Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 12
BIAÐID
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsebn. Rhstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Rhstjómarfultrúi: Haukur Heigason. Skrifstofustjóri ritstjómar. Jó-
hannes Reykdal. íþróttir Halkir Simonarson. Aöstoðarfróttastjórar Atii Stalnarsson og ómar Vaidi-
marsson. Menningarmál: Aðabtainn Ingólfsson. Handrit Ásgrfmur Pálsson.
Blaðamsnn Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Siguiösson, Dóra Stefánsdóttir, EVn Afcerts-
dóttk, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hailur Hallsson, Helgi Pátursson, Jónas Haraldsson,
ólafur Geirsson, Ólafúr Jónsson. Hönnun: Guöjón H. Páisson.
Ljósmyndir Ari Kristinsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Höröur Vilhjáimsson,
Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormöðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreífing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Rltstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeHd, auglýsingar og skrifstofur Þverhotti 11.
AÖabimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2400 kr. á mánuði inqanbnds. i lausasöiu 120 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: HBmir hf. Slðumúb 12. Prentun:
Arvakurhf. Skeifunni 10. ,
Atvinnulýðræði gefst vel
Hugmyndir um atvinnulýðræði hafa
enn ekki vakið mikinn áhuga hér á landi.
Því veldur meðal annars, að flestir svo-
nefndir verkalýðsleiðtogar righalda í úr-
eltar kenningar marxismans. Áhugaleysis
gætti einnig í öðrum löndum, þegar lagt
var inn á þessa braut. Nú eru flestir á einu máli, jafnt
svonefndir hægri sem svonefndir vinstri menn, að at-
vinnulýðræði hafi gefizt vel í þessum löndum.
Vestur-þýzkur sérfræðingur í þessum efnum, Fritz
Voigt, var staddur hér fyrir skömmu og flutti fyrirlestur
um atvinnulýðræði í landi sínu. Vestur-Þjóðverjar hafa
nær þrjátíu ára samfellda reynslu af atvinnulýðræði. Það
hefur þróazt stig af stigi. Byrjað var i smáum stíl, en nú
hefur atvinnulýðræði fest rætur í meginhluta atvinnu-
lífsins. Starfsfólkið hefur þar fengið aðild að stjórnar-
ákvörðunum fyrirtækjanna.
Voigt lýsir hvernig almenningur hafði í upphafi lítinn
áhuga á slíkum hugmyndum. Innan verkalýðsfélaganna
ríktu efasemdir. Síðar tóku bæði jafnaðarmenn og kristi-
legir demókratar atvinnulýðræði á stefnuskrá.
Atvinnulýðræðið hefur að sögn Voigts bætt andrúms-
loftið á vinn.ustöðum, svo að jafnvel hinir róttækustu
hafa sannfærzt. Dregið hefur úr hvers konar vinnudeil-
um og verkföllum. Af bættu andrúmslofti hefur leitt
aukin framleiðni, sem kemur að gagni starfsfólki fyrir-
tækjanna, fyrirtækjunum sjálfum og þjóðarheildinni.
Forstjórar hafa komizt að raun um, að gagnlegt var,
að fulltrúar starfsfólks áttu þátt í ákvarðanatöku. Að
vísu hefur tekið lengri tíma en áður að komast að niður-
stöðum, en á móti hefur ákvörðunum verið tekið með
meiri skilningi en áður var. í aðalatriðum hafa
ákvarðanir miðazt við, að komizt yrði hjá framleiðslu-
tapi.
í kjarasamningum hefur komið fram aukinn skiln-
ingur verkalýðsfulltrúa á fjárhagslegri stöðu fyrirtækj-
anna. Kröfugerð hefur verið miðuð við raunveruleikann
en ekki keyrð svo, að leiði til langvarandi samningaþófs,
verkfalla og verðbólgu.
íslendingar standa langt að baki flestum eða öllum
grannþjóðunum um réttindi starfsfólks í þessum efnum.
Það, sem aðrar þjóðir telja nú frumstæð réttindi starfs-
fólks til að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt, aðbúnað og
stefnumótun þeirra fyrirtækja, sem það vinnur við,
hefur enn ekki náðst fram hér á landi nema í sáralitlum
mæli.
Stundum er talað um nauðsyn þess að gera umhverfið
manneskjulegra. Þetta á ekki aðeins við um skipulag' mál
heldur miklu fremur um vinnustaðinn. Með stækkun
fyrirtækja hér sem annars staðar smækkar hinn einstaki
starfsmaður. Hlutur hans verður tiltölulega minni.
Vinnustaðurinn getur orðið sífellt meira framandi. At-
vinnulýðræði er þáttur í viðleitni til að gera umhverfi
mannsins manneskjulegra.
