Dagblaðið - 15.01.1979, Blaðsíða 32
Lifði af 5 mínútur í ísköldum sjónum:
„Sá bátinn
ífjarlægjast
—reyndi að
festa mig
við línuna”
—segir Vilhjálmur Skaptason á
Sif f rá Hvammstanga í samtali við DB
„Ég sá skipið fjarlægjast og lók
þegar sundtökin en það gekk hálfillu
Ég man það síðast eftir mér að ég var
að reyna að festa mig við linuna þvi að
ég vildi að þeir næðu skrokknum i
land, og mér leið ekkert illa,” sagði
Vilhjálmur Skaptason, 36 ára gamall
stýrimaður á linubátnum Sif frá
Hvammstanga i samtali við DB í gær.
Vilhjálmur varð fyrir þeirri óvenju-
legu lífsreynslu á laugardaginn að
hann tók út af bátnum og var I u.þ.b. 5
mínútur i ísköldum sjónum áður en
4élögum hans á bátnum tókst að
bjarga honum um borð. Vilhjálmur
liggur nú á sjúkradeild Héraðshælisins
á Blönduósi og er á góðum batavegi.
Vilhjálmur sem er stýrimaður á
bátnum sagði að slysið hefði orðið
með þeim hætti, að hann hafi verið að
færa bala til þess sem var að hnýta
saman bakborðsmegin. Skipti þá eng-
um togum að mikill hnútur reið á bát-
inn stjórnborðsmegin og þvert yfir bát-
inn. Vilhjálmur sagðist beinlinis hafa
tekizt á loft og út af bátnum án þess að
koma nokkurs staðar við hann. Hann
álítur sig hafa lent á linunni og reyndi
að festa sig við hana.
Síðan man hann ekkert eftir sér fyrr
en á bryggjunni á Skagaströnd en þar
bað hann um að boðum yrði komið til
foreldra sinna sem þar búa. Vil-
hjálmur sagðist hafa það eftir félögum
sínum, að þeir hafi náð honum inn
með línunni og var hann dreginn inn á
fótunum meðvitundarlaus og lífgunar-
tilraunir þegar hafnar.
Vilhjálmur sagðist vera við sæmi-
lega liðan en kvartaði undan eymslum
í baki og átti hann að fara i rannsókn i
dag.
- GAJ / H.E. Blönduósi.
Frumvarp viðskiptaráðherra:
Þjóðnýting olíu-
verzlunarinnar
Svavar Gestsson viðskiptaráðherra
mun i vetur leggja fram frumvarp um
oliuheildverzlun rikisins.
Þetta kom fram í útvarpsþættinum
Á beinni linu I gærkvöldi.
Svavar sagði i þættinum, að stefna
Alþýðubandalagsins væri óbreytt.
Bandalagið vildi láta þjóðnýta olíu-
verzlunina.
Hann kvaðst ekki hafa borið
væntanlegt frumvarp sitt um
olíuheildverzlun rikisins upp i ríkis-
stjórninni, enda mun vafasamt, að
frumvarpið fái þar fullan stuðning.
Ekki er til dæmis gert ráð fyrir, að
Framsóknarmenn séu tilbúnir að þjóð-
nýta olluverzlun.
Þá kvaðst Svavar vera að láta rann-
saka oliuverzlunina, verðlagningu
hennar og skattlagningu, sem kemur
fram í verði á olíu og bensíni. Mun
ætlunin að reyna að einfalda skatt-
lagningu á olíu.
-HH.
DB-mynd Bjarnleifur
Óperan hef ur meðbyr
Þrátt fyrir vitlaust veður fylltu
óperusöngvarar Háskólabió á laugar-
daginn er þeir héldu þar óperugleði.
Og menn skemmtu sér konunglega og
létt var yfir, enda ekki ástæða til ann-
ars. Á myndinni er Guörún Á.
Simonar, en hún söng tvö ítölsk lög og
að sögn Garðars Cortes I morgun var
gerður mjög góður rómur að söng
hennar og annarra, en alls komu fram
niu söngvarar.
Maria Markan kynnti og tengdi at-
riðin skemmtilega saman. Meðal gesta
á óperugleðinni var forseti tslands og
fjöldi stjórnmálamanna. Það er þvi
meðbyr með óperunni hérlendis þessa
dagana og þvi ráðlegt fyrir hina ódrep-
andi eljumenn stéttarinnar að nota
lagið.
• JH
Fimm ára áætlun
í ríkisfjármálum
— samstarfsf lokkunum ekki þoluð loddarabrögð
Miðstjórn SUF:
„Ungir framsóknarmenn krefjast
þess, að ríkisstjórnin sýni raunhæfan
árangur I baráttunni gegn verð-
þólgunni,” segir i stjórnmálaályktun-
inni.
