Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 24
Loönuveiðamar lífshættulegar i desember? I wam\ sjómenn hugleiða að knýja á um veiði- bann þá J Á þingi sjómannasambands íslands, sem hefst bráðlega, verður m.a. rætt um að knýja á um að bann verði lagt við loðnuveiðum í desembermánuði af öryggisástæðum. Veiðar þessar eru stundaðar á mjög norðlægum slóðum um þetta leyti og í desember er allra veðra von með skömmum fyrirvara. Þá er einnig algengt að hitastig sjávar fari niður fyrir frostmark, sem þýðir geysilega ísingarhættu, svo sem í Ijós hefur komið. Einnig er hverjum þeim sjómanni, sem fellur fyrir borð við slíkar aðstæður, bráður bani búinn þótt hann náist nær samstundis upp. Má í því tilviki nefna að fyrir stuttu féll sjómaður útbyrðis af loðnuskipi í fjögurra stiga sjávarhita og var hann I sjónum i aðeins þrjár mínútur. Samt sem áður hugðu félagar hans honum vart líf i fyrstu, þótt úr rættist. Ekki hyggjast sjómenn að svo stöddu grípa einhliða til þessara veiðitakmarkana. í Ijósi undirtekta á þinginu verður rætt við hlutaðeigandi hagsmunaaðila, svo sem’ fiskimjöls- verksmiðjurnar. -G.S. MIKILL ÁHUGI L Á FRAMLEIÐSLU^ LÉTTMJÓLKUR V — segir nýráðinn forstjóri Mjólkursamsölunnar „Viö höfum lengi haft fullan hug á framleiðslu léttmjólkur enda teljum við okkur með því koma til móts við fjölda neytenda, en óvissa um verðlagningu hennar kemur hins vegar í veg fyrir að unnt sé að hefja framleiðsluna,’ sagði Guðlaugur Björgvinsson nýráðinn for- stjóri Mjólkursamsölunnar I viðtali við DB í morgun. Björgvin tekur við starfinu af Stefáni Björnssyni um næstu áramót en hefur gegnt framkvæmdastjórastöðu hjá fyrir- tækinu síðan I ársbyrjun 1975. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Islands 1971 og hóf störf hjá Mjólkur- samsölunni 1974, þá sem fulltrúi for- stjóra. - GS/JH Hvað á að gera í meiri háttar jarðhræringum? Þangað til á fundi Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sl. fimmtudag hafa Sunnlendingar sýnt tómlæti fræðslu- og umræðufundum um jarðskjálfta- hættu. Fundurinn í Hveragerði var fjölsóttur og málefnalegur með al- mennri þátttöku í umræðum. Þeir Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna, og. Sveinbjörn Bjömsson eðlisfræðingur héldu framsöguerindi. Þarf ekki að orðlengja það, að þau vöktu áhuga fundarmanna, sem notuðu tækifærið og spurðu fjölmargra spurninga. Þeir Guðjón og Sveinbjörn gerðu þeim síðan skil. Fóru á annað hundrað fundarmanna margs visari heim af fundinum. Var það mál manna, að slíka fundi ætti að halda viðar og oftar. Hjálparsveitir skáta eru með þeim fyrstu, sem kallaðar eru til aðstoðar, ef til jarðhræringa kemur og hætta virðist steðja að. Hafa þær ekki áður boðað til funda eins og þess, sem Hvergerðingar rpma nú. Vera má, að Hveragerðisfundurinn sé til marks um, að efna mætti til fræðslu- og umræðufunda um þetta al- varlega efni. Að sjálfsögðu varðar það meiru en orð lýsa, hvernig almenning- ur bregzt við vágestum eins og jarð- skjálftum og öðrum náttúruhamför- um. - BS Heimsnöfnin í Reykjavík — Souzay heldur námskeið hér — Moffo kemur f kvöld: „Svona fallegur kven- maður getur ekki sungið” — sagði Ormandy og neitaði að hlýða á Moffo Borgarbúar geta heldur betur svifið á vængjum söngsins þessa votu haust- daga Ljóðasöngvarinn heimsfrægi, Gerard Souzay, lýkur námskeiði sínu I Hamrahlíð I dag (viðtal við hann birtist í DB næstu daga) og i kvöld kemur Anna Moffo fljúgandi til að halda tvenna tónleika á vegum Fulbright stofnunarinnar á íslandi og H.