Dagblaðið - 16.10.1978, Síða 18

Dagblaðið - 16.10.1978, Síða 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1978. 18 Fyrsta júdómótið: Viðar, nýkom- inn frá Japan, sigurvegari! einnig Ármanni. Óvænt úrsiit íHMígolfi Fram Reykja- víkurmeistari Hið árlega haustmót Júdósamhands íslands fór fram í íþróttahúsi Kennara- háskóla íslands í gær. Keppendur voru 15, og var þeim skipt i tvo þyngdar- flokka. Viðar Guðjohnsen, nýkominn frá Japan, vann sannfærandi og glaesilegan sipur í þyngri flokk:, sigruði Bjarna Eriðrik'NSon félaga sinn úr Ármanni i úrsliium á ippon. Í þriðja lil fjórða sæti urðu þeir Benedikt Pálsson, JFR, og Sigurður Hauksson, UMFK. Halldór Guðbjörnsson Júdófélagi Reykjavikur sigraði i léttari flokki, undir 80 kílóum. Hann sigraði Jóhannes Haraldsson, UMFG, í úrslitum. í þriðja til fjórða sæti urðu þeir Hilmar Jónas- son, Ármanni, og Niels Hermannsson, Mjög óvænt úrslit urðu i gær i undan- úrslitum i heimsmeistarakcppninni (world match-play) í golft i Wentworth á Englandi. Þá sigraði Simon Owen, Nýja- Sjálandi, Graham Marsh, Ástraliu. Var tveimur holum yfir þegar ein var eftir. í hinum leiknum í undanúrslitum sigraði Isao Aoki, Japan, Ray Floyd 3/2. Úrslitaleikur þcirra Owen og Aoki verður i dag. Mótinu átti að Ijúka i gær en dróst mjög vegna þoku. Verðlaun nema 130 þúsund sterlingspundum. Fyrstu verðlaun 30 þúsund sterlings- pund. , Á laugardag sigraði Ray Floyd landa sinn Tom Watson eftir hörkukeppni. Isao Aoki sigraði Garry Player, Suður- Afríku, örugglcga — og sama er að segja um leik Graham Marsh og Scveriano Ballesteros, Spáni. Hins vegar sigraöi Owen Nick Faldo, Englandi, með einni holu. Keppendur léku 36 holur. Fram varð Reykjavíkurmeistari i handknattlcik kvenna i gær i Laugar- dalshöll. Sigraði þá Viking 14—8 i meistaraflokki. Fram náði strax góðri forustu 1 leiknum. Staðan i hálfleik 7—4 og sömu markatölur voru einnig i siðari hálfleiknum. Jóhanna Halidórsdóttir skoraöi flest mörk Fram eða 5. Guðriður Guðjóns- dóttir, Margrét Blöndal og Oddný Sigsteinsdóttir skoruðu tvö mörk hver. Eftir leikinn tók Oddný fyrirliði við fallegum bikar. Flest mörk Víkings skoraði lngunn Bernódusdóttir þrjú. Guðrún Helgadóttir skoraði þrjú. Þá sigraði Valur KR 12—8 í sama flokki og í R vann Fylki. John Hudson, svarti KR-ingurinn, sendir knöttinn i körfu stúdenta — Jón HéðinJ- son, til vinstri, og Bjarni Gunnar fylgjast með töktunum. DB-mynd Hörður. Valur miss marka fori — Refstad sigraði Val 16-14 e Evrópukeppn Frá Sigurjóni Jóhannssyni fréttaritara DB i Osló Valur missti niður þriggja marka forskot í Evrópukeppni meistaraliða hér i Osló er íslandsmeistarar Vals mættu norsku meisturunum Refstad i gær. Valur hafði náð þriggja marka forustu í siðari hálfleik, 9—6, en Refstad tókst að snúa leiknum sér í vil, og sigra 16— 14. Það var á lokamínútunni að Refstad tókst að knýja fram sigur með mörkum Per Otto Furuseth, en hann er Islend- ingum að góðu kunnur. Leikreynsla