Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.01.1979, Qupperneq 7

Dagblaðið - 13.01.1979, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1979. 7 Fjölbrautaskólarnir: SAMRÆMT FYRIR- KOMULAG OGINNI- HALD NÁMS Þrír fjölbrautaskólar, Fjölbrautaskól- inn á Akranesi, Fjölbrautaskóli Suður- nesja og Flensborgarskólinn í Hafnar- firði, hafa gefið út sameiginlegan Náms- vísi og þar með samræmt fyrirkomulag og innihald náms á stöðunum öllum. Skólamir starfa allir eftir áfangakerfi og samræmingin felur það í sér að nú eru námssvið og námsbrautir í skólun- um öllum eins uppbyggð og námsáfang- ar skilgreindir á sama hátt. Það þýðir að nemendur skólanna geta farið óhindrað á milli þeirra og fá nám á einum staðn- um metið að fullu á öðrum. Frá upphafi hefur mikil og náin sam- vinna átt sér stað milli þessara þriggja skóla, þótt um algjöra samræmingu hafi ekki verið að ræða fyrr en nú. Samræm- ingarstarfið hefur tekið talsverðan tíma og meðan á því stóð hafa ýmsir aðrir skólar sýnt því áhuga, þannig að Náms- vísirinn nýi verður notaður allmiklu víð- ar en í skólunum þremur, þar á meðal í framhaldsdeildum á Vesturlandi og á Austfjörðum og í Garðaskóla í Garða- bæ. -GAJ- Heimkoma eiginkvenna skipverja á Bjarti á Neskaupstað: FRAMVÍSUÐU STRAX ÖLLUM TOLLSKYLD- UM VARNINGI „Við komu togarans framvísuðu skipverjar ákveðnum hlutum sem toll- ar voru lagðir á,” sagði Böðvar Braga- son bæjarfógeti á Neskaupstað í við- tali við DB í gær. Tilefnið var frétt blaðsins sl. mið- vikudag þess efnis að togarinn Bjartur hefði farið i söluferð til Bretlands fyrir jólin og tíu eiginkonur skipverja, sem fóru með, gert þar mikil innkaup. Var sú frétt höfð eftir brezku blaði. Sagði Böðvar að fólkið hefði að fyrra bragði framvísað hlutunum og við tollskoðun hefði komið i ljós að ekkert tollskylt umfram það var i skip- Er hann var spurður hvort mikill varningur hefði verið í skipinu sagðist — ekkertsmygl varískipinu hann ekki hafa gögnin alveg við hönd- ina en ekki hefði það verið umtalsvert.' Þess má að lokum geta, eins og reynd-; ar kom fram í fyrri fréttinni, að ferð Bjarts með eiginkonur skipverja er ekkert einsdæmi innan flotans og bæta má við að Bjartur hefur ekki farið 1 söluferð í fjögur ár. -G.S. SeiðkaHinn með svarta kassann Maður stendur úti á götu í glaða sólskini. ímynd hans smýgur gegnum kúpta linsu og fellur á ljósnæma ræmu. Ljósmynd hefur verið tekin. Hvers mjög sem ljósmyndarinn reynir að færa til eða skrumskæla þá gengur ofangreind atburðarás fyrir sig næstum sjálfkrafa. Ljósmyndin virðist sanna að eitthvað hafi skeð — að maðurinn hafi í raun og veru staöið þar sem hann stóð. Að því leyti er ljós- myndun ólík öllum öðrum greinum sem fást við gerð eftirmynda. Hún kemur nefnilega á næstum yfirnátt- úrulegu (og aldagömlu) sambandi milli manns og myndar. Við vitum þaö öll hve erfitt okkur reynist stundum að rifa í tætlur ljósmyndir af nánum vin- um eða ættingjum. Ljósmyndin er töfragripur sem er ekki bara „eins” og fyrirmyndin, svipað og málverk, heldur er hún hluti af fyrirmyndinni og kannski gegnir sama hlutverki og galdralíkön seiðkarla I frumstæðum löndum. Með henni er hægt að „eignast” fyrirmyndina, ná taki á henni. Við erum ljósmyndaskynslóðin og við rekumst á ljósmyndir hvert sem við förum. Við lítum ekki bara á Ijós- myndina sem eftirmynd heldur er hún eins og hver annar hlutur. Ljósmyndin er