Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.10.1978, Qupperneq 14

Dagblaðið - 16.10.1978, Qupperneq 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1978. 14 c Adenauer kanslari nennti ekki í vinnuna alla leið til Frankf urt: Þjóðverjar segja það meira í alvöru en gamni að ástæðan fyrir því að Bonn er höfuðborgin en ekki Frankfurt sé sú að Konrad Adenauer átti gott hús skammt frá Bonn þegar til álita kom hvort Bonn eða Frankfurt skyldi verða höfuðborg. Sagan segir að kanslarinn hafi ekki nennt í vinnuna alla leið til Frankfurt og því hafi Bonn orðið ofaná. Hvað sem þvi líður er Frankfurt hin raunverulega höfuðborg Vestur Þýzka- lands, ef tillit er tekið til umsvifa þar. DB heimsótti Frankfurt fyrir skömmu, rétt í kjölfar hóps starfsfólks frá frystihúsinu Norðurtanga á lsafirði. Að sögn yfirmanna Flugleiðaskrifstof- unnar á staðnum, Daviðs Vilhelms- sonar, sölusvæðisstjóra og Gunnars V. Jóhannssonar sölustjóra fór sá hópur hress heim. Fyrstu áhrif Við komuna til Frankfurt vekur strax athygli að borgin virðist öll nýrri en aðrar borgir i Evrópu. Skýringin er ein- faldlega sú að borginni var nærri gjör- eytt í loftárásum undir lok'síðari heims- styrjaldarinnar. Annað sem um leið vekur athygli er að verulegur hluti bygg- inga er byggður eftir þeim hugmyndum, er voru uppi á fimmta áratugnum og sama er viða að segja um götuskipan og bilastæði, svoeitthvaðsé nefnt. Það stafar af þvi að Frankfurt var á áhrifasvæði Bandaríkjanna fyrst eftir striðið og veittu Bandarikjamenn miklu fé til hraðrar uppbyggingar þar eftir strið. Þetta flýtti að vísu fyrir uppbygg- ingu Frankfurt, sem varð mun hraðari en borga t.d. á brezka áhrifasvæðinu. Hins vegar er sá galli á gjöf njarðar að þessi byggingamáti hentar ekki alls kostar nútímakröfum, einkum er varðar íbúðarhúsnæði, en það er of vandað og nýtt til að verjandi sé að brjóta það niðurfyrirnýju. Marxistafabrikka og kaupstefnu- staður í senn Fyrir utan að vera mjög vel í sveit sett, er ótal hluti að sjá í Frankfurt og þar eru einnig fjölmörg athyglisverð fyrirbrigði sem ferðamaðurinn getur ekki beinlinis þuklaðá. Þrátt fyrir hið dæmigerða vestræna þjóðfélag, er þar ríkir, hefur hinn frægi 30 þúsund nemenda háskóli útskrifað menn eins og Adorno, Habermas, Bloch og Markuse, sem allir voru nafntogaðir leiðtogar hinna svonefndu stúdenta- óeirða víða i Vestur-Evrópu undir lok siðasta áratugs. Þá státar borgin af stærsta listasafni landsins, Staedel Museum, náttúrusafn- inu Sinkenberg, frægasta og stærsta dýragarði á meginlandinu, Botaniska garðinum Palmen Garten, þar sem er að finna ótrúlegt úrval jurta frá öllum heimshornum, og húsi Götes, svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig er borgin mesta kaupstefnu- borg meginlandsins og fjölgar stöðugt ís- lenzkum gestum og sýnendum á kaup- stefnur þar. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Sími 15105 í kvöld fullkomnasta vídeo á landínu Eitt örfárra húsa 1 miðborginni, sem ekki varsprengt upp í stríðinu. í nýbyggingunni til vinstri er þjóðminjasafn og í fjarska sést til fljótsins Main, sem gefur borginni mikinn svip. Þess vegna er Frank- f urt ekki höf uðborgin — DB heimsækir hina „raunverulegu” verðiag kemur ekki höf uðborg V-Þýzkalands aftan að manni Stærsti f lugvöllur meginlandsins Flugvöllurinn við Frankfurt er sá lang stærsti á meginlandi Evrópu og eru þar 500 til 800 lendingar á dag. Á síðasta ári fóru þar um 15 milljónir manns og liðlega hálf milljón tonna af vörum. 106 flugfélög hafa þar aðsetur. eðá söluskrif- stofur, og um það bil 60 flugfélög stunda þangað áætlanaflug, þar á meðal Flug- leiðir. Flugleiðir fljúga þangað áætlanaflug aðeins yfir sumartímann, enn sem komið er, en leiguflug nokkuð lengur. Nú er fyrirhugað að lengja áætlanatím- ann og byrja fyrr strax næsta vor og hætta seinna næsta haust. Alltaföllu Eins og aðrar alvöru stórborgir býður Frankfurt upp á allt af öllu, eins og sagt er. Fjölbreytt skemmtanalíf, nýjustu bíómyndirnar, ölkrár, þar sem staðar- drykkurinn eplavín er teigaður drjúgt, Fljótið er bæði prýði og gagnleg samgöngu- leið auk þess sem fólk getur siglt á þvi sér til afþreyingar. forkunna góða verzlunargötu þar sem allt með öllu fæst og fatakaup eru sér- lega hagstæð, gott neðanjarðarbrautar- kerfi, til að komast á milli staða og hótel í öllum verðflokkum. Þá geta þeir, sem ekki verður ágengt á „ókeypis” markaðnum, samið við greiðviknar konur um huggun i harmi. Það kemur þægilega á óvart fyrir ókunnugan landann að rekast á verðlag sem vel er hægt að sætta sig við, í kjöl- far stöðugra frétta um hækkun þýzka marksins gagnvart öðrum peningum. Þokkalegt hótelherbergi fyrir einn, ekki ósvipað litlu herbergi á Hótel Borg, kostar innanvið 5 þús.fyrir nóttina með Yfirmenn Flugleiðaskrifstofunnar í Frankfurt, Gunnar V. jóhannsson og Davið Vilhelmsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.