreiðastæðið fyrir framan og vestan verzlunarhúsið við Leirubakka. Eina lóðin i öllu neðra Breiðholti sem ekki hefur verið lagfærð. DB-myndir. ÓV. mjög ósmekklegt eða óviðunandi á annan hátt. eigi hefur t.d. verið sinnt skilyrðum 2. mgr., eða hætta, óþrifnaður eða óþægindi stafa af húsinu og eigandi sinnir ekki áskorun nefndarinnar um að bæta úr. getur hún látið framkvæma á hans kostnað þær endurbætur er hún telur nauðsyn- legar. Ef hús er svo hrörlegt að nefndin telur ekki munu svara kostnaði að gera við það, getur hún ákveðið að það skuli fjarlægt á kostnað eiganda, eða þá hluti þess, ef hún telurslíkt fullnægjandi.” Ragnar Ólafsson hefur ekki sinnt þessu, að sögn Gunngeirs Péturssonar. Hér er gangbraut við Nesveg. Til að komast yfir götuna og yfir gangbraut þarf sá sem á heima i fjölbýlishúsunum, sem sjást þarna á myndinni, að ganga töluverðan spotta. Hver gerir það? DB-mynd Hörður. Sundið milli verzlunarhússins og bakarisins: Þar eru djúpir pollar mestallt árið og stafar af því hætta I myrkri, segir ibúi við Kóngsbakka. byggingarfulltrúa og fékk bær upplýsingar hjá Gunngeiri Péturssyni skrifstofustjóra að margbúið væri að senda Ragnari hótunarbréf vegna lóðarinnar, með tilvísun i bygginpar samþykkt Reykjavíkurborgar! Þar segir i 36. grein: „Allar byggir.gar skulu að utan vera húðaðar, málaðar eða þannig frá gengið á annan hátt að útlitsé sæmilegt. Ef byggingarnefnd þykir sérstök ástæða til getur hún bundið byggingarleyfi þvi skilyrði að gengið verði frá húsi að utan með tilteknum hætti, t.d. ákveðið lit á því. Ef nefndin telur að útlit húss sé Gangbrautir geta nefnilega skapað hættu. Er við göngum yfir götu á gang- braut fylgir þvi viss öryggistilfinning, frekar en þegar gengið er yfir ómerkt- an veg. Sú öryggistilfinning gerir það að verkum að við hugsum ekki eins mikið um þá umferð sem i kringum okkur er. Og eitt enn. við hugsum. er við göngum yfir á gangbraut: Ég er i rétti, allt í lagi með bílana. Jú, við erum í rétti lagalega séð. Það er bara ekki nóg því að við höfum ekkert við þann rétt að gera á skurðborði sjúkra- húss ef við lendum í árekstri. Þetta voru bara dæmi úr umferð- inni. gangbrautir geta verkað öfugt; aukið slysahættu. Munið að á eftir bolta kemur barn ... Hvað vi/tu vita? I

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.