Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978.
Ef þú ert að hugsa um eldhúsinnréttinguna, þá
er Formica svolítið dýrara en það er svo lítið
dýrara, að þú hefur bókstaflega ekki efni á því
að hafa konuna óánægða allt lífið með það
næstbezta.
Sparaðu eitthvað annað, og veldu Formica,
þú sérð aldrei eftir því.
Alltaf nóg úrval lita og mynztra.
G. Þorsteinsson og Johnson h/f
Ármúla 1. Sími 85533.
Lausar stöður
Á skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra,
Akureyri, eru eftirtaldar stöður lausar til um-
sóknar:
Staða fuHtrúa með próf í viðskiptajrœði eða endurskoð-
un.
Staða skattendurskoðanda I. Æskilegt er að viðkom-
andi hafi verslunarskólapróf eða hliðstœða menntun.
Staða skrifstofumanns. Góð vélritunarkunnátta nauð-
synleg.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf óskast sendar skattstjóra Norðurlands-
umdæmis eystrá, Hafnarstræti 95, Akureyri,
fyrir 5. desember nk. ,,
Fjarmalaraðuneytið,
2. nóvember 1978.
Fasteignir
Opið alla daga og öll kvöld vikunnar
Skólagerði, Kópavogi
4ra herbergja, sérlega vönduð íbúð á I. hæð i fjórbýlishúsi. Verð
17.000.000, útborgun 13.000.000.
Melgerði, Kópavogi
3ja herb. efri hæð í tvibýlishúsi ásamt bílskúr. Verð 15.500.000, út-
borgun 12.000.000.
ölduslóð
3ja herb. neðri hæð i tvíbýlishúsi, sérinngangur, sérhiti, bilskúrs-
réttur. Verð 13.000.000, útborgun 9.000.000.
Rauðilækur
4ra herb. góð ibúð á efstu hæð í þríbýlishúsi. Verð 16.500.000, út-
borgun 11.000.000.
Ystíbær
Neðri hæð i tvibýlishúsi, ca 90 ferm, ásamt bílskúrsrétti. Verð
12.000.000, útborgun 8.000.000.
Efstasund
3ja herb. 100 ferm íbúð, öll nýyfirfarin, á efri hæð í tvíbýlishúsi,
ásamt bílskúr. Verð 17.000.000, útborgun ]0— 12.000.000.
Fagrakinn
4ra herb. rúmgóð 115 ferm neðri hæð i tvíbýlishúsi.Verð 16.000.000,
útborgun 12.000.000.
Látraströnd
Einbýlishús, 170 ferm, einstaklega vandað og gott hús með bílskúr.
Bræðraborgarstígur
Gamalt en mjög gott og vel viðhaldið einbýlishús ásami bílskúr.
H úsið er mjög sérstakt og skemmtilegt.
Höfum ávallt fjölda góðra eigna á söluskrá.
m FASTEIGN AS ALA N
Skálafell
Sölum. Valur Magnússon.
Hcimaslmi 85974.
Viöskiptafiræöingur:
Brynjólfur Bjarkan.
27 ára gamall maður f 40 daga gæzluvarðhald:
Grunaður um að
hafa nauðgað
mál- og heyrnar-
lausri konu
Rannsóknarlögregla ríkisins hefur
verið með kæru til meðferðar frá því á
sunnudaginn var frá mállausri og
heyrnarlausri konu um að henni hefði
verið nauðgað. Arnar Guðmundsson
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins sagði
í samtali við Dagblaðið i gær, að sl.
föstudag hefði verið handtekinn 27
ára gamall maður og færður í Saka-'
dóm Reykjavíkur þar sem hann hefði
verið úrskurðaður í allt að fjörutíudaga
gæzluvarðhald. Arnar sagði að leitað
hefði verið til almennings með viss at-
riði og hefðu fengizt mikilvægar
upplýsingar á þann hátt. Bilstjóri
grænu Skodabifreiðarinnr scm lög-
reglan lýsti eftir hefði gefið sig fram og
veitt mikilvægar upplýsingar. Arnar
sagði að á þessu stigi væri ekki hægt
að segja hvar atburðurinn hefði átt aö
eiga sér stað eða veita frekari
upplýsingar um málið.
-GAJ
Meira um grafík
vatni breytt í vín?
