Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978. 13 ■N HVERS VIRDIER 1. DESEMBER? Flestir vita hvers vegna 1. desember er talinn mikilvægur dagur í sögu þjóðarinnar. Sjálfstæðisbaráttan færði þjóðinni — öllum stéttum hennar — fullveldi. Með þvi er átt við að þjóðin átti sér eigin stjórn og yfirráð yfir flest- um meginþáttum þjóðlífsins. Barátta þriggja stétta íslenska þjóðfélagsins réði eftir þetta mestu um gang mála. t ljósi þessa var og er fullveldið 1918 stór áfangi á leið þjóðarinnar til raun- verulegs jafnréttis. Það er frekar hljótt um 1. desember ár hvert. Venjulega fá skólanemar frí en námsmenn í Háskóla íslands fjaUa um eitthvert málefni á fundi í Reykja- vík skv. gamaUi hefð. En þorri alþýð- unnar utan skólanna leiðir daginn hjá sér, enda hefur hann verið lítið annað en minningardagur, t.d. í fjölmiðlum. Annað inntak? Það var bamung íslensk borgara- stétt (auðstétt / nútima atvinnurek- endur) sem hafði forystu fyrir sjálf- stæðisbaráttunni á sínum tíma. Lítill hluti hennar vUdi reyndar áframhald- andi „samstarf’ við dönsku yfirstétt- ina. En í raun var það afl isl. bændaal- þýðu og lítillar verkalýðsstéttar sem skar úr um fullveldissigurinn. Þannig var það stéttabaráttan — átök borgarastéttar, smáborgarastétt- ar (millistéttar) og verkalýðsstéttar — sem spann söguna og knúði þjóð- félagsþróunina áfram. Með þvi að ísland var dönsk nýlenda átti verka- lýðurinn og millistéttin tíma — bundna samleið með þorra borgara- stéttarinnar. Eftir 1918 varð íslenska yfirstéttin ríkjandi stétt landsins. Enda varð það markmið hennar með sjálfstæðisbar- áttunni. Og þá hætti hún samtímis að gegna framsæknu hlutverki en varð afturhaldssöm. Varðveisla stöðunnar er hennar ær og kýr. Það er því skiljanlegt hvers vegna stjórnvöld og bakhjarlar þeirra gæða 1. desember bitlausu inntaki eins og nú er gert. íslenska borgarastéttin lifir á af- rakstri vinnu verkalýðs og flests vinn- andi fólks i sjálfstæðu landi. Erfitt er að neita því, en auðvelt að deila um hvort það sé óhjákvæmilegt eða ekki, réttmætt eða ranglátt o.s.frv. Skyldi nú þessi stétt ekki standa vörð um sjálfstæðið gegn erlendum stéttar- bræðrum sínum? Svarið krefst örlítillar athugunar á starfsemi borgarastéttarinnar. íslenska þjóðfélagið er komið á stig einokunar. Það merkir m.a. að æ færri auðhringar ráða með aðstoð banka- og rikisvalds- ins mestu um æ fleiri þætti efnahags- lífsins. Það táknar einnig að fjármagn er flutt út úr landinu og notað til arð- vænlegrar starfsemi erlendis. Þannig verður einokunin til þess að isl. at- vinnurekendur verða að kaupa sig inn á eða bola sér inn á markaði gegn svip- aðri aðstöðu hérlendis. Erlendir auð- hringir eru auðvitað í sömu stöðu og þeir íslensku og ásælast markaði, vinnuafl, hráefni o.fl. hvar sem hagn- aðarvon er. Á stigi einokunar eykst sem sagt ásælni auðvaldslanda inn- byrðis og gagnvart 3. heiminum. Á íslandi er hún mikil og dagvaxandi. Hvað alþýðuna varðar verður ein- okunarþróunin til þess að alþýðan á aukna samleið með stéttarbræðrum sinum erlendis. Vegna alls þessa hefur 1. desember í raun annað og nýtt inntak en áður var lýst. Nú á tímum er dagurinn baráttu- dagur fyrir varöveislu þess sjálfræðis sem þjóðin hefur. Baráttan er a.m.k. tvíþætt. Veita þarf baráttu gegn arð- ráni íslendinga erlendis gott fulltingi. Hér heima fyrir verður að skipuleggja og efla baráttu gegn allri erlendri ásælni — pólitískri, efnahagslegri, hernaðarlegri og menningarlegri. Hvort tveggja er forsenda þess að þjóðfélagsbarátta framsækins fólks sé sigursæl. Vörn sjáKræðisins Af hverju stendur íslenska borgara- stéttin ekki vörð um sjálfræði þjóðar- innar? NATO-aðild, erlend