Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 39
39
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978.
g>
I
Útvarp
Sjónvarp
r—-------------------------------------------—•s
HARRY JORDAN — sjónvarp kl. 21.35:
Úr sjónvarpsleikritinu Harry Jordan.
Dularfullt f jölskylduf yrirtæki
Brezkt sjónvarpsleikrit verður á skján-
um i kvöld kl. 21.35 og er það eftir An-
thony Skene. Leikstjóri er Gerry Mill.
Með aðalhlutverk fer Shane Briant.
Leikritið fjallar um ungan mann,
Harry Jordan. Hann hefur unnið á skrif-
stofu í 10 ár, en er nú nýhættur. Harry
er metnaðargjarn mjög og dag einn fer
hann inn á bjórkrá. Þar gefur hann sig á
tal við ríkulega búna frú sem býður
honum starf við fjölskyldufyrirtæki sitt.
Harry hefur lengi beðið þess að geta
sýnt hvað í honum býr og nú virðist
honum rétta stundin runnin upp. En
eftir að hann byrjar að vinna hjá fyrir-
tækinu fer margt skrýtið að gerast og
dularfullir atburðir eiga sér stað.
Að sögn þýðanda myndarinnar er hér
um athyglisvert og spennandi leikrit að
ræða, spennan heldur áhorfandanum
föstum fyrir framan skjáinn þar til yfir
lýkur. Myndin er fimmtíu mín. löng og i
lit. Þýðandi er Rannveig Tryggvadóttir.
- ELA
Á TÍUNDA TÍMANUM—útvarp kl. 21.10:
SÖNGGLAÐIR STJÓRNENDUR
J
.m*. ''
M
li v • m mm»>.
Stjórnendur þáttarins Á tiunda timanum ásamt tæknimanni.
— og líf sreynsla
dyravarðar
Á tíunda tímanum, þáttur fyrir ungt
fólk, í umsjá Guðmundar Árna Stefáns-
sonar og Hjálmars Árnasonar er á dag-
skrá útvarpsins í kvöld kl. 21.10.
Meðal efnis í þættinum í kvöld verður
Darts kynning. Það er Jónatan Garðars-
son tónlistarsérfræðingur þáttarins sem
ætlar að kynna hljómsveitina Darts.
Umsjónarmenn þáttarins fara i söng-
tíma hjá tveim ungum stúlkum sem eru
við nám i söng. Einnig verður framhald
könnunar á sönghæfileikum fólks á göt-
um úti úr síðasta þætti.
Simatími þáttarins er i fullum gangi
milli kl. 16 og 17 í sima 22260. Að sögn
Hjálmars urðu viðbrögð fólks við hin-
um nýja símatima þáttarins mun betri
en þeir þorðu nokkurn tíma að vona.
Sagði Hjálmar aö þeir hefðu fengið
hinar ótrúlegustu spurningar.
Ung manneskja mun koma í þáttinn
og flytja okkur pistil dagsins um daginn
og veginn. Leynigestur verður í þættin-
um og vinsældalistinn topp fimm. I
síðasta þætti var það Sæmi rokk sem var
leynigestur.
Ungur maður, Hörður Vilhjálmsson,
sem starfar sem dyravörður í veitinga-
V
húsinu Hollywood, mun koma i heim-
sókn. Hann ætlar að segja okkur frá
reynslu sinni af ungu fólki eins og hann
kynnist þvi í starfi sínu.
Bréf til þáttarins verða sífellt fleiri og
fleiri, en eftir síðasta þátt urðu þau um
300 og er það algjört met. Þar sem svo
mörg bréf berast og mikið efni er til i
þáttinn er enn óráðið hvort tími vinnst
til að lesa úr einhverjum þeirra.
Þátturinn er þriggja stundarfjórðunga
langur. . ELÁ
Seljum í dag:
Saab 96
árg. 74, hvítur, ekinn 69 þús. km, verðs 2000 þúsund.
Saab 96
árg. 74, alveg sérstaklega fallegur bill, ekinn 100 þús., km,
verð 2000 þúsund.
Saab 99 GL
árg. 74, grænn, ekinn 80 þúsund km, verð 2500 þúsund.
Saab 99 GL
árg. 73, blár, ekinn 80 þúsund km, snjó- og sumardekk fylgja,
verð2100 þúsund.
Saab 99 GL
árg. 72, sjálfskiptur, ekinn 74 þúsund km, verð 1800 þús.
Saab 99 GL
árg. 77, 2 dyra, beinskiptur, ekinn 25 þús. km. Verð 4300
þúsund.
Saab 99
árg. 76, ekinn 23 þúsund km. Verð 3700 þús.
Saab 99 GL
árg. 78, ekinn 20 þús. km, 4 dyra, beinskiptur, litur brúnn
(dorado), aukahlutir sem fylgja: dráttarkrókur, snjódekk á
1 felgum, cover á sætum, útvarpskassi og heilir hjólkoppar.
Verð 5000 þús.
Autobianchi
árg. 77,ekinn34þús. km. Verð 1700 þús.
BJÖRNSSON Aco
BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI 81530 REYKJAVÍK
Krummahóiar
3ja herb. íbúðir, 80ferm. Bílskýli.
Tjarnargata
4ra herb. íbúð á 4. hæð.
Rauðilækur
4ra herb. íbúðá 4. hæð.
Meistaravellir
2. hæð, 117 ferm, 3 svefnh. ogstofa.
Norðurmýri
5 herb. á tveim hæðum. Nýstandsett. Skipti möguleg á minni íbúð.
Breiðholt
190 ferm efsta hæð. 80 ferm svalir.
Á byggingarstigi
Neðri sérhæð, 160 ferm, tilbúin undir tréverk.
Seltjarnarnes
150 ferm fokhelt einbýlishús. Tilbúið til afhendingar. Teikningar á
skrifstofunni.
Dísarás, Selási
Lóð undir raðhús.
Óskum eftir
tveggja herb. íbúð í Asparfelli.
Selfoss
Viðlagasjóðshús, 120 ferm, 3 svefnherbergi og stofa. Hitaveita.
Kópavogur
Forskalað einbýlishús.
Kópavogur
Tvær byggingarlóðir á góðum stað. Allar upplýsingar á skrifstofunni.
Skipti
, Viðlagasjóðshús í Breiðholti í skiptum fyrir 4ra til 5 herb.
íbúð. Má vera í Breiðholti.
Sérhæð í vesturbæ óskast
140 til 160 ferm. Góð útborgun, má þarfnast standsetningar.
Einbýlishús — raðhús
óskast í vesturbæ, Fossvogi, Safamýri, Hvassaleiti. Stóragerðissvæði i
skiptum fyrir sérhæðir.
Húsamiðlun
fasteignasala.
Tempiarasundi 3, simar 11614 og 11616.
Þorvaldur Lúðviksson hrl.
SENDUM
LJÖS & ORKA
Suöurlandsbraut 12
simi 84488
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL 1