Dagblaðið - 13.01.1979, Side 14

Dagblaðið - 13.01.1979, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1979. á Stjórnarráðshúsið er eitt þeirra steinhúsa sem byggð voru hér á landi 1 lok 18. aldar. Byggt á árunum eftir 1765 scm fangageymsla — teiknað af G.D. Anthon, hirðhúsameistara Dana. Burstafellsbærinn. Frá upphafi byggðar og allt fram á slðustu öld bjuggu íslendingar til sjávar og sveita I torfbæjum við skilyrði sem enginn mundi láta bjóða sér I dag. Ekki fara sögur af þvi að útlending- um hafi þótt íslensk byggingarlist til- komumikil á þessum árum. Hollend- ingur nokkur, Blefken að nafni, ritaði bók um Islendinga sem gefin var út í Hollandi í byrjun 17. aldar. Þar lætur hann þess getið að Islendingar búi við þröngan kost i holum sem þeir grafi i jörðina. Lengi eimdi eftir af þessari lýsingu, en sennilegt er að þær hug- myndir sem erlendar þjóðir gerðu sér um byggingarlist íslendinga hafi ekki verið miklu rismeiri en lýsing Blefk- ens. Upphaf steinhúsa 1 ágætri nýútkominni bók, Stein- húsin gömlu á íslandi, eftir tvo danska arkitekta, er lýst 8 elstu húsum á lslandi. öll þessi hús voru byggð á seinni hluta 18. aldar og teiknuð af dönskum arkitektum þótt þau séu í dag talin hluti af íslenskri byggingar- arfleifð, ekki síður en Bernhöftstorfan. í þessari bók er m.a. bent á þá stað- reynd að þegar steinhúsin voru byggð var húsasmíði enn ekki orðin sérstök atvinnugrein hér á landi. Fyrsti menntaði islenski arkitektinn hóf heldur ekki störf hér á landi fyrr en um einni og hálfri öld síðar. Af þessum sökum var nauðsynlegt að flytja bæði inn teikningar af þessum byggingum og handverksmenn til að reisa þær, að verulegu leyti. Ekki þótti gefast vel að nota íslendinga til þessara verka. Fyrir röskum 200 árum var reisn íslenskrar byggingarlistar og byggingariðnaðar ekki meiri. Úr torfbæ í timburhús 1 lok 18. aldar hófu danskir kaup- menn byggingu timburhúsa hér á landi í töluverðum mæli og lögðu með því drög að nýju skeiði í sögu islenskrar byggingarlistar. Elsta bygg- ing þessarar tegundar er talin hafa verið reist á Hofsósi árið 1735. Laust fyrir síðustu aldamót hófu einnig norskir útgerðarmenn sjósókn hér við Islenzk byggingarlist III Frá torfi til bárujárns Gestur Ólafsson land og fluttu með sér enn nýja bygg- ingarlist — norsk timburhús. Algengt var að bæði þessi dönsku og norsku hús væru flutt hingað tilsniðin og sett saman hér, en einnig tileinkuðu hér- lendir menn sér smám saman þessar nýju byggingaraðferðir og til varð svo- nefndur „íslenskur still” í timburhús- um. Bárujárnsöldin Það byggingarefni sem hvað mest átti eftir að setja svip sinn á byggingar- list íslendinga um siðustu aldamót var bárujárnið. Erlendis er þetta bygg- ingarefni yfirleitt ekki notað á manna- bústaði. Undantekningar eru þó braggar og önnur hernaðarmannvirki, auk þess sem fátæklingar í stórborgum hafa stundum notað plötu og plötu í hreysi, úr neyð. Hér á landi þótti þetta efni af himnum sent til bjargar timbur- húsunum sem ekki höfðu þolað íslenskt veðurfar alltof vel, auk þess sem hætta var á, að eldur bærist milli húsa í bruna. Bárujárn fer fyrst að flytjast hingað til lands með Simmons- verslun nokkuð fyrir 1880 og breiddist notkun þess út um allt land á fáum árum. Fyrst er talið að það hafi verið notað á þakið á húsi Geirs Zoega við Vesturgötu 20. Síðar var einnig tekið til við að klæða veggi timburhúsa með bárujárni til þess að verja þau vatni, fúa og bruna og urðu slík hús nær alls- ráðandi í þéttbýli um allt land um síðustu aldamót. — En hvað hafði verið að eiga sér stað i Evrópu og ann- ars staðar í hinum vestræna heimi á þessum árum sem átti eftir að ger- breyta allri byggingarlist, jafnt á íslandi og annars staðar? — Um það fjallarnæsta grein. að fólk bæði svaf, mataðist og vann i sama herbergi. Til þessa tima og allt fram á 19. öld voru flest hús byggð úr torfi og óhöggnu grjóti og þiljuð að innan þar sem efni leyfðu. Allt timbur var inn- flutt eða rekaviður. Flestar kirkjur voru lika úr sama byggingarefni, þótt nokkrar hefðu verið byggðar úr timbri. öll hús sem voru byggð fyrir þennan tima eru nú horfin, enda réðum við ekki yfir byggingartækni sem gerði okkur kleift að byggja varanlegri mannvirki. Að búa í holu Þótt bárujárnshúsin væru á slnum tlma mjög mikil framför I byggingasögu þjóðarinnar eru mörg þeirra ennþá svo illa einangruð að fólki getur stafað mikil hætta af grýlukertum. DB-mynd Kristján Ingi Eitt það merkasta sem íslenskir arki- tektar geta lært af 1100 ára sögu bygg- ingarlistar í landi sínu er notkun fárra byggingarefna á látlausan hátt; að gæta samræmis milli mannvirkis og aðliggjandi landslags og að taka fullt tillit til veðurfars. En hvernig eru helstu atriði þessarar sögu og hvernig höfum við fært okkur þessa reynslu í nyt? Torf, grjótog timbur í 900 ár Fyrstu landnemar á tslandi fluttu með sér byggingartækni og húsagerð sem þá var þekkt I Noregi og á norðan- verðum Bretlandseyjum. Búið var i skála með langeldum á gólfi, sem bæði var svefnrými, matstofa og vinnuher- bergi. Ekki þótti þetta hentug húsa- gerð, þegar fram í sótti, enda voru þessir skálar oft um 30 metra langir, þannig að mikinn eldivið þurfti til upp- hitunar. Af þessum sökum var þvi byggð sérstök viðbygging viö skálann — stofa, sem notuð var sem borðstofa, gestastofa og vinnuherbergi kvenna þótt áfram væri sofið í skála. Á 13. öld er farin að tiðkast sú húsaskipan að útidyr liggja milli stofu og skála, en siðan göng til baðstofu og annarra bakhýsa. Þessi húsagerð hélst síðan óbreytt í meginatriðum fram á 18. öld. Baðstofan hætti smám saman að vera notuð í upphaflegum tilgangi og er orðin að stofu til íveru á 16. öld, þótt áfram væri sofið i skála. Á 18. öld verður baðstoðfan aðal-íveruherbergið og er sennilegt að eldiviðarskortur og kólnandi tíðarfar hafi ráðið þar miklu. Siðari tima þróun á húsaskipan leiddi svo til þeirra tveggja gerða burstabæja sem flestir þekkja í dag. Eftir 900 ára byggð var því þá komið á sama veg fyrír islendingum og á landnámsöld,

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.