Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.10.1978, Qupperneq 15

Dagblaðið - 16.10.1978, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16.QKTÓBER 1978. ) morgunverði inniföldum, en á glæsi- hótelum fer verðið upp i liðlega 26 þús. Volkswagen bilaleigubil kostar, með söluskatti og inniföldu kílómetragjaldi þar sem vegalengdir breyta ekki verðinu, liðlega 17 þús. á dag og 61 þús. yfir vik- una. Leigutaki verður að kaupa bensínið sjálfur, sem er mun ódýrara en hér. Góður hamborgari, til að borða með höndunum á þar til gerðum snyrtilegum smáréttastöðum kostar um 300 kr. og skammtur af frönskum álíka. Bjórglas með kostar 170 kr., eða jafn mikið og kók, kaffi, eplasafi og heitt súkkulaði. Vel í sveit sett Eins og áður er getið er borgin mið- svæðis með tilliti til ákjósanlegra ferða- mannastaða. Við bæjardyrnar eru Rínarhéruðin og borgirnar Wisbaden og Heidelberg, einnig skíðalöndin í Taunus fjöllum, Spessart og Odenwald. Islenzkir áhugamenn um skiðastökk heimsækja einkum það fyrr nefnda en fjölskyldur það síðarnefnda. Þá er 200 km akstur til heilsulindanna i borginni Baden Baden, sem full er af gömlum minjum þar sem hún slapp að mestu við hörmungar stríðsins. Hún er við rætur Svartaskóg- ar. Ótal fleiri möguleika mætti nefna og skal hér bent á alls kyns hópferðir frá borginni, t.d. með langferðabílum i svo sem viku til hálfan mánuð. Verða þær ferðir að teljast á sanngjörnu verði. enda er verðlag allt nokkru lægra utan borg- arinnarsjálfrar. 1 stuttu máli getur undirritaður hik- laust mælt með Frankfurt og nágrenni sem heppilegan stað fyrir þá ferðamenn sem leita eftir meiri fjölbreytni en sólar- ■landaferðir bjóða upp á og bendir á með því að samræma skemmtiferð við t.d. vörusýningu á einhverju sviði, getur ferðamaðurinn farið ferðina bæði til gagns og gamans. .g.S. Jafnhliða stórbættu neðanjarðarlestarkerfi á undanförnum árum, hefur götum á miðborgarsvæðinu verið lokað fyrir bilaumferð og þar eru viða að spretta upp skemmtilegir útimarkaðir. Úr skrifstofu stórskáldsins Göte. Það hús er nú safn og opið almenningi. Til keisarahallarinnar gengu keisarar fyrri tima eftir krýningu f dómkirkjunni, sem er að baki Ijósmyndara, og komu út á svalirnar. Síðasti þjóðhöfðingi, sem þar kom út, var Carter Bandarfkjaforseti í sumar. frA LOKUM 16. ALÐAK íinu ' ii-mh t» f 151-ANWAJ UIXTA.O0SFÍA FRA OLJOSUM HOGMYNDUM AÐ RÉTTRIYFIRSÝN UMÍSIAND SEINNA BINDI KORIASÖGU ÍSLANDS EFTIR HARALD SIGURÐSSON ER KOMIÐ ÚT Þetta er gullfalleg og vönduð bók, eitt af afrekum íslenskrar prentlistar og stórmerkur þáttur landfræðisögunnar. Seinna bindi hennar, sem nú er komið út, nær frá lokum 16. aldar til 1848, þegar Björn Gunnlaugsson lýkur mælingu íslands og kort hans eru gefin út. Hefur bókin að geyma, auk textans, 165 myndir af landakortum og kortahlutum, og eru 146 myndanna svart-hvítar en 19 litmyndir. Er í bókinni rakin af mikilli nákvæmni saga íslands á kortum frá dögum Guðbrands biskups Þorlákssonar til miðrar 19. aldar og rækileg grein gerð fyrir þróun kortagerðar af norðvestanverðri kringlu heims á því tímabili. Fyrra bindi Kortasögu íslands kom út 1971 og nær frá öndverðu til loka 16. aldar. Rit þetta er stórviðburður í sögu íslenskrar bókaútgáfu. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 Sími 13652

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.