Dagblaðið - 16.10.1978, Page 36
Marga rak i rogastanz er þeir óku •
framhjá Reykjavikurflugvelli í gær og
sáu þar standa fimm rússneskar her-
flutningavélar i hnapp skammt frá
Loftleiðahótelinu. Vélarnar eiga þó
ekki annað erindi hingað frá Skotlandi
á leið sinni tii Kúbu, sennilega með
viðkomu i Kanada, en taka eldsneyti
oghvílaáhafnirnar.
Félagi Brésnev mun vera að senda
félaga Castro einhverja sendingu, en
þar sem skrúfuþoturnar eru bæði
hægfleygar og hafa ekki mjög mikið
flugþol, þurfa þær víða að koma við.
Engin veit hins vegar um send-
inguna, enda eru hervélar með
viðkomu hér ekki tollskoðaðar.
-G.S.
DB-mynd H.V.
Rússneski flugvélaflotinn á Reykjavikurflugvelli i morgun.
Kurr í Eyrbekkingum:
TOGARINN SIGUR MED
AFLANN - 30-40 atvinnulausir á meðan
Mikill kurr er nú í Eyrbekkingum
vegna siglingar skuttogarans Bjarna
Herjólfssonar með isfisk á markað
erlendis á sama tímtiog 10—40 manns
ganga atvinnulausir vtgna hráefnis-
skorts i hraðfrystihúsinu á Eyrar-
bakka.
Eyrarbakkahreppur á 1/3 hluta i
togaranum á móti Stokkseyrarhreppi
og Selfosskaupstað, og höfðu Eybekk-
ingar bundið miklar vonir við að
togarinn gæti brúað það hráefnis-
snauða tímabil, sem er á milli sumar-
og vetrarvertiða. Sá draumur hefur nú
að engu orðið þvi togarinn er sigldur
með rúmlega 100 tonn af ísfiski. Áður
hafði þó verið gefinn ádráttur um að
aflahlut Eyrbekkinga yrði landað um
leið og nokkrir skipverja færu i iand
fyrir siglinguna. En við það var ekki
staðið og þvi sitja rúmlega 30 manns
heima og biða eftir því að frystihúsið
fái fisk til að vinna úr. Stjórnarmenn
Árborgar hf. eignarfélags togarans
vilja engir kannast við ákvarðanir i
máli þessu og framkvæmdastjóri
félagsins er i einkaerindum erlendis.
Hreppsnefndin kom saman til auka-
fundar i síðustu viku til þess að ræða
ástandið í atvinnumálunum og var
stjórn Árborgar þar vitt fyrir vinnu-
brögð sín á sama tima og hún fer fram
á 60 milljón króna hlutafjáraukningu
frá sveitarfélögunum þrem. Slíkum
beiðnum visar hreppsnefnd Eyrar-
bakka frá sér á meðan Árborgar-
stjórnin stuðlar að atvinnuleysi á
Eyrarbakka.
-MKH/GAJ.
Mölbrotnar
gervitennurog
skurdir í andliti
Svo lauk skiptum farþega og
leigubilstjóra i Keflavik á föstu-
dagsnóttina að bílstjórinn barði
farþegann svo hraustlega að gervi-
tennur hans voru mölbrotnar og
sauma var saman skurði i andliti
farþegans.
Átökin hófust er farþeginn átti
ekki fyrir ökugjaldinu, rúmlega 20
þúsund krónur, er hann kom að
húsi þvi sem hann ætlaði i. Vildi
hann komast upp og ná i peninga
en á það vildi ökumaðurinn ekki
fallast og upphófust átök.
Lyktaði málum með því að
ökumaður fór með farþegan
alblóðugan á lögreglustöð. Þar
náðust sættir við aðstandendur
farþegans um greiðslu ökugjalds-
ins. Málið er hins vegar enn í
rannsókn enda munu gervitenn-
urnar einar kosta á annað hundrað
þúsund króna. -ASt.
38 umf erðar-
óhöpp
Mikið hefur gengið á i
umferðinni yfir helgina. 38
umferðaróhöpp hafa orðið og í 7
þeirra hafa orðið slys á fólki sem
flytja hefur þurft í slysadeild.
Á föstudag urðu óhöppin 16 og
slysin þrjú. Voru fimm manns
fluttir frá þeim í slysadeild.
Á laugardaginn urðu óhöppin
14 og slysin aftur þrjú. Voru það
allt börn eða unglingar sem
meiddust, tvö i bilslysum og
drengur sem hjólaði fram af
klettum skamrnt frá fiskimjöls-
verksmiðjunni að Kletti.
