Dagblaðið - 24.10.1978, Side 23

Dagblaðið - 24.10.1978, Side 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978. Sauðfé hefur verið mikið til umfjöllunar upp á síðkastið og ætlar ögmundur Jónasson fréttamaður að leita svars við nokkrum spurningum i þvi sambandi i þættinum Viðsjá i kvöld. Eiga íslendingar að flytja út fé á fæti? „Nýlega komst til tals að íslendingar flyttu út fé á fæti til slátrunar erlendis. 1 fjölmiðlum svo og manna á meðal hefur einkum verið rætt um það á hvern hátt fénu yrði slátrað, og hefur marga óað við slátrunaraðferðum sem sums staðar eru viðhafðar,” sagði ögmundur Jónas- son fréttamaður en hann er umsjónar- maður Vtðsjár í kvöld. ögmundur sagði ennfremur: „Á þessu máli eru einnig margar aðrar hliðar, t.d. hvaða þýðingu það hefði fyrir íslenzkan skinnaiðnað ef lifandi sauðfé yrði flutt úr landi i stórum stíl. Aðrir telja að um ofbeit sé að ræða víða á land- inu og ætti því fremur að draga úr sauð- fjárrækt en efla hana. í þættinum í kvöld ræði ég við Hall- dór Pálsson búnaðarmálastjóra um þessi atriði og önnur sem málinu tengjast. En þess má geta að sauðfé á fæti var flutt út í miklum mæli á seinni hluta síðustu ald- ar." Víðsjá hefur nú breytt um tíma. í stað þess aö vera fyrir hádegi hefur þátturinn nú fengið fastan tíma kl. 22.45 á þriðju- dagskvöldum. Víðsjá tekur fimmtán minútur. - ELA )-----:-------------------------< ATVINNULYÐRÆÐI - sjónvarp kl. 21,00: Á starfsfólk að ráða? Atvinnulýðræði nefnist umræðuþátt- ur I umsjá Ólafs Ragnarssonar sem sýndur verður í kvöld í sjónvarpinu. Þrír eða fjórir menn koma í þáttinn og ætla að gera grein fyrir atvinnulýðræði og á hvaða stigi það mál er hér á landi. Þróun hefur verið ör hvað atvinnulýðræði snertir á hinum Norðurlöndunum og verður miðað við það I þættinum. Það var útvarpsráð sem vakti þetta mál til umræðu og verður rætt um það vítt og breitt. Atvinnulýðræði byggist upp á stjórn og rekstri fyrirtækis, hvaöa áhrif starfsmenn hafa þar á. Mikið hefur verið rætt um atvinnulýðræði hér á landi og hefur málið verið lagt fram sem frumvarp á Alþingi, sem þó gekk ekki lengra en það. Þátturinn verður I beinni útsendingu, en ekki hafði verið ákveðið hvaða menn kæmu til viðræðna er DB hafði samband við Ólaf Ragnarsson. Þó sagði Ólafur að það yrðu menn sem væru inni I þessum málum og gætu gert grein fyrir þeim. Þátturinn er fimmtlu mín. langur. - ELA K Ólafur Ragnarsson ritstjóri verður meó umræðuþátt um atvinnulýðræði i sjón- varpi i kvöld. Verkfall i Bæjarútgerð Hafnarfjarðar út af deilum við verkstjóra. Hversu mikil áhrif á starisfólk fyrirtækja að hafa á stjórn mála? Innflytjendur - Kaupmenn Get aðstoðað við að leysa út vörupartí. Tilboð sendist Dagblaðinu fyrir 27. okt. merkt „Beggja hagnaður 16084”. Laus staða Laus er til umsóknar önnur staða læknis við Heilsu- gæslustöðina í Keflavík. Auk læknisstarfa í Keflavík annist viðkomandi móttöku sjúklinga í Grindavík, Sandgerði og Gerðum. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 15. nóvember nk. Staðan veitist frá og með í. janúar 1979. Heilbrigflis- og tryggingamélaróðuneytið 18. október 1978. UREVnil Simi 8 55 22 GLÆSILEG SÝNING ÍÁGHÚSINU. ÁRTÚNSHÖFÐA Skoóió nýjungar innkncira fvcimleióendct. hiisgögn. ciklœói og innréttingar. Opió virka daga kl. 17— 22 Laugardaga og sunnudaga kl. 14—22

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.