Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978. S tátborðbúnaður. 24 stk. í gjafakassa nimÉiPi á aðeins kr. 6.900.- MQpipjKÍÖI Póstsendum NfffTÍÍI MAGNÚS GUÐLAUGSS0N i n n-,FT nnsn^ ÚR VALSÍMI 50590 Strandgötu 19 fnniiiiiiii nrujuuiii Hafnarfirði Oskum eftir að ráða mann á verkstæði okkar, helzt vanan blikksmíði og suðu. Uppl. hjá verkstjóra. Bíbvörubúðin Fjöðrin hf.. Grensásvegi 5, sími 83470. —SELJUM ENN---------------------- Nokkrar lítið útlitsgallaðar rafeindaklukkur með vekjara. Klukkurnar eru ífullkomnu lagi ogseljast með góðum afslætti. Síðustu birgðir. Látið ekki happ úr hendi sleppa. — Komið á söluskrifstofu vora, Ármúla 5, 4. hæð. RAFRÁS S/F.- AUGLÝSINGASALA, HÁLFS DAGS VINNA Útgáfufyrirtæki óskar eftir að ráða starfskraft til vinnu 'kl. 9—12 fyrir hádegi við sölu á auglýsingum. Við leitum að áhugasömu og hugmyndaríku fólki. Um- sóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Dagblaðsins merkt „Auglýsingasala strax”. —^ m ÉGERSVO SKELFING HBMAKÆR! —segir vitavörðurinn, sjávarbóndinn og skyttan Axel Torarensen, 73 ára, f rá Gjögri. — í síðustu viku kom hann ífyrstu heimsóknina til höf uðborgarinnar, og raunar f yrsta sinn út fyrir sinn hrepp Axel Thorarensen, sjávarbóndi og vitavörður í Gjögri, þeirri fornfrægu veiðistöð, er nú kominn yfir sjötugt. Hann hefur róið til fiskjar síðan hann fór að geta valdið ár og er fræg skytta á tófu og sel. En hann hefur lítið lent í ferðalögum og hafði varla komið út fyrir hreppinn sinn þegar veikindi hröktu hann til Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum. Á grænum ullarsokkum og gúmmískóm gengur hann nú á malbiki höfuðborgar sinnar í fyrsta sinn. Allir lifshættir Axels og sú barátta sem hann hefur mátt heyja við brjálaða norðanstorma, rjúkandi brim og heim- skautamyrkur til að afla fanga handa stórri fjölskyldu, er miklu líkari sögu frá fyrri öldum en nútímalífi. En þeir sem þekkja mun á sæbörðum granítklöppum og holsteinsvikri geta skilið hvað við er átt þegar honum er likt við það fyrra. Það var spennandi að fá að fara með honum í skoðunarferð um borgina. Einn daginn ókum við af stað ásamt Bjarnleifi Ijósmyndara. Gjögur er í Strandasýslu, Árneshreppi og við spurðum Axel hvort hann hefði ekki að minnsta kosti brugðið sér ein- hvern tima til ísafjarðar. „Nei, biddu fyrir þér. Heldurðu, að ég fari svo langt? Ég er svo skelfing heima- kær.” Það var víst óhætt að segja. Og ekki hefur eirðarleysið þjakað hann, að fara ekki út fyrir sveitina sina i 70 ár. Og þó er flugvöllur milli bæjarins og vitans í Gjögri! Hann yrði áreiðanlega hrifinn af hinni stórbrotnu Hallgrimskirkju, ekki mundu þeir eiga neitt henni líkt fyrir vestan, hugsuðum við og keyrðum upp Skólavörðustíginn. „Þarna sérðu Hall- grimskirkjuturninn,” sagði Bjarnleifur ljósmyndari og benti. „Finnst þér hann ekki tilkomumikill?” höfðum vonað að Strandamenn væru ennþá göldróttir heiðingjar. „Eruð þið frá ykkur?” sagði hann stórhneykslaður. „Þessir menn sem brenndir voru, og einn þeirra á reyndar að hafa verið brenndur rétt hjá Gjögri, þeir voru bara betur gefnir en almennt gerðist og þvi fengu þeir ekki að vera í Axel Thorarensen hlær dátt þegar Sigurður Gislason á Hótel Borg skorar á hann að koma fljúgandi suður I vor til að vera á átthagamóti þeirra Strandamanna. „Og ég sem aldrei hef komið upp I flugvél á ævi minni,” segir Gjógurbóndi, „en það getur svo sem vel verið að ég komi.” FREEPORTKLUBBURINN auglýsir námsstyrki í janúar 1979 veröur veittur styrkur úr styrktar- og fræöslusjóöi Freeportklúbbsins. Til ráöstöfunar veröa aö þessu sinni kr. 500.000.00. Styrkurinn veröur veittur í einu lagi, miöaö viö aö minnsta kosti 6 mánaöa námsdvöl viö viöurkennda áfengismálastofn- un erlenda, eöa tveir styrkir á kr. 250.000.00, miöaö viö 3ja mánaöa lágmarksnámsdvöl viö tilsvarandi stofnanir. Umsóknir meö sem nákvæmustu upplýsingum um viökomandi, áætlaöa námsdvöl og framtíöaráætlanir, sendist formanni Freeportklúbbsins, Tómasi Agnari Tómassyni, Markarflöt 30, 210 Garöabæ, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 1. desember næstkomandi. Garöabæ 31. október 1978 STJÓRN FREEPORTKLÚBBSINS Hallgrímskirkja og Gjögurviti Hann hefur svo sem haft nóg að gera heima. Það var marga munna að metta, þvi börnin urðu sjö, sem upp komust. Konan hans, Agnes Gisladóttir, er lika ættuð frá Gjögri, en hún er meira fyrir að lyfta sér upp og fer oft að heimsækja dæturnar, sem hafa gifzt og flutt í burtu. En synirnir taka við bújörðinni, bátnum og vitanum, alveg eins og Axel á sinum tíma tók við þessu öllu sjálfur úr hendi föður síns. Og hann áreiðanlega frá sin- um föður og þannig koll af kolli allt aftur á landnámsöld, finnst manni hljóti að vera. Við spurðum Axel hvort hann langaði ekki að sjá styttuna af stéttar- bróður sínum, sjómanninum Leifi heppna. Þótt sá síðamefndi væri reyndar meira fyrir flakkið. Jú, honum leizt vel á það. Hann sagði að alltaf kynni hann nú bezt við sig á sjónum og ekki langaði sig að flytjast á mölina. En mikið lifandis skelfing væri Reykjavik falleg á kvöldin, þegar öll ljós væru kveikt í nóvember- myrkrinu. Hann hafði kvöldið áður verið í Breiðholtinu og átti ekki orð til að lýsa hve fagurt hefði verið að horfa yfir borgina. „O, ekki er þetta eins hátt og Gjögur- vitinn,” sagði Axel og lét sér fátt um finnast. Hann er samt sanntrúaður og fer oftast til kirkju þegar presturinn frá Hólmavík kemur að messa. Þetta olli okkur nokkrum vonbrigðum, þvi við friði. Þið megið vera viss um að i Ámes- hreppi er ekki né hefur nokkurn tíma verið einn einasti galdramaður, ekki frekar en hér í Reykjavík.” Að vísu hafði tengdafaðir hans verið meðal þeirra sem á sinum tima sáu hið dularfulla Ijós á Gjögri og liktist það Gjögur liggur á „hala veraldar”, en hefur lengi verið fengsæl veiðistöð. (Mynd: Tíminn)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.