Dagblaðið - 16.10.1978, Side 9

Dagblaðið - 16.10.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR lö.OKTÓBER 1978. 9 Noregur: íshafs- þorskur minnkandi Frá Sigurjóni Jóhannssyni frétta- ritara DB i Noregi: Rannsóknir norskra fiskifræðinga benda til að stofn íshafsþorsksins fari minnkandi og bendir allt til að draga verði úr veiðuni á næsta ári. Nánari tölur verða ekki gefnar upp fyrr en á alþjóðlegri hafrann- sóknarráðstefnu sem haldin verður i Kaupmannahöfn um miðjan mánuðinn. Dagana 21. til 22. nóvember verður haldin hér í Osló alþjóðleg fiskimálasýning, Nor-Fishing ’78, og eru þátttakendur frá rúmlega þrjátíu löndum. Til sýningarinnar hefur verið boðið allmörgum fulltrúum frá vanþróuðum þjóðum, sem vinna að bættri verk- kunnáttu og aukinni tækni við fiskveiðar í heimalöndum sínum. FAO tekur þátt i sýningunni og sendir nokkra sérfræðinga. Sænskir kratar á móti NORSA T hnetti Frá Sigurjóni Jóhannssyni fréttaritara DB1 Noregi: í grein i Aftenposten 6. október sl. er fjallað um NORSAT sjónvarps- hnöttinn, og bent á, að deilur um knöttinn harðni nú, þár sem sænskir sósíaldemókratar hafi lagzt eindregið gegn þvi að sjónvarpshnötturinn yrði tekinn í notkun á nýafstöðnu þingi flokksins. Hingað til hefur kveðið mest að mótstöðu finnskra sósíaldemókrata og kommúnista. Finnar lögðu nýlega til að einum manni yrði bætt í nefndina sem fjallar um NORSAT, og vilja með því að athugaður verði möguleiki á sjón- varpskapli, sem flytti valda dagskrá milli Norðurlanda. NORSAT nefndin á að skila tillögum sinum fyrir 15. júní 1979, en endanlega ákvörðun um málið tekur Norræna ráðið árið 1980. Ef niður- staða þess verður jákvæð er gert ráð fyrir að Norsat hnötturinn fari á braut árið 1985. Vestur-Þjóðverjar eru nú að leggja síðustu hönd á gerð sjónvarpshnattar, sem búizt er við að verði kominn á loft fyrri hluta árs 1980, og má ætla að sendingar frá honum nái allar götur til Þrándheims (sjá mynd). Þá má búast við að Englendingar og Sovétmenn hugsi sér til hreifings á þessu sviði. NORSAT fylgjendur benda á, að aðeins eigin hnöttur nái að vernda Skandinava fyrir „ágengni” annarra hnatta. Danskir og norskir stjórnmálamenn hafa flestir verið hlynntir NORSAT. Fylgjendur hugmyndarinnar benda á, að búast megi við, að sjónvarpsefni frá öðrum sjónvarpshnöttum nálægra landa muni ná yfir stóran hluta Skandinaviu. Af einstökum stéttum hafa leikarar á Norðurlöndum lagzt einna harðast gegn hugmyndinni, og starfsfólk við norska fjölmiðla er einnig neikvætt. Þannig hugsar teiknarínn sér vestur-þýzka sjónvarpshnöttinn sem á að hefja send- ingar áriö 1980. Sendingarnar munu sjást i allri Danmörku og hluta af Noregi og Sviþjóð. HIÍN VAR ÁLAUNUM HJÁ NJÓSN- ARANUM Fyrir hálfu ári tók Arkady konunnar er Judy Chavez og munu Shevchenko aðstoðaraðalritari Sam- þau hafa hitzt fyrir milligöngu fyrir- einuðu þjóðanna frá Sovétrikjunum tækis, sem útvegar fólk öðrum til sam- þá ákvörðun að hætta þeim störfum fylgdar við ýmis tækifæri. Segist Judy og beiðast hælis sem pólitískur flótta- Chavez ætla að skrifa bók um sam- maður i Bandarikjunum. Vakti þetta skipti sin við