Dagblaðið - 15.01.1979, Side 1

Dagblaðið - 15.01.1979, Side 1
! 5. ÁRG. — MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979 — 12. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. Myrti 17 manns í Malmö: ff Honum finnsthann ekki hafa gert neitt rangt —sagði Heim rannsóknarlögreglumaður í Malmö í viðtali við DB í morgun ff „Hann gerir sér fyllilega grein fyrir þvi, hvað hann hefur gert, en það er eins og hann telji sig ekki hafa gert neitt rangt. Hann segist hafa verið að hjálpa fólkinu,” sagði Runar Heim, rannsóknarlögreglumaður I Malmö I Svíþjóð I viötali við Dagblaðið í morgun, en á föstudaginn var var 18 ára gamall Malmöbúi handtekinn og hefur hann játað að hafa myrt 17 manns, allt langlegusjúklinga á elli- heimili þar i borginni. „Ég er búinn að yfirheyra hann frá því á föstudaginn, er hann var hand- tekinn,” sagði Runar Heim ennfrem- ur. „Það hefur komið í Ijós, að hann reyndi að myrða a.m.k. sjö aðra sjúklinga, siðustu dagana áður en hann var gripinn. Ungi maðurinn hafði starfað á Malmö östra Sjukhus frá því í september og að sögn Heim, mun hann hafa framið fyrsta morðið í október. Myrti hann alla sjúklingana með því að byrla þeim þvottalög í ávaxtasafa, en eins og áður sagði lifðu nokkrir sjúklingarnir morðtilraunirnar af. „Hann er alveg rólegur og segir, að hann hafi ekki orðið fyrir neinum áhrifum frá neinum, né haft neinn sér til aðstoðar við þessi voðaverk,” sagði Runar Heim ennfremur. „Hann hafi aðeins viljað hjálpa fólkinu, það hefði verið orðið gamalt og bjargarlaust og ekki haft neitt að lifa fyrir.” Elzti sjúklingurinn, sem ungi maðurinn myrti var 100 ára, en öll fórnarlömbin dvöldust á deild 6 á Malmö östra Sjukhús. -HP. sjá erl.fréttirábls.9 íbúarnir sátu í köldum og Ijóslausum hÚSUm — sjábls.6 Verkfall 63 starfsstúlkna Sjúkrahússins á Akranesi skollið á: Brottflutningur sjúkra kannaður — samningsdrög fæddust í morgun og borin undiratkvæðiíkvöld Að likindum munu 96 sjúklingar Sjúkrahússins á Akranesi og 50 vist- menn dvalarheimilisins Höfða ekki fá margréttaðan mat í hádeginu i dag því í morgun mættu aðeins þrjár stúlkur til vinnu i eldhúsinu, af níu venjulega. Af 63 starfsstúlkum sjúkrahússins mættu aðeins 19 í morgun skv. undan- þágu nefndar á vegum starfs- stúlknanna og stendur sú undanþága aðeins I dag. Verkfall starfsstúlknanna stafar af þvi að þær munu vilja komast inn í starfsmannafélag sjúkrahússins þannig að þær fái sambærileg kjör og starfsstúlkur á vegum bæjarins fyrir sömu vinnu. Málið á sér langan aðdraganda en ekki tókst að leysa deilurnar fyrir boðaðan verkfallstíma á miðnætti sl. Á síðasta samninga- fundi með bæjarráði bar um 6 þús. kr. á miili krafna stúlknanna um mánaðarlaun og boðs bæjarráðs. Á miðnætti sl. hófst fundur með bæjarráði og fulltrúum starfsstúlkna og stóð til kl. 8 í morgun, að sögn Sig- urðar Ólafssonar, forstöðumanns sjúkrahússins. Eitthvert samkomulag tókst, sem lagt verður fyrir fund i kvöld, en læknar eru að kanna hversu marga sjúklinga er hægt að senda heim strax. -G.S. Ovænt úrslit í vinsældavalinu — fáir miðar eftir, seldir í kvöld Úrslit liggja nú fyrir að mestu í Vin- verða seldir á Hótel Sögu í kvöld kl. sældavali Dagblaðsins og Vikunnar. 17—19. Þangað verður á sama tíma Talning stóð alla helgina og lauk um að sækja pantanir, sem teknar voru miðnætti sl. nótt. Óhætt er að segja — niður vegna óveðursins á laugardag, svo ekki sé of mikið sagt — að úrslitin’ en á morgun verða allar ósóttar pant- í ýmsum flokkum muni koma mikið á anir seldar án nokkurs frekari fyrir- óvart á Stjörnumessunni á fimmtu- vara. / dagskvöldið. Æfingar Stjörnubandsins og lista- Þangað komast áreiðanlega færri en mannanna, sem sigruðu, fara nú i vilja. Aðgöngumiðasala hófst á gang af miklum krafti og verður Iögð laugardaginn og gekk mjög vel. Eru nótt við dag fram að Stjömumessu nú tiltölulega fáir miðar eftir, en þeir ’79. -ÓV ^ ----------- 1 Þeir voru hressir í gærkvöldi, krakkarnir i Stakkahlíðinni, og höfðu grafið sér hús inn í heljar- mikinn skafl, sem snjóplógar borg- arinnar höfðu hrúgað upp fast við akbrautina. Lögreglan kom á vettvang, og bað krakkana að grafa sig heldur inn i skaflinn hinum megin frá, f jær götunni. En þeir vildu fá að vera í sviðsljósinu. „Það er langmest gaman, þegar allir sjá okkur," sögðu þeir og var alveg sama, þótt þeir löskuðu taugakerfi bíl- stjóranna, sem þurftu að aka sér- lega gætilega fram hjá þeim. Sveinn Þormóðsson. A

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.