hans á lokakaflanum var Refstad drjúg. En Valsmenn geta einungis sjálfum sér um kennt, þeir höfðu yfir 7—6 í leikhléi og komust í 9—6 í byrjun síðari hálf- leiks. íslendingar, sem voru fjölmargir i Osló, hvöttu landann dyggilega, eins og ævinlega í handknattleik á Norðurlönd- um. En er Valur hafði náð þriggja marka forustu kom Tom Jansen i mark Refstad — og skyndilega fóru hlutirnir að ganga upp hjá norska liðinu. Jansen varði mjög vel hvað eftir annað og vörnin varð sterk, lét ekki „pólsk” brögð Vals ganga upp lengur. Staðan breyttist i 10—10, síðan 11 —11 en þá náði Refstad forustu, 12—11. Þegar rúm minúta var til leiksloka var staðan jöfn. Heimsmeistarakeppnim JÚGÓSLAVAR MEiS SOVÉTRÍKIN MEÐ Júgóslavar urðu heimsmeistarar í körfuknattleik i Manila á laugardag eftir æsispennandi leik við Sovétrikin. Eftir framlengdan leik tókst Júgóslövum að tryggja sér sigur með eins stigs mun 82—81 svo jafnara gat það ekki verið. Danskur siguríNoregi Frá Sigurjóni Jóhannssyni, fréttaritara DB í Osló: Norska liðið Fjellhammer keppti við danska liðið HK frá Álaborg I gær í Evrópukeppni bikarhafa. Tapaði það á heimavelli 14—17, staðan í leikhléi 10— 10. Fjellhammner fékk átta viti, en skoraði aðeins úr þremur þeirra. Dunbar réð ekki við sterka vörn KR-inga KR-liðið byrjaði ferð sina gegnum hina fjórföldu úrvalsdeild I körfuboltan- um með glæsibrag í Hagaskólanum í gær. Lokatölurnar I leik KR við stúdenta urðu 100 gegn 79 og á leik liðsins hafa orðið miklar breytingar siðan í Reykja- vikurmótinu. Að vísu var leikurinn mjög jafn í fyrri hálfleik og staðan i hálfleik var 41—39 KR-ingum i vil. Svo virðist sem stúdent ar ætli að byggja á einstaklingsfram taki Dirk Dunbars 2. veturinn i röð. í gær varþað þó svo, að KR-ingum tókst að blokka hann af í nægilega mörgum gegnumbrotum hans og setja hann úr jafnvægi þannig að knötturinn fór ekki í körfuna. Dunbar er að vísu góður en hætt er við að stúdentar verði að láta leik liðsins byggjast á fleirum en honum ef árangur á að nást i vetur. KR-vörnin náði vel saman að þessu sinni og var það þannig á stundum að stúdentar voru i vandræðum í sókninni. Annars átti Hudson og Jón Sigurðsson stórgóðan leik og virðist sá fyrrnefndi vera að ná mjög góðu sambandi við meðleikara sina. Skot hans úr hornunum eru ótrúlega örugg og hrein- lega fóru nær öll í körfuna í gær. Hudson skoraði 42 stig fyrir KR, Jón Sigurðsson 25. Dirk Dunbar gerði 37 stig fyrir (S, Ingi og Bjarni Gunnar tólf stig hvor. -ÓG Njarðvíkingar verða með í toppbaráttunni — segir Gunnar Gunnarsson þjálfari KR-inga „Ég spái því að sigurvegararnir í úr- valsdeildinni muni ekki komast í gegnum veturinn mcðfærri en þrjú til fjögur töp,” Oddný Sigsteinsdóttir, fyrirliði Fram. sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari KR i viðtali við DB í gærkvöld. „Þetta nýja keppnisfyrirkomulag með sex liðum i deildinni og fjórfaldri umferð á eftir að gera alla leiki mikilvæga. Sigur eða