herseta, daður við auðherrana í Kreml, erlend stóriðja, erlend lán o.fl. sýna aö hún hvorki vill það né getur. Hún getur það ekki vegna þess að gróðasókn hennar og kreppusveiflur efnahagskerfisins útheimta erlent fjár- magn og erlenda hervernd. Hún getur það ekki vegna þess að hún verður að kaupa sér velvilja erlendis með iviln- unum handa erlendum aðilum. Hún vill það ekki vegna þess að hún verður að treysta stöðu sina og standa gegn framsókn verkalýðsins og ann- arrar alþýðu. Það liggur þvi í hlutarins eðli að ein- AriT. Guðmundsson ungis verkalýðsstéttin — stéttin sem stendur i algjörri andstöðu við borgarastéttina — getur og vill verja sjálfræðið. Það gerir hún með því að virkja eigið afl og sem stærstan hluta millistéttarinnar. Tilgangurinn er sá að hafa skilyrðin fyrir baráttu verka- 'lýðs og alþýðu fyrir nýju þjóðfélagi sem best — þ.e. að Island haldi stöðu sinni sem sjálfstætt þjóðríki. Hættaná styrjöld Tvær heimsstyrjaldir hafa orðið á þessari öld. 1 styrjöldunum reyndu stærstu riki auðvaldsheimsins að endurskipta heiminum í áhrifasvæði. Svona stríð eru óhjákvæmileg meðan heimsvaldastefna auðvaldsins er við lýði. III. heimsstyrjöldinni voru það „hungruðu” heimsveldin, Þýska- land, ttalía og Japan, sem voru árásar- aðilarnir. Gegn þeim háði alþýðan of, þjóðir svonefnds andfasísks bandalags réttmæta baráttu með sósíalísku Sovétrikin sem kjölfestu. í nágrannalöndum okkar varð til á þessum árum samfylking verkalýðs, annarrar alþýðu og hluta borgaraafl- anna gegn fasismanum, t.d. i Noregi. Við höfum hyllt baráttu hennar og við höfum fagnað ósigri fasismans. í rúm 30 ár hafa nú verið eins konar friðartimar, þrátt fyrir staðbundin strið. Margt hefur breyst á meðan. Bandarikin urðu risaveldi, sem fór með ofbeldi víða um heim, en arðráns- og kúgunarkerfi var endurreist í Sovét- ríkjunum á 6. áratugnum. 1 framhaldi af því hafa svo þessir sjálfskipuðu þjóðardrottnar tekist á um yfirráð mjög víða, um markaði, hráefni, víg- stöðu o.s.frv. Og gangur heimsmála sýnir okkur glöggt að það eru Sovét- ríkin sem eru á höttunum eftir „lífs- rými” og gerast æ ófyrirleitnari meðan Bandaríkin eiga meir i vök að verjast heima og heiman. Átök risaveldanna stefna óðfluga til styrjaldar. Hún yrði alþýðu manna enn erfiðari og þyngri í skauti en hinar tvær. Þetta eru lítið skemmtilegar fram- tíðarspár, en raunsæjar engu að síður, þó menn voni að ekkert þessu líkt geti gerst. Gegn stríðsundir- búningnum Eitt er að varðveita sjálfræði þjóðarinnar i styrjöld og eftir hana, en annað að gera slíkt nú. Núna hlýtur markmiðið að vera að verjast#rlendri ásælni og andæfa vígbúnaðarkapp- hlaupi og striðsundirbúningi risaveld- anna. Til þessa þarf a.m.k. tvennt. Annars vegar verður að afhjúpa falskar friðar- prédikanir risaveldanna og eðli þeirra sjálfra. Samtimis verður að fræða fólk um styrjaldarhættuna. Hins vegar verður að mynda samfylkingu innan- lands gegn báðum risaveldunum og öllum tilraunum þeirra til þess að koma ár sinni fyrir borð hér — þ.á.m., fyrir úrsögn úr NATO, brott-vísun hersins og andstöðu við Sovétríkin. Samtímis verður að styðja myndun samfylkingar meðal þjóða og stétta erlendis gegn risaveldunum, þar sem kjölfestan er 3. heimurinn og þá sér- staklega Kína. „En hvað um varnir landsins?” spyrja menn. Varnir lítils rikis eru ekki tryggðar með NATO-aðild, trausti og sam- vinnu við Sovétrikin eða með „friðlýs- ingum”. Eina raunverulega vörnin felst i fjöldabaráttu gegn sérhverjum innrásaraðila, það sýna nær öll dæmin úr I og II heimsstyrjöldinni. Síðast en ekki síst verður að gjörbreyta og marg- efla almannavarnir á lslandi sem allra fyrst. 