Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÖVEMBER 1978. New-York blöðin koma út eftir 88 daga verkfall Lokið er 88 daga verkfalli við tvö stærstu blöð New York, New York Times og New York Daily News, og ættu þau að verða til sölu á götunum seinni partinn í dag eftir 88 daga útkomustöðvun, að sögn Georg McDonald, foringja verkfallsmanna, í gærkvöldi. Hann sagði, að meðlimir verkalýðs- félaganna, sem í hlut áttu, hafi fengið fyrirmæli um að snúa aftur til vinnu eftir að staðfestur var á allsherjarat- kvæðagreiðslu samningur, sem félögin höfðu gert við útgefendur. t gær og fram eftir nóttu fóru fram atkvæðagreiðslur í félögunum. 1 þeim eru pressumenn, setjarar, pappírs- menn og vélamenn. Víst var talið að öll félögin myndu staðfesta samnings- drögin. Starfsmannafélögin við The Times, sem fóru i verkfall i fyrradag, hófu atkvæðagreiðslur í gær um nýjan samning í stað þess, sem fór úr gildi hinn 31. marz sl. en þá hafði náðst samkomulag eftir næturlanga fundi um ágreiningsatriði. Starfsmannafélögin, sem i eru starfsmenn á ritstjóm og auglýsingum og dreifingu hófu verkfall rétt um það leyti, sem blöðin virtust vera aö undir- búa útkomu á ný eftir í fyrrihluta síðustu viku. En þá hafði náðst sam- komulag í öllum aðalatriðum i prentaradeilunni, sem urðu orsök verkfallsinsíbyrjun. Starfsmannafélögin leystu upp verk- fallsvörzlu sina snemma í gærkvöldi. Verkfallsverðir höfðu þá slegið hring um miðstöðvar blaðanna. Prentaraverkfallið stöðvaði útkomu þriggja stærstu dagblaða New York hinn 9. ágúst sl. vegna deilu út af atvinnuöryggi, sem prentarar töldu ógnað með nýjum tæknibúnaði. Nýju samningarnir tryggja atvinnu- öryggi þeirra, sem í prentsmiðjunum starfa en gera ráð fyrir að dregið verði úr starfsmannafjölda 1 áföngum, er þeir hætta vegna starfsaldurs, sem nú eru í starfi. Eina síðdegisblaðið hóf útkomu sina á ný, eftir að ástralski blaðakóngurinn, Rupert Murdoch, náði sérsamningum við samtök blaðastarfsmanna. Lengsta blaðaverkfall, sem um getur i sögu New York-borgar stóð í 114 daga. Þá stöðvaðist útkoma allra niu blaðanna, sem þá voru gefin út í borginni. Þetta var síðast á árinu 1962 ogí ársbyrjun 1963. I tbúar New York eiga nú von á að fá blöðin sín á ný. Bónaður skallinn Kojak kallinn þarf ekki að fara á hárgreiðslustofur, en skallann þarf að búna vandiega. Það er raunar ekki raunverulegur skalli meistarans, sem þarna fær sina meðferð, heldur stðrt auglýsingaskilti, sem fengur þykir i að Telly Savalas prýði. Og það er einhver gæðadrykkur sem lögregluforinginn mæUr þarna með. Það mun nú hver síðastur fyrir okkur að fylgjast með kappanum, því sýningum á Kojak fer senn að Ijúka i íslenzka sjðnvarpinu. En honum bregður þó stundum fyrir á skjánum i öðrum hlutverkum og nú á laugardag gafst sjðnvarpsáhorfendum kostur á að berja kappan augum i dellumynd með Ginu Lollobrigid u. lowa: Milljarðatjón í stórbruna — tíu létust og f imm slösuðust A.m.k. tíu manns létu lífið og fimm slösuðust er mikill eldur kom upp í stór- verzlun í Des Moines í Iowa í Bandaríkj- unum i gær. Stórverzlunin var full af nýjum varningi til jólánna og er tjónið metið á marga milljarða króna. Eldurinn kom upp kl. 9.30 að staðar- tíma, u.þ.b. tveimur og hálfri stundu áður en opna átti verzlunina. Þeir sem komust út úr húsinu sögðu að gassprenging hefði orðið og allt orðið alelda á svipstundu. Eldurinn brann í sex og hálfa klukku- stund áður en slökkviliðsmenn náðu tökum á honum. Þá fyrst komust slökkviliðsmenn inn í húsið. Aðeins var hægt að þekkja tvö af hinum tíu líkum, þar sem hin voru nánast alveg brunnin. Dollarinn rís enn Mestu óeirðir í Iran í valdatíð keisarans —f orsætisráðherra landsins sagði af sér í gærkvöldi. — Ströng herlög í gildi Dollarinn er enn á uppleið eftir aðgerðir Carters i síðustu viku til að berjast gegn stöðugu falli dollarans. Er