Á sunnudag voru óhöppin átta
og úr einu þeirra var tvennt flutt á
slysadeild. V'.r það eftir árekstur
við Ijósastaur. -ASt.
UU’IIIJIIUll •Ullllli
GLÆSILEGUR SIGUR
KEFLVÍKINGA
— „möluðu” íbúa vinabæjanna á Norðurlöndum
í f rjálsri trimmkeppni
Keflvikingar tóku á honuni stóra
sinum í trimminu nú um helgina.Þeir
kepptu við ibúa vinabæja sinna á
Norðurlö'ic um og enginn vafi er á að
Keflvikingar sigruðu glæsilega. Alls
tóku 2182 þátt i trimminu. Golfhring
spiluðu 61,354 hjóluðu 5 km, 417 syntu
200 m og 1350 hlupu, skokkuðu eða
gengu 2.5 km.
Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri sýndi
gotl fordæmi og rabbaði DB við hann í
morgun Hann sagði að árangurinn væri
frábær. Alls tóku 34% bæjarbúa þátt i
þessum leik, en bezti árangur í hinum
vinabæjunum var 7%. En aðalsigurinn
hefði þó verið sá, sagði Jóhann, að fá
fólkið út og fá það til þess að vera með.
Yngsti trimmarinn var eins árs og sá
elzti áttræður. Þeir yngstu fóru þetta á
sérhönnuðum farartækjum sinum.
barnavögnunum, með aðstoð góðra
manna. JH
Með ástarkveðju frá
Brésnev til Castro
frýálst, nháð dagblað
MÁNUDAGUR 16.QKT, 1978.
Biötími slasaðra eftir
fébótum allt upp
ítvö ár:
Viil stytta
biðtímann
— segirtrygginga-
ráðherra
„Ég mun beita mér fyrir þvi að þeir
sem lenda i slysum þurfi ekki að bíða
úrskurðar um rétt sinn og bótarétt svo
lengi sem raunin er nú,” sagði Magnús
Magnússon, heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra á blaðamannafundi fyrir
helgina.
Magnús taldi að fólk liði nægilegar
andlegar og likamlegar kvalir eftir slys
svo ekki yrði á þær bætt fjárhagsáhyggj
um. Nefndi hann dæmi um mann, sem
varð að bíða eftir slíkum úrskurði i nær
tvö ár, stöðugt i óvissu um fjárhagsstöðu
sína.
Ekki vildi Magnús að svo stöddu
tíunda með hvaða hætti væri æskilegt
að bæta þetta ástand, en meðal
hugmynda nefndi hann að trygginga-
félögin kæmu sér upp sameiginlegum
sjóði með það hlutverk að greiða fólki fé
uns úrskurður liggur fyrir.
-G.S.
Sættir í viðbyggingar-
málinu á Neskaupstað:
Fær að standa
í átta ár
— viöbyggingin ekki
metin tilfjárvilji
bærinn kaup?
eftir þann tíma
Fyrir tilstilli skipulagsstjóra ríkisins
hafa nú náðst sættir í deilumáli íbúa að
Egilsbraut 9 i Neskaupstað og bæjar-
stjórnar vegna ólöglegrar viðbyggingar
við íbúðarhúsið að Egilsbraut 9.
Svo sem DB hefur rakið byggði
eigandi hússins við það áður en hann
hafði fengið tilskilin leyfi og reyndar eru
þau ekki enn fengin. Lögbann var sett á
framkvæmdina og honum gert að rífa
viðbygginguna. Ekki kom þó til þess, en
er hann hugðist breyta þaki hússins til
viðbótar i sumar, kom enn til lögbanns
og hljóp mikil harka i málið.
Félagsmálaráðuneytið fól skipulags-
stjóra nýlega að leita sátta í málinu og
fær viðbyggingin nú að standa. Hins
vegar fær eigandi ekki að breyta þakinu,
eins og hann fyrirhugaði. Þá er einnig i
samkomulaginu að hyggist bærinn taka
áðurnefnt hús eignarnámi eftir átta ár
frá samkomulaginu, skuli viðbyggingin
ekki koma til mats, heldur aðeins gamli
hluti hússins.
Ámundi Loftsson, eigandi kjallara
hússins sagði i viðtali við DB í morgun
að það orkaði tvimælis hvort hann teldi
rétt að halda áfram að fjárfesta i eign-
inni þar sem aðeins hluti hennar yrði
metinn vegna þessara kvaða.
-G.S.