Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 20
20 þróttir iþróttir iþrótti Valur opnaði u deildina upp; — sigraði meistara KR í gæi Valsmenn opnuðu úrvalsdeildina upp á gátt er þeir sigruðu íslandsmeistara KR, I Hagaskðla I gær, 86—81. KR- ingar töpuðu þar sínum fyrsta leik, og baráttan í algleymingi. ÍR og KR hafa nú tapað tveimur stigum Valur og UMFN fjúrum. Hörð barátta og nánast ómögu- | legt að spá fyrir um meistara I ár. Sigur Vals i gær var nánast drauma- sigur — fyrir alla nema KR, að sjálf- sögðu. Sigur KR í gær hefði þýtt að, Valsmenn hefðu nánast verið úr leik, og Njarðvíkingar og lR hefðu átt erfitt með ; að ná KR. Þetta setti greinilega mörk sin á viðureign KR og Vals í gær, harkan sat í fyrirrúmi, hvorugt lið gaf þumlung ! eftir. Á 7. mínútu síðari hálfleiks skildi aðeins eitt stig, 61—60 meisturum KR í vil. í kjölfarið fylgdi mjög góður kafli. Vals, að sama skapi slæmur hjá KR og Valur náðu 8 stiga forustu. Valsmenn lögðu þá grunn að sigri sínum, Valur komst í 69—61. Valsmenn ríktu i fráköstum, bókstaflega áttu öll fráköst, hvort heldur i vörn eða sókn. Og hittni Vals var góð á meðan KR-ingum mistókst flest. Það var nánast furðulegt hvað KR-ingar voru linir undir körfunni. Þannig átti Tim Dwyer, Bandaríkjamaðurinn í liði Vals skot utan af kanti, knötturinn fór i hringinn og út i teiginn. Þar hirti Dwyer sjálfur frákastið og skoraði — svo linir voru KR-ingar í fráköstum, enginn KR-ingur nálægur. En það var ekki bara á fráköstum sem Valsmenn voru sterkari. Þeir áttu bezta mann vallarins, þar sem var Þórir Magnússon — nú ungur í annað sinn, kraft hans og dæmalausahittni réðu KR-ingar ekki við. Þórir leikur nú senni- lega sinn bezta körfuknattleik á löngum ferli. Eftir heldur daufa byrjun í haust hefur hann æft mjög vel — og árangurinn lætur ekki á sér standa. Þá var Kristján Ágústsson sterkur, ekki aðeins í vörn, heldur hitti hann mjög vel — þessir tveir leikmenn ásamt Tim Dwyer lögðu grunn að sigri Vals. KR-ingar náðu aldrei að nálgast Valsmenn eftir hinn örlagarika kafla. Á 25. mínútu skildu 10 stig 75—65, og þegar hálf önnur mínúta var eftir, 83— 73. Valsmenn reyndu eðlilega að halda knettinum lokakaflann, KRingar náðu þá að minnka muninn án þess þó að ógna sigri Vals, 86—81. Sunnudagurinn var einfaldlega ekki dagur KR. Lykilmenn KR, þeir John Hudson og Jón Sigurðsson náöu aldrei að sýna sinn bezta leik, eins og svo oft. Sást vart skemmtileg sending, frá Jóni eins og áhorfendur hafa svo oft séð. En vörn Vals var líka sterk, og við ramman , reip að draga. Þórir Magnússon skoraði 32 stig fyrir Einar Bollason með knöttinn — og undirbýr körfuskot. Hreinn Halldórsson — I sjöunda sætíð. Hreinn í sjöunda sæti áEM — eftirað silfurverð- launamaðurinn Mironov var sviptur verðlaunum Hreinn Halldórsson hefur verið færður upp í sjöunda sæti kúluvarpsins í Evrópumeistaramótinu, sem háð var i Prag í september. Yevgeni Mironov frá Sovétrikjunum, sem hlaut silfur- verðlaunin i kúluvarpinu, hefur verið sviptur verðlaunum sinum þar sem i Ijós kom að hann hafði neytt anabolic steroids — hormónalyfja. Hann varpaði 20.87 m á mótinu. Árangur hans strikaður út. Landi hans Baryshnikov, 20.68, fær silfurverðlaunin og Wolfgang Schmidt, kringlukastarinn frægi frá A- Þýzkalandi bronsið. Siðan koma Stahlberg, Finnlandi, i fjórða sæti. Jaros, Sovét, fimmti, Vik, Tékkóslóvakíu, sjötti og siðan Hreinn i sjöunda sætí. Forseti Evrópusambandsins, Bretinn Arthur Gold, skýrði