Voigt bendir á, að samkvæmt kenningum marxismans
átti svonefnt auðvaldsskipulag að kikna undan eigin
fargi. Raunin hefur orðið önnur. Blandað hagkerfi, sem
ríkir á Vesturlöndum, hefur fært öllum almenningi stór-
lega bætt lífskjör. Það hefur orðið með tæknibyltingu,
gífurlega aukinni framleiðni og framleiðslu.
En í þessu tæknivædda samfélagi er hlutur manneskj-
unnar í hættu.
Atvinnulýðræði ætti að efla hér á landi, þó ekki með
stórum stökkum, heldur jafnt og þétt. Við getum varla gert
á svipstundu með góðum árangri það, sem aðrar þjóðir hafa
] róað á áratugum, stig af stigi.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978.
Barátta gegn útbreiddum bamasjúkdómi íBandaríkjunum:
„ Gemmérveikinni”
— sem sjónvarpsauglýsingar útbreiða óðf luga
Valdamikil nefnd lækna i Chicago
hefur nú lýst yfir stríði á hendur sjón-
varpsstöðvum og stórum viðskipta-
fyrirtækjum. Herferðin er fann til þess
að vernda milljónir bandarískra barna
frá sjúkdómi.semkalla má „gemmér-
veikina” eða gefðu mér veikina. Á
ensku er þessi nefnd kölluð „The
Gimmes”.
Ekki mun hægt að finna skilgrein-
ingu á sjúkdómi þessum i læknisfræði-
ritum eða sérfræðiorðabókum lækna.
Sjúkdómur þessi hefur komið til á
seinni árum er börn horfa dolfallin á
sjónvarpsauglýsingar og heimta síðan
að eignast þær vörur sem auglýstar
eru í sjónvarpinu.
Til þess að berjast gegn þessu krefst
læknanefndin þess að stjórnvöld banni
sjónvarpsauglýsingar sem stefnt er
beint til bama. Nefndin heldur því
fram að „gemmérveikin” hafi áhrif á
tilfinningalif alls fjölda bandarískra
barna, sem árlega sjá um 20 þúsund
slikar auglýsingar.
Formaður nelndarinnar, Saul J.
Robinson, sagði að tími væri kominn
til að stöðva markvissa innrætingu
barna með miður heppilegum sjón-
varpsauglýsingum. Hann sagði að
sjónvarpsauglýsingar, sem beint væri
til barna væru óréttmætar, þar sem
börn skorti hæfileika til að greina
kjarnann trá hisminu í sjónvarpsaug-
lýsingum.
Nefndin er fulltrúi fyrir 15 þúsund
lækna, sem hafa sérhæft sig í meðferð
barna. Og það er engin furða þótt þeir
beini spjótum sínum að sjónvarpsfor-
stjórum og stórfyrirtækjum í landinu.
Auglýsendur eyða meira en 500
milljónum dollara árlega í sjónvarps-
auglýsingar. Og sjónvarpsforstjórar-
arnir halda þvi fram, að minnki tekjur
þeirra af auglýsingum til barna, þá
þýði það niðurskurð á barnaefni í sjón-
varpi.
Auk þess fullyrða sumir sjónvarps-
menn, að alveg sé ósannað að sjón-
varpsauglýsingar hafi slæm áhrif á
börn. Þeir segjast alltaf taka sérstakt
tillit til barnatíma i sjónvarpi og draga
þá úr auglýsingum eins og mögulegt
sé.
Rétt er að geta þess, að auglýsingum
í sjónvarpi í Bandaríkjunum er skotið
inn i þætti, en ekki sendar út í sérstök-
um auglýsingatímum eins og tiðkast
hér á landi.
Helzt af öllu vildu nefndarmenn að
stjórnendur sjónvarpsstöðvanna
sýndu þá ábyrgð, að reyna ekki að ná
til barna i gegnum auglýsingar. En
þeir segja að jafnframt sé augljóst að
þetta sé ekki gert og þvi verði að grípa
til róttækra aðgerða eins og að banna
sjónvarpsauglýsingar, sem beint er til
barna.
Dr. Robinson heldur áfram: „Börn
eru varnarlaus gagnvart stöðugum
auglýsingaáróðri þar sem notuð er
fullkomin myndtækni og tónlist til
að ná sem beztum áhrifum.
Á 95% bandariskra heimila er eitt
eða fleiri sjónvarpstæki, svo Ijóst er að
fá börn sleppa frá þessum áhrifamikla
miðU. Ein könnun leiddi í ljós, að 9 af
hverjum 10 þriggja ára börnum þekkti
teiknimyndafigúruna Fred Flintstone
i sjónvarpsauglýsingum fyrir morgun-
verðarkorn.
Á laugardagsmorgnum sýna flestar
bandarísku sjónvarpsstöðvarnar
barnaefni í nokkrar klukkustundir.
