Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978. I Iþróttir Iþróttir 19 Iþróttir Iþróttir E> VÍKINGAR LENTU í KRÖPPUM DANS — þegar þeir mættu nýliðum Fylkis íl.deildinni DB-mynd Bjarnleifur. Bikarmeistarar Vikings voru hárs- breidd frá að missa stíg til nýliða Fylkis er liðin mættust 1 1. deild íslandsmótsins I handknattleik á laugardag. Víkingar sigruðu 24—23, og sluppu með skrekkinn en leikmenn Fylkis sátu eftír með sárt ennið eftir að hafa unnið upp 8 j marka forustu Vikinga I siðari hálfleik og náð tvivegis forustu I lokin, þá stóðu! leikmenn uppi án stígs eftir að hafa verið svo mjög nærri að hljóta óvænt stíg. Víkingar léku eins og þeir er vaidið höfðu í fyrri hálfleik. Yfirspiluðu Fylki á öllum sviðum og léku mjög vel. Á 23.1 minútu hafði Víkingur náð niu marka forustu, 12—3, það virtist stefna í stór- sigur Víkings. Vörnin var mjög sterk, markavarzla Kristjáns Sigmundssonar góð og i sókninni gátu Víkingar nánast skorað að vild. En einmitt þá hljóp kæruleysi í leik Vikinga og Fylkirj minnkaði muninn í 14—8 fyrir leikhlé.1 Víkingar skoruðu tvö fyrstu mörk siðari hálfleiks, 16—8, það virtist nánast formsatriði að ljúka leiknum. En eins og hendi væri veifað breyttist það allt. Tveimur leikmönnum Víkings var vísað af leikvelli, þeim Árna Indriðasyni og Viggó Sigurðssyni. Víkingar aðeins, fjórir, og i stað þess að reyna að halda Tindastóll vann og tapaði Tveir leikir I 1. deildinni I körfuknatt- leiknum voru háðir I iþróttahúsinu I Njarðvlk um helgina. Fyrst léku ÍBK og Tindastóll. Skagfirðingar unnu nokkuó öruggan sigur. íBK 51 — Tindastóll 66. Siðari leikurinn var milli UMF Grlndavik og Tindastóls. I'ar voru Grindvlkingar sterkari. UMl-G 92 — Tindastóll 82. knettinum, var engu líkara en þeir færu i skotkeppni, ótímabær skot og leik- menn Fylkis skoruð sex mörk í röð, breyttu stöðunni í 16—14. Víkingar virtust ná sér eftir hinn afleita kafla og juku muninn í fjögur mörk, 19—15. En leikmenn Fylkis voru ekki af baki dottnir, þeir börðust eins og Ijón, gáfu ekki þumlung eftir og náðu að jafna á 20. mínútu, 19—19. Árni Indriðason hafði fengið að hvíla í annað sinn, Kristján Sigmundsson var rekinn af velli, Fylkir fékk viti og Halldór Sigurðs- son skoraði — kom Fylki í fyrsta sinn yfir i leiknum. Skömmu siðar var Erni Jenssyni vísað af velli og Víkingar náðu að jafna, 20—20. Jón Ágústsson kom Fylki aftur yfir, 21—20, en Erlendur Hermannsson jafnaði, 21—21. Aftur komst Fylkir yfir, 22—21 og aöeins fimm mínútur eftir. Árni Indriðason jafnaði úr víti, 22—22, og Páll Björgvinsson kom Vikingi yfir, 23—22. Þegar rúmar tvær mínútur voru eftir jafnaði Stefán Hjálmarsson, 23—23. Fylkir tók Pál úr umferð lokakaflann en það stoppaði ekki þennan snjalla leikmann — hann brauzt i gegn er hálf önnur minúta var eftir, 24—22. Já, Páll var snjall — þrátt fyrir að hann hafi verið tekinn úr umferð lokakaflann fiskaði hann vitið, sem Árni Indriðason tók, og skoraði hann tvö siðustu mörk Víkinga. Fylkir hafði rúma mínútu til að jafna, en þegar 46 sekúndur voru eftir var dæmd ólögleg bokkering á Fylki og möguleikar liðsins hurfu — Víkingar sluppu meðskrekkinn — þeir hlutu bæði stigin, og þau geta þau öðrum fremur þakkað fyrirliða sínum, Páli Björgvins- syni. Þrátt fyrir