Dagblaðið - 16.10.1978, Side 8

Dagblaðið - 16.10.1978, Side 8
8 DAGBLADIÐ, MÁNUDAGUR 16.0KTÓBER 1978. Keisarinn i lran hefur átt við mikinn vanda að striða að undanförnu. Andstæðingar hans hafa gert að honum harða hrið, bæði frá hægrí og vinstri. Ihaldssamir múhameðstrúarmenn telja keisarann brjóta lög Kóransins með þvi að koma Vmsum nýjung- um á í landinu. Foringi þeirra hefur til skamms tima verið i útlegð i írak en er nú kominn til Frakklands. Á myndinni sést Ayatollah Khomcini, hinn ihaldssami trúarleiðtogi múhameðstrúar trana, ræða við nokkra landa sinna sem flúið hafa þaðan. Thailand: Líflátnir fyrirlOO gr. herófn Stjórn Thailands hyggst koma á lögum í landinu sem kveða á um að framleiðsla og dreifing á meiru en eitt- hundrað grömmum af heróíni varði dauðarefsingu. Var þetta tilkynnt í Bangkok í morgun. Mun frumvarp í þessa átt vera tilbúið til að leggjast fyrir þing landsins. í frumvarpinu mun einnig vera ákvæði um strangari refsingar við brotum á banni gegn lögum sem varða morfin, kókain, ópíum, marijuana og önnur fíknilyf. Brot gegn lögum um heróín munu varða lifstiðarfangelsi ef sá sem gripinn er hefur á sér minna en tuttugu grömm. Sá sem hefur meðferðis eitt gramm af heróíni getur átt á hættu að fá tíu ára fangelsisdóm samkvæmt hinu nýja lagafrumvarpi. Hingað til hafa lífiátsdómar aðeins verið kveðnir upp vegna stórfelldra brota á reglum um heróinframleiðslu og smygl. Hafa þrjár aftökur farið fram i Bangkok i ár vegna slikra brota. íran: Herinn tilbúinn öllum átökum Herlið flykktist inn i Teheran höfuð- borg íran í morgun. Mun hlulverk þess vera að tryggja friðsamlega framkvæmd útfara þeirra hund uða. sem fallið hafa i átökuni i borginm undanfarna daga. Flutningabifreiðir hlaðnar hermönnum óku um götjrnar en ekki varð vart við viðbúnað hersins á stöðum þar sem ófriðlegt hefur verið að undanförnu, eins og við háskólann. Trúarleiðtogar múhameðstrúar- manna og stjórnarandstæðingar hafa hvatt stuðningsmenn sina til að fara með friði í dag. Fólkið sem jarðsett verður hefur fallið i átökum við her og lögreglu Iandsins en ófriðlegt hefur verið og herlög hafa gilt siðustu fimm vikur. Hinnalátnu verður ekki aðeins minnzt í leheran heldur öllum stærstu borgum landsíns. Búizt er við að flestar verzlanir og markaðir verði lokaðir á meðan á minningarathöfninni stendur. Vitað er um að einn maður féll i átökum við lögreglu i hinni helgu borg Mashhad. Þar höfðu fjögur þúsund manns safnazt saman. Ekki er vitað um neinar ráðagerðir um mótmælaaðgerðir i Teheran að sögn kunnugra þar. Svíþjóð: Nóbelsverdlaun i hagfræði til- kynnt í dag Nóbelsverðlaunin í hagfræði verða tilkynnt I dag. Verðlaunahafinn er valinn af sænsku vísindaakademíunni og þá væntanlega samkvæmt til- nefningum víðs -vegar að úr heiminum, sem borizt hafa á undan- förnum mánuðum. Þó svo þessi verðlaun fyrir framúrskarandi afrek á sviði hagfræði séu nefnd nóbelsverð- laun kemur verðlaunaféð ekki úr hinum raunverulega sjóði Nóbels. Sjóðurinn sem sér fyrir verðlaununum er i vörzlu