1. desember- hreyfingin Visir að samfylkingu gegn risaveld- unum og til varðveislu sjálfræðis þjóðarinnar varð til fyrir l. des. í fyrra. Hélt hún fjölmennan fund i Reykjavík. Samtök herstöðvaandstæðinga þjóna ekki sem samfylking þessarar tegundar — þau einblína á NATO og bandarisku herstöðvarnar og starfa mjög ómarkvisst að stefnumiðum sínum. Hér er ekki verið að afneita starfi innan Samtaka herstöðvaand- stæðinga þegar þau hreyfa sig fram á við, en samtökin verða aðeins hálf- drættingur án baráttu gegn hinu risa- veldinu. I. desember-hreyfingin er vísir að alhliða og réttri baráttu að mínu mati. Auk þessa er um að ræða samfylkingu einstaklinga þó svo að hún staríi ekki allt árið um kring. I. desember-hreyfingin vill sam- vinnu við sem flesta. Með henni getum við gert 1. des. að baráttudegi að nýju — í samræmi við aðstæður og stöðu okkar. Þriðjudaginn 7. nóvember og fimmtudaginn 23. nóvember nk. verða starfsfundir hreyfmgarinnar að Hótel Esju kl. 20.30. Ari T. Guðmundsson Okkar blandaða hagkerfi er tilviljanakennt stjómleysi vexti. Samhliða neikvæðum vöxtum hafa verið í gildi fáránlegar hömlur á arð af hlutafé, sem hafa hindrað fólk í að fjárfesta i atvinnurekstri nema þvi aðeins að um sé að ræða stóran eigna- hlut og önnur ráð til þess að ná ein- hverju út úr rekstrinum. Þetta orsakar að fólk eyðir fé sínu í hvað sem er frek- ar en að leggja fyrir og meira en það, kaupir með ýtrustu afborgunum. Sú stefna Lúðvíks og félaga, að lækka vextí enn frekar en nú er, er því þjóðhættuleg niðurrifsstefna sem mundi auka á þann neikvæða sósíal- isma sem hér ríkir á æ fleiri sviðum. Neikvæðan sósialisma kalla ég það að á sama tíma og við höfum litinn sem engan áætlunarbúskap eins og tiðkast i alvöru kommúnistaríkjum (vísir að áætlunarbúskap eru fjárlög sem stand- ast að jafnaði illa og eru gerð upp með halla), þá tekur rikið að sér að ákveða verð á fjármagni og hverjir fá það lánað, ákveða gengi og álagningu og útsöluverð ýmiss konar. Samhliða raunvöxtum eða fljótlega í kjölfar þeirra verður gengisskráning að miðast við framboð og eftirspurn gjaldeyris jafnframt sem álagning á vöru og þjónustu verður að gefa frjálsa til þess að tryggja hámarksarð- semi. * Þetta svokallaða blandað hagkerfi okkar er búið að sýna sig í þvi að vera án arðsemissjónarmiða að mestu, hvorki kommúnismi né kapitalismi heldur tilviljanakennt stjórnleysi. Samhliða þvi að eðlileg arðsemis- sjónarmið yrðu tekin upp i viðskiptum með innlent og erlent fjármagn og álagning yrði gefin frjáls að mestu, ætti hlutverk ríkisvaldsins í þessum málum að vera eftirlit gegn alls konar hringamyndunum og hömlum á sam- keppni með þungum viðurlögum við brotum þar á og upplýsingaraðili um alls konar útsöluverð, þ.m.t. saman- burð á erlendu og innlendu verðlagi. Á meðan ráðamenn þjóðarinnar viðurkenna ekki í verki að fjárlög með halla sem þar að auki hækka meira milli ára en sem nemur verðbólgu (sama máli gegnir með sveitarfélög) auka verðbólgu. Á meðan ráðamenn viðurkenna ekki heldur að öll erlend lán hljóta að auka á verðbólgu nema á móti komi innlendur sparnaður. Á meöan kaupgjaldsvísitalan tekur jafnt mið af erlendum sem innlendum hækkunum án tillits til greiðslugetu atvinnuvega, þá er ekki vænlegt að biða eftir því að verðbólgan minnki af sjálfu sér, heldur ættum við að koma hér á raunvöxtum meðan við bíðum, vegna þess að það er réttlætismál, framfaramál og örugglega eitt af með- ulum við verðbólgu. Því vona ég að Alþingi beri gæfu til að samþykkja frumvarp þess efnis, sem nú hefur verið lagt fram af Vil- mundi Gylfasyni og fleiri Alþýðu- flokksmönnum. Bergur Bjömsson bankafulltrúi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.