jafnvel farin að kenna okkur að sjá. Þessu fylgja ýmsar hættur. Þegar myndir breytast þá höldum við að einhverjar breytingar hafi átt sér stað í þjóðfélagiuu. Kannski höldum við lika að það sé hið eina sanna frelsi að fá að sjá myndir af því sem við viljum. Aðrar hættur mætti nefna: ljós- myndin býr til falska mynd af þvi sem er að gerast í heiminum og sömuleiðis um saman og sýningin er sett upp undir titlinum „Á leið i paradís” og skipt niður í deildir eftir efni. Óneitan- lega minnir þetta fyrirkomulag á hina miklu sýningu Steichens, The Family of Man, en þar sem Steichen reyndi að fara bil beggja og nota ljósmyndina bæði sem listaverk og þjóðfélagslega heimild þá undirstrika þeir Stern- menn fyrst og fremst heimildagildi ljósmynda sinna. Þetta er kannski ágætt þvi ekki er verið að þröngva upp á okkur listrænum skilgreiningum á meðan. Góð Ijósmynd er eins konar list, mikil ósköp — en hún er fyrst og fremst Ijósniynd. Og „góð” er hún kannski vegna þess að hún segir okkur eitthvað nýtt og eftirminnilegt um Merkilegt nokk, þá halda þeir því fram að þær mörgu myndir sem lýsa eymd og volæði manna víða um heim séu andhverfa sem í raun renni stoðum undir þeirra „argúment” — með þvi að sýna hve langt mannkynið sé frá paradis. Hér renna á mig tvær grímur, því svona lógík skil ég ekki. Ég held að nær hefði verið að hleypa þessari sýn- ingu af stokkunum með þeim for- merkjum einum að hún sýndi hegðan mannfólksins viða um heim á því herr- ansári 1973, punktur. Og það gerir hún sannarlega. Þar koma deildarskiptingar sýningarinnar að gagni og hinir ýmsu flokkar verða stundum eins og heillegir og skáldlegir bálkar, þrátt fyrir það að Ijósmyndar- ^ Myndir afsýningunni. 4^. arnir séu dreifðir um alla jarðkringluna. Það hefur tekist nokkuð vel að koma henni fyrir I vestursal Kjarvalsstaða og niður- skurður myndanna virðist ekki skemma heildina. Þó finnst mér marg- ar myndanna nokkuð sjúskaðar eftir Myndlisl langt ferðalag og yfir þær hefur verið lög einhverslags plasthúð sem i sum- um tilfellum skemmir fyrir. Ekki er nokkur leið að telja upp uppáhalds- myndir i þessum mikla fjölda. Vil ég aðeins hvetja alla — Ijósmyndara, persónufræðinga og áhugamenn um mannlíf yfirleitt — að sækja þessa sýningu og kennarar ættu einnig að labba með bekki þangað. Loðfóðruð leðurstígvél nýkomin getur Ijósmyndin verið tæki I höndum ein- og skrifræðis. Þessum brotalöm- um ljósmyndarinnar hefur bandariska skáldkonan Susan Sontag lýst skil- merkilega i bók sinni, On Photo- graphy, sem nánar verður rætt um síðar. Tilefni þessa formála er að sjálf- sögðu ljósmyndasýning á vegum félagsins Germaníu að Kjarvals- stöðum, þar sem um 300 Ijósmyndir víða úr heimi eru til sýnis. Þýska tíma- ritið Stern hefur safnað þessum mynd- mannlífið. En í eðli sinu er ljósmyndin hlutlaus miðill. Stern vill með þessari sýningu lýsa einhvers konar þróun og i sýningar- skrá, sem er vönduð bók, er því haldið fram fullum fetum, að hún sýni fram á að mannkynið sé smátt og smátt að fikra sig í átt að nýjum og betri heimi, nýju frelsi, ergo: „Á leið í paradís”. Ég held að ekki þurfi maður að vera for- fallinn bölsýnismaður til að efast um að mannkynið sé á leið fram á við eins og þeir Stem-menn halda. Lrtur: Natur Stærðir: 36-40 Verðkr. 19.000,- Skóbúðin Snorrabraut 38—Sími 14190 Lipurtá,Hafnargötu,Keflavík

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.