Nóbelsstofnunarinnar í Stokkhólmi en hann var settur á stofn af Sænska ríkisbankanum á þrjú hundruð ára afmæli hans árið 1968. Unghreyfing sænsku kirkjunnar hefur tilkynnt að hún hafi tilnefnt til friðarverðlauna móður Theresu, júgóslavnesku nunnuna sem unnið hefur í áratugi meðal fátækra og snauðra í Kalkútta á Indlandi. Páfakjör heldur áfram Kardinálasamkundan í Róm heldur áfram tilraunum sinum li! að velja nýjan páfa i stað Jóhannesar Páls fyrsta. Tvisvar barst svartur reykur upp úr strompi Sixtinsku kapellunnar í gær en það táknar að atkvæða- greiðsla hafi farið fram en enginn kardinálanna náð hreinum meiri- hluta. Þau brosa blitt. Ekki munu þau þú vera neinir sérstakir vinir Edward Heath fyrrum forsætisráðherra og formaður brezka íhaldsflokksins og Margaret Thatcher núverandi formaður. Myndin er tekin á flokksþingi Íhaldsflokksins sem var haldið f Brighton i fyrri viku. Þar voru ihaldsmenn sigurvissir og Margrét sagði að innan tiðar yrði hún forsætisráðherra Bretlands. Bandaríkin: Síams- tvíburar látnir Tviburarnir sem iæddust samvaxnir fyrir þrettán dögum eru látnir. Mun dánarorsökin hafa verið meðfæddur hjartagalli hjá báðum stúlkunum. Hin fyrri lézt á laugardaginn en sú langlífari lézt i gær. Systurnar voru skildar að á fimmtudaginn var en hin sex klukkustunda aðgerð, sem því var samfara, var þeim ofraun. Orkneyjar: Selum htíft vegna helgi sunnudagsins Selirnir og selkóparnir við Orkneyjar fengu grið nú um helgina vegna óska eyjaskeggja, sem töldu óviðeigandi að hefja drápið á helgum degi. Flestir hinna átján þúsund íbúa Orkneyja eru I skozku kirkjunni og halda sunnudaginn mjög heilagan. Fyrirhugað er að skjóta níu hundruð seli og um það bil fjögur þúsund selkópa til að stemma stigu við áti selsins á þorskinum, sem brezkir vísindamenn telja sig hafa fært sönnur á. Segja þeir selinn gleypa sextiu og fimm þúsund tonnaf þorski árlega. Nokkur fjöldi andstæðinga seladráps- ins er kominn til Orkneyja og ætla þeir að reyna að komast á milli veiðimann- anna og selanna þannig að ekki verði hægt að skjóta þá án lífshættu þeirra. Þar á meðal eru félagar úr Greenpeace hreyfingunni, sem meðal annars kom til Íslands I sumar til að vara við eyðingu, hvalastofnsins. Norsku selveiðimenn- irnir sem fengnir hafa verið til að skjóta selinn hafa kannað veiðislóðir undan- farna viku og siglt umhverfis eyjarnar á skipi sinu. Bandaríkin: Aðeins 14% eru ánægðir með ef na- hags- stefnu Carters Jimmy Carter Bandaríkjaforseti nýtúr ekki mikils trausts meðal þjóðar sinnar í efnahagsmálum ef marka má úrslit skoðanakönnunar sem timaritiðTime birti í morgun. Aðeins 14% voru ánægðir með stefnu forsetans en fyrir rúmlega einu og hálfu ári töldu þrír af hverju hundraði Bandarikjamanna Carter standa sig vel í efnahags- málum. Samkvæmt skoðanakönn- uninni töldu rúmlega sex af hundraði að efnahagsmál væru helzta vandamál bandarísku þjóðarinnar. Margir hinna spurðu töldu einnig að lækka mætti skatta um allt að þriðjung.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.