hinn sovézka flóttamann að vonum mikið fjaðrafok og í byrjun en þau stóðu að hennar sögn i nokkrar héldu Sovétmenn því fram aö vikur. Shevchenko væri í haldi i Banda- Talsmenn CIA hafa viðurkennt að ríkjunum vestra gegn vilja sínum. Svo þeir hafi greitt Schevchenko peninga mun þó ekki hafa verið. Hann mun og telja ekkert undarlegt við það. aftur á móti hafa samið við CIA, Hann hafi horfið úr vel borgaðri stöðu og venjan sé að aðstoða þá austan- tjaldsmenn á meðan þeir séu að koma undir sig fótunum vestra. Að sögn CIA manna þá hefur Schevchenko fengið nokkur tilboð um störf við ýmsa bandariska háskóla auk þess sem nokkur útgáfufyrirtæki hafa boðið honum samning um að gefa út eftir hann bók eða bækur. Fylgikonan Judy Chavez fékk greidda flmm þúsund dollara á mánuði og ætlar að skrifa bók um ævintýriö. njósnastofnunina þar vestra, um að gefa margháttaðar upplýsingar gegn þvi að fá aðstoð við að koma sér fyrir í nýju landi og undir nýju nafni. Fyrir nokkrum dögum hélt kona ein því fram í sjónvarpsviðtali, að Shevchenko hefði greitt henni um það bil fimm þúsund dollara á mánuði fyrir samfylgd um eyjar Karabiska hafsins og annað smálegt. Segir konan þetta vera fjármuni sem Sovét- maðurinn hafi fengið frá CIA. Nafn Arkady Shevchenko fyrrverandi aðstoðarmaöur Waldheims aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Á launum hjá CIA meðan hann kemur undir sig fótunum vestra. Noregur: Fjórðungs aukning á ferskfisksölu Erlendar fréttir Straussvann Flokkur Frans Josefs Strauss vann mikinn sigur í kosningum til fylkisþingsins í Baiern i gær. Strauss var áður vamarmálaráð- herra i stjórn kristilegra demókrata i Bonn og var mjög umdeildur í þvi embætti. Hann er sagður hugleiða að draga sig út úr stjórnmálalífinu í Vestur-Þýzkalandi og i stað þess taka við forsætisráðherraembætti í Bajern. Þar hefur flokkur hans öruggan meirihlua. Frá Sigurjóni Jóhannssyni frétta- ritaraDBi Noregi: Útflutningurá ferskum fiski og skeldýrum frá Noregi eykst að öllum líki-.dtim um 25% í ár miðað vió fyrra ár. og mun gefa í aðra hönd um 200 milljónir n. kr. Norðmenn hafa einkunt aukið sölu á urriða og laxi ræktuðum í söltu vatni, en sá fiskur er orðinn viðurkennd gæðavara. Í Noregi eru milli 200—250 fiskeldis- stöðvar, sem framleiða um 5000 tonn á ári. Venjuleg stærð á laxi er þrjú til fjögur kíló, en á urriða tvó, Talið er að um 1400 bátar hafl i sumar stundað laxveiðar i net utan við Noregsstrendur. Þetta finnst norskum árveiðimönnum allt of mikið, og þeir fullyrða, að bátamir „ræni" ntegninu af laxinum áður en hann nái að ganga upp i árnar. Heildarmagn. sem veiðist i ánuni. er ekki yfir 200 tonn, og undan- farið hefur lax veiddur i sjó verið um 90% af heildarlaxveiðinni. RiNATONE STORA NAFNIÐ I GERÐ SJONVARPSLEIKTÆKJA GKRA 15 Spilin em til 4 leikja — 6 leikja með byssu og 8 leikja ÞAÐ HAUSTAR AÐ: Nú er tími Binatone sjónvarpsspi/anna að hefjast aftur. Altt tí! hljómflutnings fyrir [\aaio HEIMIUD - BILINN OG DISKÓTEKID ARMULA 38 (Selmula megin) 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF1366

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.