Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 16
16
MARKAÐURINN
GRETTlSGdTU 12-18
Sýningarsvœði úti sem innL
sími 25252
Mazda 818 coupé ’74. Grænn, ekinn
51 þ. km, segulband. Verð kr. 1700
þús.
Ddoge Ramcharger 1977, ekinn 13
þús., útvarp, blásanseraður, 8 cyL,
beinskiptur. Verð 6.5 millj.
Citroen D Super 1974, ekfain 81 þns,
útvarp. Skipti á dýrari bil. Vérð 1980
þús.
fega. Svartur, V-8, sjálfsk., vél 350
c. sportfelgur. Skipti möguleg. Verð
millj.
VW Golf L ’76. Rauður, ekinn 35 þ.
km, 4ra dyra. Verð kr. 2.8 millj., skipti
á ódýrari bil (má þarfnast viðgerðar).
Opel Commandore GT ’71. Hvitur, 6
cyL, beinsk., aflstýrí, mjög gúður blll.
Verð 1550 þús. Sldpd.
Dodge Power Wagon ’76, m/lausu
plasthúsi. 8 cyL, sjálfsk. (318), aflstýri
og -bremsur, ekinn 23 þ. m. Kvatra-
trak. Verð 4.7 millj. Skipti möguleg.
Fiat 127 *73. Gðður bill. Verð 680
þús., góð lán.
Wlllys Wagoneer 1974,
skiptur með/öllu, útvarp. Verð 3,4
miili.
Volga ’73. Rauðbrún. FaUegur bill.
Mikið yflrfarínn. Góður bill. Verð 950
þús.
Audi Avanti 100 LS ’78. Grænn, ekinn
4 þús. km, útvarp. GlæsUegur bill, sem
nýr. Verð 5.8 m. Kostar nýr 6.5 mUlj.
Austin AUegro ’77. Brúnsanseraður,
ek. 30 þús. km. Fallegur bill. Verð
2350 þús.
Chevrolet Suburban 1974.11 farþega.
8 cyL, beinskiptur. Ný dekk, gott
lakk, teppalagður. Toppbfll. Verð 5,5
millj.
Saab 99 GL. ’77. Drapplitaður, ekinn
26 þ. km. BilUnn er sem nýr. Verð 43
millj.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978.
FIMM FRAM-
SÆKNIR
Flestir telja að það sé að fara í
geitarhús að leita ullar að ætla sér að
finna góða list á skólasýningum. Þó
man ég eftir einni slíkri sýningu frá þvi
i vor, sem hafði á sér blæ talsverðrar
þekkingar, þroska og þjálfunar, aldrei
þessu vant. Hér á ég við vorsýningu
Myndlistarskóians við Freyjugötu, i
Casa Nova. Ég veit satt að segja ekki
hverjum ber að þakka það yfirbragð
— röggsömum kennurum og óvenju
áhugasömum nemendum. Nú hafa
fimm þeirra sem þar útskrifuðust með
láði tekið sig saman og halda samsýn-
ingu i GaUerí SÚM sem stendur til 7.
nóvember og verða þeir sem voru
hrifnir í vor eflaust ekki fyrir von-
brigðum þar.
Gagnvönduð
vinnubrögð
Þetta er hógvær og góð hugmynd;
að leggja út á „markaðinn” með vel
völdum verkum á samsýningu í stað
þess að gína yfir stórum sal með 150
verkum. Sá eini listamannanna sem
haidið hefur einkasýningu er Guðrún
Svava Svavarsdóttir, en hún hefur
einnig verið ötul í leikhúsi við sviðs-
myndagerð og búningahönnun. Guð-
rún hefur lagt fyrir sig raunsæja
túlkun á fólki og umhverfi og aðals-
merki hennar hefur jafnan verið gagn-
vönduð vinnubrögð. Nú breytir hún
til á skemmtilegan hátt og gerir tnynd-
raðir af blómum, afar fíniega teikn-
uðum og lituðum og lúta þær ákveðnu
niðurröðunarkerfi — þannig að viss
„konsept” áhrif eru þarna einnig í spil-
inu að manni finnst.
Mikil stökk
Fyrir mína parta var mestur bógur í
ummyndun hennar á mannshöndinni
í einu verkinu. En listakonan má gæta
sin á því að vera ekki of varfærin, svo
myndefni missi ekki allan slagkraft.
Það er einkennileg tilfinning að skoða
þessi verk Guðrúnar Svövu — þau
eru í raun svo gamaldags að þau gætu
verið framúrstefna ...
Ásrún Tryggvadóttir hefur ekki
sýnt áður nema á skólasýningum.
Hún hefur tekið mikið stökk i list
sinni — byrjar sem teiknari, stundar
málverk og þróast svo skyndilega yfir i
verk úr blönduðum efnum. Þau eru
það besta sem ég hef séð frá hennar
hendi og hér hefur „konsept” hugs-
unarháttur hjálpað henni í rökfastri
meðhöndlun á afmörkuðu stefi, þ.e.
hugmyndinni „veður” — en veðrátta
er hvergi eins óútreiknanleg og á
Suðurnesjum eins og menn vita. Nú
ætti Veðurstofan að vera stórtæk og
eignast einhver þessara verka.
Þekkileg
Brynhildur Ósk Gísladótdr vinnur meö
klippimyndir sem hún blandar teikn-
ingu og hún hefur einnig haft vit á því
að einbeita sér að fremur þröngu sviði
— aðallega eyrum og augum. Þetta
eru þekkileg verk og vandlega unnin,
en sýnast fremur vera stílæfingar en
boðberar alvarlegs inntaks. Ólöf Birna
Blöndal er afbragðs teiknari og væri
örugglega talsverður liðsauki í íslensk-
um bókaskreytingum. Hún hefur ein-
stakt lag á því að festa á blað hreyfing-
ar fólks, hvernig það hengir haus,
teygir sig, stendur i fæturna o.s.frv. og
án efa á hún éftir að þroska list sína
yfir í skilning á sálarlífi fólks, sem
lyftir öllum listaverkum í hærra veldi.
Mikils að vænta
Hilmar Guðjónsson er einna róleg-
astur sýnenda — ekki aðeins að því
leyti að hann teiknar „bara” hús,
heidur vegna þess að þau verða vart
meira en skrásetningar í meðförum
hans, þótt vel sé teiknað, auk þess sem
þau bera nokkurn svip af iæriföður
Hilmars, Hringi Jóhannessyni. En
þetta er sýning sem er allrar athygli
verð og gefur til kynna að mikils sé að
vænta af þessu listafólki í framtíðinni.
Hún er opin frá 16—22 alla daga og á
að ljúka 7. nóvember.
Ásrún Tryggvadóttir —
„Útvalin minning”, 1978
Ólöf Birna Blöndal
— „Fótaferð”, 1978
* \
Myndlist
AÐALSTEINn
INGÖLFSSON