Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978. Embættismannatöl: JON EÐA SERA JON Einar Jónsson, Vallartröð 2, Kóp., skrifar: íslendingar hafa löngum viljað vita deili á mönnum, ætt þeirra og upp- runa. Óvíða mun vera jafn almennur áhugi á ættfræði og hér á landi. Upp af þessum mikla ættfræðiáhuga og þeirri „áráttu” Íslendinga að vilja vita hver maðurinn sé, sprettur vafalaust sá meiður sifjafræði, sem eru „töl” starfsstétta eða hópa, en ótrúlega vel hefur viðrað fyrir slíkan gróður i garði íslenzkrar bókaútgáfu á undanförnum árum. Án þess að gera lítið úr fróðleiks- fýsninni flögrar það stundum að manni, að öll þessi starfsstéttartré séu uppsprottin af þeim jarðvegi hégóma er varð gróðrarstíur embættis- og aðalsmannatala hér áður fyrr. Æði margar stéttir og hópar fólks í þjóð- félaginu ráðast nú í það að gefa út sin töl og á þetta vist að heita til gamans og fróðleiks gert. Sú staðreynd blífur samt, að þetta eru, og munu sennilega lengi vera, skrár og myndir af fólki sem nokkuð þykir til sin koma — þjóð- félagsstöðu sinnar vegna eða mennt- unar. Þess mun seint að vænta að út komi tal þeirra stétta er ekki getur tí- undað sérskólamenntun sína eða af- rek, önnur en þau að halda á skóflu eða flatningshnif og vinna sín erfiðu störf, sem eru þó þjóðfélaginu jafn verðmæt og hver önnur. Mannlegt samfélag verður víst seint það jafnt og réttlátt, að þar verði ekki einhverjum hampað fram yfir annan. Ástæðan fyrir þvi að þessar linur eru skrifaðar skal nú rakin og vona ég að menn lái undirrituðum þaðekki, þó hann gerist hvassyrtur á stundum, því hér er hneysklismál á ferð, þótt fæstir hafi eftir tekið. Er þjóðin orðin svona siðferðislega blind? Ein er sú stétt manna, sem nú hefur látið semja sér tal, en hefur engu til þess þurft að kosta sjálf, hvorki fé né fómfúsu starfi. Þetta eru alþingis- menn, er einfakllega réðu flokk manna á ríkiskostnað í mörg ár til þess að hnýta sér nýjan og veglegan geisla- baug, sem er nýtt alþingismannatal. Áður höfðu komið út tvennar slíkar þulur, en voru orðnar gamlar. Átyllan sem þingmenn notuð til þess að láta vefa sér þennan persónulega skart- kyrtil var 1100 ára búseta í landinu (þjóðhátíðarár 1974) og 100 ára af- mæli löggjafarvalds Alþingis. Gjafir eru ykkur gefnar, íslendingar; snyrtar ásjónur 611 þingmanna ásamt jafn- mörgum textum þar sem m.a. má lesa, að eitt sinn hafi 4 bræður vermt stóla Alþingis og tvisvar hafi þrír ættliðir skipað þingbekki. Þar er hins vegar ekki 'taHiró1 ið finna urr ■itjófmnála- skoðanir.tkki einu sinni flokksbóks'af þessara biæðia, feðra og sona, né annarra þeirra þingmanna, sem í ritinu sru. í viðtali i Timanum 1.9. 78 segir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli frá þvi að 3—4 menn hafi unnið að þessu verki meira og minna í meira en 5 ár, og er Halldór sjálfur einn þeirra. Þvi fer fjarri að ætlunin sé að deila á höfunda verksins sem slíka, né á nokk- urn hátt, enda eru þeir aðeins starfs- menn er vinna það verk sem þeim er falið. Höfundar eru sennilega manna færastir til þess að vinna slíkt verk, enda Þingmannatal 1875—1975 vísast eitt vandaðasta og bezt unna verk af sinni tegund hér á landi. Annað væri og næsta óeðlilegt, þegar haft er i huga, að ekkert virðist hafa verið til sparað. Höfundar eru svo miklir jafn- aðarmenn, að þeir skammta öllum sem jafnast textarými, hvort sem þeir sátu 30 ár eða 3 daga á Alþingi. Hall- dór býst við að ekki muni öllum líka slík vinnubrögð. Hér er sjálfsagt vand- rataður meðalvegurinn. Óþarfi sýnist að tíunda upp á ár og dag hvenær varaþingmenn hrukku inn og út af þingi (ártal hefði nægt) meðan séð er í svo rúmlitla upplýsingu sem flokks- bókstaf. Áðurnefnd tíundun sýnir þó ef til vill I hnotskurn hvers konar verk þingmannatalið og önnur slik töl eru — þurr upptalning i knöppu máli á jafnvel hinum ómerkilegustu hlutum. Hefði ekki verið nær að skrifa sögu Al- þingis á þjóðhátíðarári? Eins og HK segir í viðtalinu má að vísu sjá ýmsan fróðleik um þingmenn í ritinu en þetta er ekki saga Alþingis. Þetta er (að mati undirritaðs) ekkert annað en persónu- legur óður um þá stétt manna sem hlotnazt hefur að stiga fæti í þingsali — lengur eða skemur — burt séð frá þvi hvort þeir lögðu þar nokkuð til