Þetta efni er eingöngu rofið með aug-
lýsingum, sem eru venjulega tæpar 10
mínútur á hverri klukkustund. Talið
er að 25 milljónir barna i Bandaríkjun-
um horfi á þessar morgunstundir á
laugardögum, eða helmingur barna á
aldrinum að 12 ára.
Nefndin kennir sjónvarpsstöðvun-
um ekki eingöngu um „gemmérveik-
ina”. Hún viðurkennir að foreldrar
hafa úrslitavaldið og ráða hvaða efni
börnin horfa á. En jafnframt verður
að taka það með í reikninginn að
stöðugt færist i vöxt að báðir foreldrar
vinna utan heimilis og skilja því börn-
in eftir fyrir framan sjónvarpið.
En læknanefndin er ekki ein í bar-
áttunni gegn sjónvarpsauglýsingum til
barna. Foreldrahópar berjast gegn
auglýsingum dýrra leikfanga og
heilsuverndarsamtök berjast gegn aug-
lýsingum á mikið sykruðum vörum,
sem stórauka tannskemmdir barna.
Ein baráttukvennanna, Peggy
Charren, hefur lýst ástandinu þannig,
að nú sé svo komið, að ef allir hlutir,
sem auglýstir eru í sjónvarpinu, væru
keyptir, þá yrði bandariska meðalfjöl-
skyldan gjaldþrota.
„Gemmérveikin” meótekin.
Raunvextir var eitt af kosningamál-
um Alþýðuflokksins i sl. kosningum til
Alþingis og verða að vera ein af undir-
stöðum við mótun efnahagsstefnu
næstu ára, ef hún sér dagsins ljós.
Raunvextir er gott orð, en hefur
stundum verið túlkað þannig að verð-
tryggja þurfi sparifé að fullu til við-
bótar við einhverja lágmarksvexti, t.d.
þau 4% sem Seðlabankinn notar í
sinni viðmiðun nú. (Vextir + verð-
bótaþáttur vaxta). Slík verðtrygging,
sem myndi þýða vexti á miili 50 og 60
prósent í dag, gengur auðvitað ekki
nema að þvi marki að eftirspurn eftir
lánsfé haldist nægileg.
Því yrði óhjákvæmilegt að vextir
ákvarðist af framboði og eftirspurn
sparifjár, með fyrirvara um hámarks-
vexti. Seðlabankinn myndi áfram til-
kynna vexti og reglulegar breytingar á
þeim með tilliti til breytinga á lánsfjár-
markaðnum.
Mismunur á vöxtum hinna ýmsu
lána yrði þá, vegna mislangs lánstima
og misgóðra trygginga fyrir lánum,
eins og þar sem alvöru peningar eru i
notkun. Þannig ákvarðaðir vextir
verðskulda að kallast raunvextir.
Eftir hæfilegan aðlögunartima
myndu lán til húsbygginga og afurða-
lán verða að falla undir sömu lögmál.
Kjallarinn
Bergur Bjömsson
Lán til húsbygginga myndu væntan-
lega verða til tuga ára og hærra hlut-
fall byggingakostnaðar en nú er.
Hvað viðkemur afurðalánum
Verður að telja fáránlegt að niður-
greiða mest vexti til undirstöðuat-
vinnuvega þjóðarinnar, en það sýnir
glöggt þá hringavitleysu niður-
greiðslna sem við búum nú við og or-
saka að enginn veit hvað hlutirnir
kosta i raun og veru.
Ef það er nauðsynlegt í dag að
niðurgreiða stórlega vexti til sjávarút-
vegs, þá er það vegna pólitískra fjár-
festinga á undanförnum árum annars
vegar og misjafnlega vitlauss gengis á
ýmsum timum. Samhliða raunvöxtum
verður því að miða gengisskráningu
við framboð og eftirspurn gjaldeyris.
Hvað hafa neikvæð-i
ir v'-xtir orsakað?
Stærsta atriðið er hin gifurlega til-
færsla fjármuna frá sparifjáreigendum
til lántakenda, sem lántakendur bera
þó ekkf ábyrgð á heldur löggjafinn.
Þegar rætt er um breytingar á vöxt-1
um er sjaldnast gengið út frá því að
sparifjáreigendur eigi nokkurn rétt til
álagningar á sína vöru (frekar en
aðrir), oftar er talað um hugsanleg
áhrif á verðbólgu eða afkomu ein-
stakra atvinnugreina.
Neikvæðir vextir hafa dregið úr lífs-
kjörum þjóðarinnar með óarðbærri
fjárfestingu og rekstrarlánum til fyrir-
tækja sem ekki hafa eðlilegan rekstrar-
grundvöll og gætu ekki greitt raun-