frá þessu á stjórnar- fundi i Grikklandi i gær. Þrir aðrir keppendur frá Sovétrikjunum og einn frá Búlgariu voru einnig dæmdir vegna lyfja- notkunar. Nedezhda Tkachenko, sem sigraði i fimmtarþraut kvenna, Vasili Yershov, sem var fimmti i spjótkasti, Yekaterina Gordienko, sem var fimmta i Fimmtarþraut kvenna og Elena Stojanova, Búlgariu, sem varð Fimmta i kúluvarpi kvenna. í Fimmtarþraut kvenna fær Margit Papp, Ungverjalandi, gullverðlaunin, og Burglinde Pollak og Kristine Nitzxche, báóar A-Þýzkalandi, silfur og brons. Úrslitaíeikur HM „endurleikinn” Knattspyrnusamband Hollands hefur samþykkt að „endurleika” úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar við Argentinu. Það verður i Sviss 22. mai 1979 i tilefni 75 ára afmæUs FIFA — alþjóðaknatt- spyrnuknattspyrnusambandsins. Það var stofnað f París 21. mai 1904. Aður hafði talsmaður hollenzka knatt- spyrnusambandsins sagt að ekki gæti orðið af þessum leik, þar sem hollenzka landsliðið ætti þá öðrum hnöppum að hneppa. Hins vegar var hægt að breyta þvf og leikurinn verður á þeim degi, sem FIFA upphaflega fór fram á. t úrsUtum HM i sumar vann Argentína Holland 3—1 eftir framlengdan leik. Pétur ánægður hjá Feyenoord — aukin spenna á toppnum í Hollandi „Ég er mjög ánægður með hvernig allt hefur gengið hér siðan ég kom til Feyenoord — og mér Uður hreint prýðilega. Kominn i hóp aðalleikmanna Feyenoord-liðsins þó ég hafl enn ekki leikið nema tuttugu minútur með aðal- liðinu. Ég var varamaður f leiknum i gær neð Roda JC, sem er eitt af efstu liðunum f 1. deildinni. Leikið var i ýerkradc og jafntefli varð 1—1. Það var gott stíg hjá Feyenoord á útívelli. Engar breytingar voru gerðar á liðinu f jeiknum, svo ég kom ekki inná,” sagði Pétur Pétursson, miðherjinn ungi frá Vkranesi, þegar DB ræddi við hann i gær. „Ég fékk ekki atvinnuleyfi hér i Hol- |andi fyrr en laugardaginn 28. október eða fyrra laugardag — og ég var njög ánægður, þegar ég var strax valinn |em varamaður í næsta leik Feyenoord. Það var stórleikurinn við Ajax I Amster- þam sunnudaginn 29. któber. Ég lék ar siðustu tuttugu mínúturnar og það var mjög erfitt í þessum hraða og harða gleik. Ég fékk ekki miklu úr að vinna en glenti þó í miklu kapphlaupi við narkvörð Ajax. Fékk stungubolta inn íyrir vörnina en markvörðurinn var aðeins fljótari og ekkert varð af narktækifæri. Leiknum lauk án þess nark væri skorað — og það hefur verið þott að fá þessi stig á útivöllum að und- anförnu. Eftir leikinn í gær við Roda agði þjálfarinn hjá Feyenoord, Jecek heitir hann, að ég yrði látinn byrja í næsta leik. Það verður við Volendam á þeimavelli eða hinum stóra leikvelli Feyenoord í Rotterdam. Ég vona að það standi en á miðvikudag mun ég leika neð varaliðinu,” sagði Pétur ennfremur. Hann býr með ungum pilti í góðri Ibúð í fjölbýlishúsi í Rotterdam. Sá þiltur leikur með áhugamannaliði Feyenoord. Æfingar eru miklar hjá reyenoord. Ein æfing á mánudögum. fvisvar á þriðjudögum. Síðan ein á tiiðvikudögum og tvær æFtngar á fimmtudögum. Fri er á föstudögum en ein æfing á laugardögum. Á sunnudögum er leikið. Það var óvænt í 1. deildinni í gær, að Ajax tapaði — fyrir Sparta í Rotterdam. Annar tapleikur liðsins á leiktímabilinu. Úrsliturðuþessi. Maastricht-AZ ’67 1 —3 Utrecht-Haarlem 4—0 Pec Z wolle-Deventer 1—1 Nac Breda-PSV 0—2 Spart-Ajax 1—0 Nec Nijmegen-Haag 0—2 Twente-Vonlo 2—0 Volendam-Vitesse, Arnh. 2—2 Roda-Feyenoord 1 — I Staða efstu liða Ajax PSV Roda Deventer AZ’67 