Sýningu Dalis að Kjarvalsstöðum er
nú lokið, en e.t.v. er umræðum og
skrifum um hana ekki lokið. I kjallara-
grein minni í Dagblaðinu þann 3l.l0.
skrifaði ég og útskýrði, að vafasamt sé
að kalla margar af myndunum á sýn-
ingunni orginal grafík.
Einstaka myndir og tréstunguserí-
una kallaði ég eftirprentanir, og setti
einnig út á villandi merkingar mynd-
Við það sem ég skrifaði get ég
staðið. og geri það. Krafan um að i
grafík verði listamaðurinn sjálfur að
undirbúa mót fyrir þrykk er ekki nein
sérviska grafíklistamanna.
Ef listamaður vinnur út frá t.d.
vatnslitamynd, þá verður hann að
aðlaga sig þeirri grafísku tækni, sem
hann hefur valið til þess að vinna
myndina i. Á meðan hann vinnur við
myndmótið koma oft nýjar hug-
myndir fram og efnið krefst einnig
visstra breytinga, þannig að útkoman
verður stundum mjög frábrugðin
fyrirmyndinni.
Ekkert gerist
Þessi prósess, með öllum sínum
sigrum og ósigrum, er forsenda fyrir
sköpun listaverka. Hvað gerist aftur á
móti hjá Dali þegar hann ákveður að
gera grafíkmynd eftir vatnslitamynd?
Það gerist ekkert! í stað þess að vinna
hana i einhverja grafiska tækni, er
hún Ijósmynduð, litgreind og prentuð.
Það er það sem ég kalla eftirprentun.
Ef vatnslitamyndir eftir Ásgrím Jóns-
son væru stungnar i tré af öðrum og
prentaðar, hver myndi kalla það
grafikmyndir eftir Ásgrím Jónsson?
Ef það væri svona auðvelt að búa til
orginal grafik, myndi ég ráðleggja
nemendum mínum að hætta sínu
grafiknámi.
Ég vil taka það alveg skýrt fram, að
tilgangur grafíkur er ekki að marg
falda eina mynd, heldur fyrst og
fremst að glíma við grafíska tækni
hverju sinni. Graflk er sjálfstæð list
grein og ekki aðferð til margföldunar!
Kraftaverk?
Það er alrangt að tölusetning og
áritun af listamanninum skilji á milli
grafíkmyndar og eftirprentunar, eins
og Björn Th. Björnsson listfræðingur
heldur fram. Verður offseteftirprent
un af málverki allt í einu að grafik við
það að Dali áritar hana og tölsetur?
Þetta minnir mig svolitið á krafta-
verkið þegar vatni var breytt í vín.
Að ákæra Dali fyrir fölsun, hittir
ekki beint i mark — ég held að hann
geri ekki greinarmun á þvi hvort það
sé grafik eða eftirprentun, eins lengi og
hann fær vel borgað fyrir. Björn Th.
Björnsson segist kannast við þetta
Gallerí i Gautaborg sem fái myndir
beint frá Dali sjálfum. Það er mjög
óvenjulegt að listamenn eins og Dali
annist dreifingu sjálfir. En ef svo er þá
hefur Dali líka sent Góbelinteppið
fræga og sagt að það væri ofið í Paris
1931 undir hansstjórn.
Grafið undan
grafík
Þetta teppi reyndist gróf fölsun. Ef
Dali á engan hlut í þessu, þá hefur
orðið einhver breyting á leiðinni: Ofið
góbelinteppi hefur breyst í tauþrykk
eða öfugt.
Varðandi stytturnar tvær úr bronsi
og silfri, þá er ekkert gefið upp um það
i hvað stóru upplagi þær eru.
Á síðastliðnum árum hefur félagið
íslensk grafik unnið ötullega að því að
kynna þessa listgrein og gefa almenn-
ingi innsýn í þær aðferðir sem notaðar
eru. Það er hlálegt að þegar þeirra
brautryðjendastarf er komið á leið þá
skuli vera grafið undan þvi, af aðilum
sem ættu að vita betur.
Ríkharöur Valtingojer Jöhannsson
Hin frábæra söngkona
ANNiE BRIGHT
SKEMMT/R í KVÖLD
Matur framreiddur frá kl. 15.00.
Borðapantanir í síma23333
VócsMcafc
Staóur hinna vandiitu •
Annto Bright I Þörscafö I kvöld