í. Til að rekja söngafrek Önnu Moffo þyrftum við að gefa út aukablað. Látum nægja að geta þess, að hún hefur sungið 17 aðalhlutverk I Metropólitan óperunni i New York. Og þegar I fyrsta sinn var flutt ópera undir berum himni þar I borg, I Central Park garðinum, var það Anna Moffo sem söng aðalhlutverkið. Mimi I La Boheme fyrir fimmtíu þúsund áheyrendur. Auk þess hefur hún sungið í óperuhöllum út um allan heim, í kvikmyndum og inn á óteljandi plötur. ‘ Það hlutverk sem hún hefur hvað oftast sungið er hin ástfangna og berklaveika Violetta í La Traviötu Verdis. Hún hefur líka oft sungið hið erfiða hlutverk Luciu di Lammermoor i meistaraverki Donizettis, en auk þess fjölda frægra hlutverka og bætir stöðugt við sig. Þaö allra nýjasta er aðalhlutverk I áður óþekktri óperu Verdis, Stiffelio, og syngur hún tvær aríur þaðan á tónleikunum hér. Faðir önnu Moffo var italskur skósmiður úr fjallahéraðinu Abruzzi, sem fluttist með fjölskyldu sin til Ameríku I von um betri daga. Anna fór ung á vegum Fulbright-stofnunar aftur til ættlands feðra sinna að læra að syngja og sló þar i gegn rúmlega tvítug í sjónvarpsupptöku á Madame Butterfly með sinni dramatísku sópranrödd. Anna Moffo er mjög fögur kona. Það er sagt að eitt sinn er hún var ung og óþekkt hafi hún ætlað aö syngja fyrir Eugene Ormandy. En hann þverneitaði að hlusta á hana, með þeirri röksemdafærslu, að það væri útilokað að svona fallegur kvenmaður gæti nokkuð sungið. Loks féllst hann á að hlusta, með lokuð augun til að ruglast ekki. Siðan hefur útlitið ekki verið þessari frægu söngkonu til trafala eins og okkur gefst kostur á að sjá og heyra á tónleikum hennar í Há- skólabiói siðar I vikunni. -ÍHH. Tónleikar í Háskólabíói Fintmtudaginn 26. október I97S hl. 20.il) Sunnudaginn 29. október 1978 kl. 1430 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKT. 1978. Þeir óttuðust stórhríð nyrðra — en veðurfræðingar telja litla hættu á henni að þessu sinni í morgun var slydda og hríð á annesj- um nyrðra og allhvass og hvass vindur af norðri og norðvestri. Var ekki laust við að uggur væri I mönnum er DB talaði við nyrðra í morgun, um að nú liti út fyrir stórhrið. Markús Einarsson veðurfræðingur tókaf skariðum Það er DBræddi við hann um niuleytið. Taldi hann þetta áhlaup myndi ganga fljótt austur yfir landið og yrði ekki um mikla snjókomu að ræða að þessu sinni. Úrkomulaust var í innsveitum og t.d. á Akureyri í morgun, en ekki var ólíklegt talið að þeir myndu fá aðsjá einhvern snjó. Hér sunnanlands er útlit fyrir að birti til i dag með norðan kalda en siðan þykknar aftur upp af suðaustri. - ASt. 250 þúsund- um stolið ígær — úr herbergi sem lokað var með hespu og hengilás Enn varð Breiðfirðingabúð við Skóla- yörðustíg miðpunktur atburða í gær- kvöldi. Lögregla var þangað kvödd klukkan um ellefu og skýrði húsráðandi svo frá að horfnar væru úr húsinu 250- þúsund krónur í peningum. Kveðst hann hafa brugðið sér frá um fimmleytið i gær. En svo var það ekki fyrr en um kl. 11 að hann sá að hurð á herbergi innan við útidyr, sem lokað var með hespu og hengilás, hafði verið sprengd upp með einhverju móti. Hús- ráðandi viðurkenndi að útidyraumbún- aður hefði verið ótryggur, og það svo að sparka hefði mátt upp útihurðinni þó læst væri. Rannsóknarlögreglan mun fá mál þetta til meðferðar. - ASt. BHM-menn mótmæla harðlega — Setja þeir úrslitakosti? Bandalag háskólamanna fundar í dag út af kjaramálum. Fundurinn hefst kl. 13.30 á Hótel Sögu. Fundarefnið er einkum sú lögboðna kauplækkun, sem BHM-menn telja sig búa við. Allur þorri BHM-manna býr við tekjumörk, sem eru ofan við launaþakið, sem kauplagsvisitala fer ekki upp fyrir. BHM-menn telja, að sú stefna, sem nú ^rikir I samhengi mánaðarlauna og vísi- töluuppbótar á þau, sé svo óhagstæð sér, að ekki sé þolandi. Séu þeir beittir órétti samanborið við aðrar stéttir laun- þega. Þykir fullvíst, að BHM-fundurinn I dag geri harðar ályktanir til þess að mótmæla launastöðu háskólamanna. - BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.