Áherzlu ber að leggja á áætlun i
fjárfestingu og ríkisfjármálum til að
minnsta kosti 5 ára samhliða því að
hætt verði hinum sjálfvirku útlána-
reglum fjárfestingarlánasjóða.
„Við teljum brýnt, að Framsóknar-
flokkurinn endurheimti fyrri stöðu í
islenzkum stjórnmálum, sem
forystuafl umbótaflokkanna I þjóð-
félaginu,” sagði Eiríkur Tómasson,
formaður Sambands ungra fram-
sóknarmanna í viðtali við DB i
morgun.
Miðstjórn SUF þingaði sl. föstudag
og laugardag.
Þá verði verðtryggð öll innlán og út-
lán í áföngum og visitölukerfinu
breytt og þá um leið tekið fyrir hinar
endalausu víxlhækkanir.
Áherzla er lögð á það, að samráði
við hagsmunaaðila vinnu-
markarðarins sé haldið áfram.
Harðlega er gagnrýnt fádæma
getuleysi og ábyrgðarleysi samstarfs-
flokka framsóknarmanna í ríkisstjórn-
inni. Skorað eí% ráðherra flokksins að
líða þeim engin loddarabrögð.
Upphafsorð Eiríks Tómassonar
voru staðfest með flokksmálaályktun
á SUF-þingi miðstjórnarinnar.
Áherzla er lögð á, endurnýjun á
forystuliði flokksins og þingliði.
-BS.
frfálst, úháð daghlað
MÁNUDAGUR 15. JAN. 1979.
Jón L
varðí
2. sæti
— á hraðskákmóti í
Noregi um helgina
Um helgina var gert hlé á Astoria-
skákmótinu í Hamar i Noregi. Hins veg-
ar var haldið þar hraðskákmót, 45
mínútur á skák. Hraðskákir af þessari
tímalengd eru mjög algengar á Norður-
löndum en þekkjast hins vegar varla hér
á landi. Engu að síður varð árangur
íslenzku keppendanna mjög góður. Jón
L. Árnason hafnaði I 2. sæti með 5 1/2
vinning úr 7 umíerðum. Jón tapaði
aðeins einni skák fyrir sigurvegaranum í
mótinu, Lars Karlsson, og gerði jafntefli
við Margeir. Karlsson hlaut 6 1/2
vinning. í þriðja sæti varð Sviinn
Schussler með 5 vinninga en hann
tapaði fyrir Jóni L. í 4.-6. sæti urðu
Margeir Pétursson, Kristensen frá
Noregi og Pólverjinn Bednarski, sem er
alþjóðlegur meistari. Þeir hlutu allir 4
1/2 vinning. — Astoria-skákmótið
heldur áfram í dag og verða þá tefldar 2
umferðir. Jón L. teflir þá við Svíann
Björk, sem að sögn Jóns er mjög
traustur skákmaður og gerir mikið af
jafnteflum. Margeir teflir við Lars
Karlsson en þeir eru nú I efsta sæti á
mótinu. Tveir keppenda á mótinu lentu í
bílslysi fyrir helgina og hafa nú hætt
keppni. Það voru Norðmennirnir
Gulbrandsen og Sven Johannesen. GAJ-
Skíðakappar á Ólafsfirði
Gengu rúm-
lega 500 km
— og söfnuðu þannig
til vetrarstarfsins
Fjórir ungir skíðamenn á Ólafsfirði
gengu 506 km á skiðum nú um helgina.
Kapparnir voru með þessari frækilegu
göngu að styrkja vetrarstarf skiðadeildar
Leifturs á Ólafsfirði. Bæjarbúar lögðu
undir og hétu að greiða piltunum 10
krónur á hvern genginn km.
Piltarnir eru allir landsliðsmenn I
skíðagöngu, en þeir heita Jón Konráðs-
son, Guðmundur Garðarsson, Gottlieb
Konráðsson og Haukur Sigurðsson. DB
hafði í morgun samband við Konráð
Gottliebsson föður þeirra Jóns og Gott-
liebs og sagði hann að veður hefði verið
gott er strákarnir, sem eru á aldrinum
16—22 ára, hófu gönguna. Þeir ætluðu
sér að ganga 500 km eða I tvo sólar-
hringa samfleytt.
Þegar á seinni sólarhringinn leið gerði
vonzkuveður og hættu strákamir göng-
unni eftir einn og hálfan sólarhring en
þeir höfðu þá þegar gengið 506.5 km.
Þeir voru mjög léttir á sér eftir gönguna,
sagði Konráð, en þeir gengu hver á eftir
öðrum. Sá fyrsti hóf gönguna á föstudag
og síðan koll af kolli. Konráð hafði heyrt
að fjórtán hundruð þúsund kr. hefðu
safnazt.