ósigur, þá var leikurinn gegn Viking mikill móralskur sigur fyrir Fylki. Þeir töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum í 1. deild — með leiknum gegn Víking fylgdi hinn þriðji í kjölfarið. Á 45. minútu lék Fylkir eins og falllið. Það bókstaflega heyrðist hvorki hósti né stuna frá leikmönnum, engin hvatning — allt of mikil virðing borin fyrir and- stæðingum. Þegar hins vegar hlutirnir fóru að ganga upp hjá Fylki þá breyttist allur leikur liðsins, barátta, samstaða og hvatning. Náist slikt í fleiri leikjum, þá getur liðið vissulega spjarað sig — þó við ramman reip sé að draga. En baráttan er engan veginn töpuð, það sannaði Fylkir með leik sínum gegn Víking. Víkingar fengu alvarlega áminningu gegn Fylki. Enginn leikur er unninn fyrr sn flauta dómara hefur gefið merki í leikslok. Víkingar léku mjög vel i fyrri hálfleik, og framan af siðari — en síðan féll leikur liðsins. Markvarzlan datt niður, varnarleikurinn datt niður og upplögð tækifæri fóru forgörðum. Allt þetta vegna þess að leikmenn slökuðu á, of snemma. Mörk Fylkis skoruðu: Gunnar Baldursson 6, Magnús Sigurðsson, fyrrum Gróttu, 5—3 viti. Einar Einars- son 3, Stefán Hjálmarsson, Einar Ágústsson, Halldór Sigurðsson og Jón Ágústsson 2 mörk hver. örn Hafsteinsson I mark. Mörk Víkings: Páll Björgvinsson 8, 3 víti, Ólafur Jónsson 4, Sigurður Gunnarsson, Erlendur Hermannsson 3 mörk, Ólafur Einarsson, Árni Indriðason 2 mörk, Ólafur I víti, Árni 2. Viggó Sigurðsson og Steinar Birgisson 1 mark hvor. Dómarar voru Jón Friðsteinsson og Öli, Ólsen. Þeir ráku 4 Vikinga af velli, 2 leikmanna Fylkis. Víkingar fengu 7 viti, Fylkir 5. •H.Halls. KA sigraði Þrótt KA vann öruggan sigur á Þróttí I 2. deild íslandsmótsins er liðin mættust á Akureyri I gær, 27—21. KA hafði yfir I leikhléi, 12—9 og hafði ávallt undir- tökin I leiknum. Halldór Rafnsson lék aftur með KA eftir langa fjarveru og hann var liðinu mikill styrkur. Skoraði að visu ekki mörg mörk, en reynsla hans og snjallar linusendingar voru KA jdrjúg: Þorleifur Ananiasson skoraði flest mörk KA gegn Þrótti, 7, og Alfreð Glslason 6. Hjá Þróttí var Konráð Jónsson að venju drýgstur, skoraði 7 en hinn sinöldrandi Páll Ólafsson 4. Möguleikar Þróttar á sæti I 1. deild eru ekki miklir. Liðið virkar einfaldlega ekki nógu gott. KA bvrjaði hins vegar illa, tapaði tveimur leikjum, I Eyjum og Garðabæ — en liðið hlýtur að eygja möguleika á einu af efstu sætunum I 2. dcild undir stjórn Birgis Björnssonar. StA. STAÐANí 1. DEILD Úrslit leikja 11. deild íslandsmótsins I handknattleik: ÍK-ÍR 18—21 Fylkir — Vikingur 23—24 Valur— Haukar 21—20 Staðan 11. deild er nú: Vlkingur 3 2 1 0 71-65 5 Valur 3 2 1 0 58-53 5 FH 2 2 0 0 44—29 4 Fram 2 1 0 1 43-43 2 Haukar 3 1 0 2 65—66 2 ÍR 3 1 0 2 50—56 2 HK 3 1 0 2 58—65 2 Fylkir 3 0 0 3 51—61 0 Á miðvikudag eigast við I Laugardals- höll Fram og FH. HITACHI Litsjónvarpstæki Er eitt mest selda sjónvarpstækið á íslandi sökum gæða og verðs. 20 tommu tækin CTP—215 kosta nú kr. 448.000. Staðgreiðsluafsláttur lækkar tækið í kr. 433.000. Einnig má borga 200.000 við afhendingu, og síðan 36.000 á mánuði. 1 Tækid sem 1 allirgeta esgnast Vilberg & Þorsteinn Laugavegi 80. Símar 10259 —12622

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.