gjaldeyrismarkaðir opnuðu i Japan var dollarinn jafnvirði 188.50 yena, en í lok október varð fall dollarans mest. Þá jafn- gilti hver dollari 175.50 yenum og hafði verðið á dollaranum aldrei verið lægra frá stríðslokum. Verðfall dollarans frá þvi snemma árs 1977 og þar til í lok októbermánaðar nam um 40%. En eftir aðgerðir Cartes, sem meðal annars fólu i sér vaxtahækkun í 9.5%, hefur dollarinn stöðugt hækkað og er nú hærri en hann hefur verið i mánuð. Yfirvöld í Iran hafa lýst því yfir að herlögum verði harðar fylgt eftir í landinu i kjölfar mestu óeirða gegn stjórn Iranskeisara á 25 ára valdaferli hans. Herlögin voru sett í því skyni að koma í veg fyrir fundahöld og óeirðir andstæðinga keisarans en i herlögun- um felst að ekki mega fleiri en þrir 'koma saman til fundar. Talin er hætta á því að lög þessi hafi blóðbað í för með sér, ef andstæðingar keisarans láta sér ekki segjast og efna til fjölda- funda og mótmæla. öllum skólum hefur verið lokað eftir daginn í gær, þegar andstæðingar keisarans fóru um götur og kveiktu í fjölda bíla, tóku upplýsingaráðuneytið og kveiktu í brezka sendiráðinu í Teheran. Þúsundir uppreisnarmanna fóru í flokkum um borgina, kveiktu í bönkum, lögreglustöðvum, kvik- myndahúsum og a.m.k. einu stóru hóteli. Alger múgsefjun ríkti. 1 gærkvöldi mátti víða heyra skot- hríð frá vélbyssum, þar sem herinn var kominn til þess að fylgja harðari herlögum eftir. Yfirvöld í lran hafa reynt undan- farna tvo mánuði að ná tökum á and- stæðingum stjórnarinnar. Hundruð manna hafa verið drepin síðan herlög gengu fyrst í gildi i landinu hinn 8. september. Hver svo sem fær embættið, á fyrir höndum erfitt verk. Athafnalíf landsins er að miklu leyti lamað vegna vearkfalla í olíuiðnaðinum, sem er undirstaða alls efnahagslífs lrans. Afköst í olíuiðnaðinum eru nú aðeins helmingur þess, sem er í eðlilegu ástandi. Ekki er talið að harðar aðgerðir hersins muni bæta ástandið i landinu. Leiðtogar uppreisnarmanna hafa lýst yfir því, að þeir muni hefja heilagt stríð gegn keisaranum ef hemum verði beitt afölluafli. Óeirðirnar í gær eru hámark þess Andstæðingar keisarans veltu m.a. um bilum i Teheran. Forsætisráðherra írans, Jaafar Sharif-Emani sagði af sér í gærkvöldi, eftir aðeins tiu vikna setu i embætti. Ekki hefur verið gefin út nein opinber tilkynning vegna uppsagnar hans. Ekki er vitaö hverjum íranskeisari mun fela stjórnarmyndun, en stum var að því leitt í gær, að næsta stjórn yrði blönduð satjórn hers og borgara, undir stjórn borgaralegs forsætisráð- herra. Ali Amini fv. forsætisráðherra hefur verið nefndur í þvi sambandi. Verði hershöfðingja falin stjórnar- myndunin er talið að Cholan Ali Oveissi verði fyrir valinu, en hann hefur stjórnað hernaðaraðgerðum siðan herlög voru sett. ofbeldis sem ríkt hefur í lran undan- fariö ár. Óánægja með stjórn keisarans er mjög útbreidd meðal íbúa Irans sem eru 34 milljónir talsins. Talið er að undanfarið ár hafi allt að fjögur þúsund manns látizt i átökum hers og andstæðinga keisrans. Andstæðingar keisarans eru studdir af öllum stjórnmálahópum og leiðtogum Múhammeðstrúar í landinu. England: Hringekjustóll slasaðifjölda áhorfenda Stálstóll i hringekju i sirkus i Cosham í Englandi, losnaði og skall til jarðar. Fyrir neðan hringekjuna var fjöldi manna og lézt ein stúlka og 19 manns slösuðust. Mannfjöldinn var saman kominn til þess að horfa á flugeldasýningu og skemmta sér er stóllinn losnaði. Hann hentist upp í loftið og féll síðan ofan á mannfjöldaim fyrir neðan. Fjöldi manna slapp naumlega undan stólnum. Holland: Hræddist landa- mæraverðina og varskotinn Hollenzkir landamæraverðir skutu á Vestur-Þjóðverja nokkum sem í gær neitaði að stöðva við landamærin. Maðurinn mun hafa fyllzt skelfingu við skipunina og ekið áfram. Hann er lifandi en særður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.