máls eðurei. t lok viðtalsins við HK kemur fram að meiningin sé að áfram sitji menn á kaupi við þann starfa einan að skrá persónusögu þeirra manna er inn á Al- þingi kann að bera. Sá grunur virðist læðast að Halldóri að einhver kynni að draga í efa nytsemi slíkrar iðju. Eins og til að benda mönnum á að þetta sé ekki einungis til gamans gjört færir hann fram þau (einu) rök til rétt- lætingar þessum starfa að gott sé að hafa á takteinum efni í minningar- greinar, hrökkvi menn skyndilega upp af, og útlendingar spyrji oft eftir persónulegum upplýsingum um þing- menn, fari þeir á ráðstefnur erlendis. Þessar röksemdir tala fyrir sig sjálfar. Að lokum: Það er hverri stétt manna eða hóp vissulega í sjálfsvald sett að gera eða láta gera sér slíkar skrár, sem hér hefur verið rætt um. Ég mótmæli þvi Hins vegar harðlega að skattfé mitt sé notað til þess að láta gera afrekaskrá og myndmót af ásjónu einstaklinga einhverrar stéttar eða hóps i þessu þjóðfélagi, og útgefið á bók þeim til dýrðar. Skiptir þá engu máli, hvort afþrykkið af andlitunum og myndatextinn er seldur upp i kostn- að. Að slikum hégóma verða menn að standa sjálfir. Það er skoðun mín að síðan ákveðið var að útvarpa ekki jarðarförum annarra en útvaldra og þar með stofnuð (i leyfisleysi?) aðals akademia (dauðans) I „stéttlausu” þjóðfélagi hafi ekki verið gerð önnur alvarlegri ráðstöfun af hálfu rikis- valdsins til þess að skilja milli manna og stétta eftir meintri virðingu en út- gáfa títtnefndrar bókar á rikiskostnað. Erhér mál að linni. Bréfritari telur, „að öll þessi starfsstéttartré séu uppsprottin af þeim jarðvegi hégóma er varð gröðrarstiur embættis- og aðalsmanna hér áður fyrr.” Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI 1439 H Heimilisborvél Mótor: 380 wött ■ Patróna: 10 mm Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn/mín. Höggborun: 0-36000 högg/mín. 1417 H. Heimiiisborvél Mótor: 420 wött Patróna: 13 mm Stiglaus hraöabreytir í rofa og tvær fastar hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn/mín. Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta, svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússi- kubbur og limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja við borvélina með einkar auðveldum hætti, svo nefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernd- uð uppfinning SKIL verksmiðjanna, Ekkert þaft að fikta með skrúfjárn eða skiptilykla heldur er patrónan einfaldlega tekin af, vélinni stungið í tengistykkið og snúið u.þ.b. fjórðung úr hring, eða þar til vélin smellur í farið. Fátt erauðveldara, og tækiðertilbúiðtil notkunar. Auk ofangreindra fylgihluta eru á boðstólum hjólsagarborð, láréttir og lóð- réttir borstandar, skrúfstykki, borar, vírburstar, skrúfjárn og ýmislegt fleira sem eykurstór- lega á notagildi SKIL heimilis- borvéla. ÞEIR, SEM VILJA VONDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboö á fslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FÁLKI n n SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stærðir af SKIL rafmagnshandverkfærum. Komið og skoðið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýs- ingum. Hvað finnst þér um bann listamanna á Kjarvalsstaði? Ólafur Guðmundsson hafnarrörður á ísafirði: Bannið! Ég veit það ekki. Vilja listamennirnir ekki ráða öllu. Ég held það. Spurning dagsins Jón Gunnlaugsson húsvörður I banka: Mér finnst sjálfsagt að allir fái að njóta Kjarvalsstaða. Mér finnst húsið ekki eiga að vera fyrir einn dauðan karl. Sverrir Gestsson, gerir ekkert eins og en Ef ég á að segja eins og er, þá er égekki nógu kunnugur málinu til þess að segja neitt um það. Jens Jensson, nemi I blikksmiði: Mér finnst fáránlegt að búa til heilt hús undir listamenn. svo er það ekkert notað. Bergsteinn Jónsson kennari: Mér finnst ekki gott að þurfa að gera þetta. Þeir hljóta að gera þetta i góðri trú og með fullum rétti. Vonandi leysa þeir þessa deilu sem fyrst. Kjarvalsstaðir er allt of gott hús til þess að láta það standa autt. Friðrik Kristinsson tæknifræðingun Ég hef litla skoðun á þessu máli. Held að þeir séu báðir jafn stífir á sinni meiningu. Þeir verða að mætast einhvers staðar á miðri leið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.