Dagblaðið - 16.10.1978, Síða 25

Dagblaðið - 16.10.1978, Síða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16.0KTÓBER 1978. 25 i Hausttízkan: D LEÐURSTIGVELIN HALDA VELLI EINN VETURINN ENN Komandi vetur verður enn einn stíg- vélaveturinn. Nú eru stígvélin bæði upp á ökkla og upp að hnjám. Hugmyndin er sú að sokkarnir skuli vera áberandi og skal þá gjarnan bretta þá yfir stigvélin. Það má því segja að það sé samvinna með skónum og fötunum í ár. Hnéhá stígvél með háum hæl eru alltaf vinsæl, en það nýjasta er lágur hæll. Stigvél úr fínu skinni sem líkjast stígvélum Græn- lendinga eru einnig mjög að ryðja sér rúms. Hálflöngu stígvélin, eða þau sem ná upp að ökkla eru frekar gerð i þeim til- gangi að nota við betri tækifæri og eru stigvélin þá oft skreytt með gullfestum og spennum. Einnig eru hálflöng stigvél notuð sem götuskór og eru margar út- gáfur af þeim. Oftast eru skórnir samt úr góðu og mjúku skinni. Lágur hæll og einnig kínahæll eru vinsælli en mjög háir hælar á þessum útiskóm. Hrá- gúmmisólar eru líka mjög vinsælir og þægilegir, sérstaklega þegar hált er úti. Að sjálfsögðu er hægt að nota stig- Kvcnlegir ballerínuskór — mjög góðir dansskór. vélin bæði við buxur og kjól. Stigvél sem gerð eru úr tré klædd leðri eru einnig vinsæl og eru þau keypt hvort sem um er að ræða fyrir karl. konu eða barn. Spariskór eða ballskór eiga I vetur að vera kvenlegir og fínlegir og gjarnan háir. Nú tíðkast það að keðjur, spennur, reimar og bönd eru sett á skóna til skreytingar. Það er ekki skilyrði að skórnir séu með háum hæl, lágir hælar eru líka við líði. Sandalar sem verið hafa mikið í sumar hverfa ekki alveg af sjónarsviðinu, þeir verða áfram vinsælir i vetur. Allra nýjasta tízka í kvenskóm eru svokallaðir ballerínuskör. Þeir eru lágir og léttir og yfirleitt skreyttir með litilli slaufu að framan. Það verður að segjast að ballerínuskórnir hljóta að vera bestu skór til að dansa á. Litirnir á skónum skipta auðvitað máli og i vetur skulu þeir vera á daginn i ljósum náttúrulitum ásamt brúnum lit og rauðbrúnum. Á kvöldin skulu þeir siðan vera svartir eða rauðvínsrauðir (bordeauxl. I Hausttízkan: Kjólarnir skulu vera í japönskum stfl D Siðir kjólar verða eins og endranær vinsælir í vetur og eru þeir þá notaðir við fínni tækifæri s.s. árshátíðir, brúðkaup og betri veizlur. 1 vetur er kjólum sem líkjast fatnaði austurlanda- kvenna spáð miklum vinsældum. Kjól- arnir skulu vera frjálslegir og viðir. Sumarlegir skulu kjólarnir vera þó svo að vetur sé genginn í garð. En tizku- hönnuðirnir segja að konan hafi aldrei eins mikla þörf fyrir að vera sumarleg og á veturna. Kjólarnir skulu þess vegna vera í sterkum sumarlitum. Gulir, appelsínurauðir, laxableikir, vínrauðir, failega bláir og mosagrænir skulu þeir vera oggjarnan munstraðir. Stórrósótt efni virðast ætla að verða vinsæl og eins smáköflótt. Einnig listræn munstur. Margir kjólanna sem sýndir voru á tízkusýningu i Kaup- mannahöfn nú fyrir stuttu báru sterk- lega keim af japönskum stil og voru sýningarstúlkur greiddar eftir japanskri tízku. Kjólamir eiga að vera frjálslegir og ermarnar skulu vera víðar. Efnin i kjólunum eru margvisleg og má meðal annars nefna sumartweed, panama, flannel, crépe, satín. poplin og margt fieira. Segja má að öll efni séu í tizku hvað varðar siða kjóla. Efni sem eru á einhvern hátt listræn eru mikið í tízku og má þar nefna silkimunstruð efni. Efni með myndum af-dýrum, t.d. fuglum, fiskum, leikföngum og lands- lagsmyndum eru hvað vinsælust sérstak- lega í þessi svoköliuðu austurlandaföt. Frjálslegur kjóll með vlðum erum — þesskonar kjólar verða einnig mjög vinsælir i vetur. Fönguleg stígvél úr góðum efnum — þau verða allsráðandi I vetur. Litur: svart Verðkr. 14.170 E-breidd Litir: svart og Ijóst. Verð kr. 13.550.- tá-breidd Póstsendum Skósel Laugavegi 60 Sími 21270 LOOK Kjólar I japönskum stíl verða með þvi vinsælla i vetur þegar bregða skal sér í bctri fötin.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.