tap skiptir ávallt miklu máli bæði fyrir stöðuna á toppnum og botni. Enginn leikur verður lengur auðveldur,” sagði Gunnar ennfremur. Hann var spurður um hvernig honum litist á lið Njarðvikinga en Gunnar sá leik þeirra gegn ÍR á laugardaginn. „Ég tel að Njarðvíkingar verði með eitt af efstu liðunum í vetur. Þeir eru likamlega mjög vel þjálfaðir og geta keyrt á fullu allan leikinn. Þeir hafa náð athyglisverðum árangri í hraðaupphlaupum og eru mikið baráttulið. Annars var leikur þeirra gegn ÍR á laugardaginn ekkert sérstakur og svo virðist vera að Njarðvíkingar geti dottið niður leik og leik þrátt fyrir góða æfingu.” Gunnar sagðist ekki vilja spá neinu frekar um úrslit en þeir KR-ingar stefndu að toppnum eins og venjulega. „í vetur stefnum við að sterkri vörn og hraðaupphlaupum ogéghef góða von um að það muni takast, við höfum efniviðinn,” sagði Gunnar að lokum. -ÓG. Áhorfendur voru 30 þúsund og meðal þeirra Anatoly Karpov, heimsmeistari i skák, sem fagnaði ákaft, þegar Sovét- rikin jöfnuðu í 73—73 á siðustu sekúndu leiksins. Framlenging var þvi nauðsynleg og þá tókst Júgóslövum að tryggja sér sigurinn. Annar sigur þeirra á Sovét- ríkjunum í keppninni. í undanúrslitum sigraði Júgóslavia Sovétrikin með tals- verðum mun 105—92. Sovétríkin vörðu heirnsmeistaratitil sinn í keppninni í Manila en tókst ekki að halda honum. Júgóslavía hefur einu sinni áður sigrað á HM. Það var í Júgóslavíu fyrir átta árum. Keppnin í Manila nú var áttunda heimsmeistarakeppni áhuga- manna i körfunni. 1 úrslitaleiknum á laugardag náði Júgóslavia snemma forustu i leiknum. Komst í 30—21 en sovézku leikmönnunum tókst að jafna fyrir leikhléið, 41—41. í síðari hálfleiknum skiptust liðin á að skora — og sovézku leikmönnunum tókst að jafna á siðustu sekúndunni í 73—73. Í framlengingunni var staðan jöfn fjórum sinnt'm. Þegar tvær min. voru eftir var Júgóslavía fjórum stigum yfir, 81—77 og þegar Delipagio skoraði úr einu af tveimur vitaköstum var sigur Júgóslava raunverulega í höfn. Sovézku leikmennirnir börðust örvæntingarfullri baráttu — þremur sekúndum fyrir leiks- lok sendi Sergei Bolov knöttinn í körfu Júgóslava svo munurinn var aðeins eitt stig i lokin. Dalipagic skoraði 21 stig í leiknum og blaðamenn kusu þennan 27 ára jöfur júgóslavneska liðsins bezta leikmenn keppninnar en rétt á eftir kom landi hans, Dragan Kicanovic. Hann skoraði 17 stig í úrslitaleiknum. Þriðji í kosningunni varð Marcel de Souza, Brasiliu, fjórði Oscar Schmidt, Brasiliu, og fimmti Vladimir Tkachenco,- Sovét. Hann skoraði flest stig sovézkra í úrslitaleiknum eða 14. Belov og Salnikov komu næstir með 12 stig hvor. Úrslit í keppninni um sætin frá 1.-8. urðu þessi: Júgóslavía-Sovét 82—81 Brasilía-Ítalia 86—85 Bandaríkin-Kanada 96—94 Ástralía-Filippseyjar 92—74 Þessi lönd skipuðu átta efstu sætin. Siðan komu 9. Tékkóslóvakía 10. Puerto Rico II. Kína 12. Dominiska lýðveldið

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.