Feyenoord Cosmos tapaði í Argentínu Piltalandslið Argentínu i knattspyrnu sigraði I gær New York Cosmos 2—11 Tucuman i Argentínu. Þjálfari liðsins er Luis Menottí, sem stjórnaði leik heims- meistara Argentínu f sumar. í fyrri hálfleik höfðu strákarnir frá Argentínu yfirburði gegn hinum frægu leikmönnum Cosmos. Maradona skoraði á fimmtu mfnútu og á niundu min. kom Barrerra liðinu f 2—0. ítalinn Chinglia skoraði eina mark Cosmos á 55 min. Lið Sosmos var þannig skipað Yasin, Formoso, Carlos, Alberto, Roth, Eskandarin, Ahyre, Beckenbauer, Davies, Sesinho, Chinaglia og Etherington. — UMFN sigraði Þór í úrvalsdeiidinni I Stungur Bee ofviðaÞór Körfuknattleikur, ú rvalsdeild, UMFN—Þ6r Ak. 108—99(50—41) Njarðvikingar sigruðu Þórsara frá Akureyri syðra f gærdag, með 108 stígum gegn 99, f friðsamlegum leik, en þrátt fyrir sigur heimamanna var maður leiksins úr röðum mótherjanna, Jón Indriðason, sem var alveg óstöðvandi, skoraði 34 stíg, flest úr langskotum, eða rúmlega þriðjung. Hins vegar var Bandarikjamaðurinn i liði UMFN, Ted Bee, alhliða beztí maður vallarins. Auk sinna 28 stíga, átti hann margar frábær- ar sendingar, snjaU i vörn og knattleikni hans er fremur list en leikur. Ted er greinilega að samlagast UMFN-liðinu, eða öllu heldur það honum, svo að reikna má með að þáttur hans eigi eftir að vaxa mikið áður en keppnin er á enda. Annars virtist allt stefna í stórsigur UMFN, þvi að framan af fyrri hálfleik var helmings stigamunur, allt frá 8—4 upp I 29—15. Munaði þar mestu um að Jón Indriðason var ekki alveg dús við körfuna, mistókst í þremur tilraunum, —meðan hann var að hitna og Mark Christiansen fann sig ekki fyrr en í seinni hálfleik. Aftur á móti gómuðu þeir Geir Þorsteinsson, sem var mjög öflugur bæði í vörn og sókn og Jónas Jóhannesson, sem leikur með að nýju, eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla — knöttinn í fráköstum. Hinn efnilegi jUMFN piltur, Júlíus Valgeirsson og iGunnar Þorvarðarson, komu síðan jknettinum, í flestum tilvikum, framan af leiknum í Þórskörfuna. Eftir að hafa haft 9 stiga forustu i hálfleik, hljóp allt i baklás hjá UMFN. Þórsarar söxuðu á forskotið og fyrr en varði, var Jón Indriðason búinn að jafna, 58—58. Hvað var að ske? Og litlu síðar skorar Jón úr víti, 58—59 fyrir Þór og 15 mínútur eftir. En Geir skorar fljót- lega fyrir heimamenn og síðan Ted Bee, á sinn snilldarlega hátt. Því næst kemst Brynjar Sigmundsson, sem átti mjög góðan leik, inn í sendingu og skorar 1 tvígang. Síðan taka þeir Ted Bee, Geir og Stefán Bjarkason við og áður en Þórsarar fá áttað sig, er munurinn orðinn 13 stig, 74—62. Eftir það gefa Njarðvíkingar Þórsurum aldrei færi á að brúa bilið meira heldur en í 9 stig, en lokatölurnar urðu 108—99. UMFN lék yfirvegaðan leik, inná- skiptingarnar voru góðar og þeir gáfu yngri mönnum tækifæri á að reyna sig. Auk Júlíusar, kom Jón Viðar Matthís- son inn á — efnispiltur og Guðjón Þor- steinsson, stór og stæðilegur piltur, sem kom vel frá sinum fyrsta leik í Úrvals- deildinni. Þórsarar báru að manni fannst of mikla virðingu fyrir UMFN. Baráttugleðina skorti á stundum, en breiddin var ekki nógu mikil hjá þeim. Beztir í liði þeirra voru Jón og Mark Christiansen, svo og þeir Eirikur Sigurðsson, Birgir Rafnsson, Karl Ólafs- son og Hjörtur Einarsson. Dómarar voru þeir Jón Otti, fastadómari hjá UMFN, og Hilmar Viktorsson. Sluppu þeir vel frá auðdæmdum leik. •emm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.