Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978.
11
Erlendar
fréttir
REUTER
Kyrrahaf:
Tveirsterkir
jarðskjálftar
Mikill jarðskjálfti varð á Kyrrahafi í
gær, suður af San Cristobal eyju. Skjálft-
inn mældist 7.5 stig á Richter kvarða.
Skjálfti þessi fylgdi í kjölfar annars stór-
skjálfta, sem varð tæpum sólarhring
fyrr, á svipuðum slóðum. Sá skjálfti
mældist 7.0 stig á Richter kvarða.
San Cristobel eyja er ein af Salomons-
eyjum, en ekki er vitað hvort tjón varð
afskjálftum þessum.
Kanslari Austurríkis
íhugar að segja af sér
þar sem nýting kjarnorkuvers til orkuf ramleiðslu var felld í
þjóðaratkvæðagreiðslu
Vera kann að Bruno Kreisky kansl-
ari Austurríkis segi af sér í dag vegna
úrslita í þjóðaratkvæðagreiðslu um
notkun kjarnorkuvers til rafmagns-
framleiðslu í landinu. Notkun
Kjarnorkuversins var hanað með
örlitlum meirihluta, innan við eitt
prósent munur.
Leiðtogar sósíalistaflokksins leggja
þó hart að Kreisky að halda áfram
starfi sínu. Bruno Kreisky er nú 67 ára
að aldri.
Munurinn i þjóðaratkvæða-
greiðslunni var aðeins örlítill. Þeir sem
höfnuðu kjarnorkuverinu vorur bara
29.469 fleiri en hinir, sem vildu það.
Þeir sem sögðu nei voru 50.47 á móti
49.53%.
Kreisky hefur verið kanslari
Austurríkis í átta ár og lýsti hann því
yfir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn
ar væru sér persónulegt áfall og einnig
áfall fyrir sósíalistaflokk landsins, sem
er i stjórn. Kanslarinn sagðist ætla að
ræða við leiðtoga sósíalistaflokksins 1
dag og ákveða þar næsta skrefið.
Hann mun og halda blaðamannafund.
Búizt var við því að kanslarinn
segði af sér, en talið að afsögn hans
mætti sterkri andstöðu sósíalista-
flokksins, sem hefur aðeins þriggja
sæta meirihluta á þingi.
Andstæðingar kjarnorkuversins ótt-
ast mengun frá þvi, en orkuverið, sem
er nær fullbúið, getur annað allri
raforkuþörf Vínarborgar og sparað
mikiðfé.
WNCORDIA
Bruno Kreisky kanslari Austurrikis fyrir miðju.
Vísindanefnd í Bandaríkjunum hefur
komizt að þeirri niðurstöðu að sakkarín
sem margir nota í stað sykurs leiði’
sannanlega til krabbameins, einkum þö
ef ungt fólk neyti þess mikið.
Sakkarínið sannanlega
krabbameinsvaldur
—sérstaklega hjá ungu f ólki
Vel miðar í gerð friðar-
samninga Israels og Egypta
Hernaðarviðræðurnar munu að
mestu snúast um heimköllun herliðs
ísraelsmanna frá herteknu svæðunum
og afhendingu Sinaisvæðisins til
Egypta.
Stefnt er að því að Ijúka gerð friðar-
samninga þjóðanna fyrir 9. desember
Kappsamlega hefur verið unnið i
Washington að friðarsamningum
Ísraelsmanna og Egypta. Eftir
viðræður nú um helgina er flestum
samningum sem ekki snerta hernaðar-
mál, lokið. í dag verður síðan tekið til
við aö ræða hernaðarmálefni á milli
þjóðanna.
Cyrus Vance utanrfkisráðherra
Bandarikjanna tók þátt f viðræðunum
með utanrikisráðherra Ísraels og
varnarmálaráðherra Egyptalands
Kamal Hassan Ali.
nk. Þá munu þeir Sadat og Begin desember. Ef allt fer samkvæmt
hittast i Osló en þeir taka við friðar- áætlun munu þeir undirríta
verðlaunum Nóbels daginn eftir 10. samningana 9. desember.
Norður-Jemen:
Tólf teknir
af lífi
Tólf menn voru I gær teknir af lífi í
Norður Jemen fyrir byltingartilraun sem
þeir gerðu. Einn af þeim var fyrrverandi
ráðherra í landinu. Tólfmenningarnir
voru fundnir sekir um að hafa ætlað að
velta úr sessi forseta Iandsins, Abdullah
Saleh að því er útvarpið í Sanaa sagði.
Indland:
125 manns
létust
íjarðskriði
1 það minnsta 125 manns hafa látið
lífið í skriðum og flóðum í Madras
héraði á Indlandi. Verstu urðu svæðin
Tamil, Nadu og Kerala úti. Flóðin fylgja
í kjölfar mjög mikilla monsúnrigninga.
Leyniskyttur
á knatt-
spyrnuvelli
Leyniskyttur skutu í gær á þjóðvarð-
liða á spænskum fótboltaleik og felldu
einn. Annar var særður og einnig tólf
ára drengur. Fótboltaleikurinn átti sér
stað í borginni Tolosa í Baska-
héruðunum.
GÆÐI
SEMST4IVDA
löngu eftirað veröið er gleymt og grafið
Berir þú saman verð, gœði og endingu, sérðu
fljótt að samanburðurinn við aðrar
innréttingar er hagstœður fyrir Haga eldhús-
innréttingar.
Það er nú einu sinni svo að vandaður hlutur er
dýrari en óvandaður og það er skoðun okkar
að „vel beri að vanda það sem lengi á að
standa“. Það er vissulega freistandi að láta
lœgsta fáanlegt verð ráða kaupunum en
reynslan sýnir að það getur verið dýru verði
keypt.
Við sýnum mörg mismunandi uppsett eldhús í
sýningarsölum okkar að Suðurlandshraut 6,
Reykjavík og Glerárgötu 26, Akureyri.
Komið og kynnið ykkur möguleikana sem
bjóðast.
IíAGIf
Suðurlandsbraut 6, Verslunin Glerárgötu 26,
Reykjavík. Akureyri.
Sími: (91) 84585. Sími: (96) 21507.