Dagblaðið - 15.01.1979, Síða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979.
Bretland:
Hálf milljón atvinnu-
laus vegna verkfalls
bifreiðastjóranna
— reynt að tryggja f lutninga til sjúkrahúsa og á húsdýrafóðri
Verkfall flutningabifreiöastjóra
verður aðalumræöuefnið á fundi
brezku rikisstjórnarinnar, sem kemur
saman í dag. Þegar hefur hálf milljón
manna orðið að leggja niður vinnu
vegna verkfalls rúmlega hundrað
þúsund bifreiðastjóra. Talið er að tala
þeirra sem hætta verða störfum vegna
skorts á hráefnum og öðru verði
komin upp í tvær milljónir fyrir lok
þessarar viku. Verði þá atvinnugreinar
eins og efnaiðnaður og bifreiðafram-
leiðsla orðnar lamaðar.
Bifreiðastjórarnir krefjast 22%
launahækkunar og hafa þegar hafnað
15% launahækkún. Eru þetta mun
meiri hækkanir en rikisstjórn Callag-
hans forsætisráðherra hefur viljað
samþykkja í samræmi við stefnu henn-
ar í verðlags- og atvinnumálum.
Ekki er talið liklegt að rikisstjórnin
muni leggja til að lýst verði yfir
neyðarástandi og gripi til þess að láta
hermenn ganga i störf bifreiðastjór-
anna sem eru í verkfalli. Hins vegar
muni hún reyna að ná samkomulagi
um að flutningar til sjúkrahúsa og á
fóðurvörum til bændabýla verði
tryggðir. Að sögn Michael Foot að-
stoðarforsætisráðherra gætu hermenn
ekki komizt yfir að sjá um allan þann
akstur sem nauðsynlegur væri.
Brezka þingið kemur saman í dag í
fyrsta skipti eftir jólaleyfi og er búizt
við að Margrét Thatcher leiðtogi
thaldsflokksins muni gera harða hrið
að Callaghan forsætisráðherra og
krefjast þess að lýst verði yfir neyðar-
ástandi.
Búizt er við að lestarstjórar muni
taka um það ákvörðun næstu daga
hvort þeir lýsi yfir verkfalli. Gæti það
kostaö að járnbrautarsamgöngur löm-
uðust um allt Bretland.
Washington:
Carter tilbú-
inn að ræða
við Sadat og
Begin
Jtmmy Carter Bandaríkjaforseti lýsti
þvi yfir í gær að hann væri reiðobúinn
til að taka að sér beint sáttasemjarahlut-
verk í deilu tsraels og Egyptalands. Mun
forsetinn þá eiga við sams konar hlut-
verk og hann lék á fundum Sadats for-
seta og Begins forsætisráðherra í Camp
David í Maryland síðastliðið haust.
Fyrsta skrefið mun þó verða að senda
bandariska sendinefnd til tsraels nú i
vikunni. Er hlutverk hennar að reyna að
finna leiðir til að jafna ágreininginn um
orðalag og framkvæmd einstakra liða
væntanlegra friðarsamninga landanna
tveggja.
Carter forseti lýsti því yfir að hann
hygðist brátt leggja fyrir Bandaríkjaþing
hugmyndir sínar um samkomulag við
Sovétrikin um takmörkun vígbúnaðar.
Er þetta í fyrsta skipti, sem Carter lýsir
þessu beint yfir.
REUTER
HÁRTOPPAR
HERZIG
hártoppar eru:
• Eðlilegir, léttir og þœgilegir.
• Auðveldir í hirðingu og
notkun.
• Fyrsta flokks framleiðsla,
sem hœfir vel íslendingum.
• Leitið upplýsinga og fúið
góð rúð ón skuldbindinga.
INTER N ATIONAL
Hárbær, Laugavegi 168, sími 21466
Sevilla, Hamraborg 10 Kópavogi,
sími 44099
Rakarastofan Suðurlandsbraut 10,
sími 32166
Hárskerinn, Skúlagötu 54, sími 28141
Rakarastofa Leifs österby, Selfossi
Keisarinn brott á
hverri stundu
transkeisari heilsar upp á hina nýju stjórn Baktiars, sem sést að baki keisaranum.
Búizt var við þvi á hverri stundu að
tilkynnt yrði um brottför transkeisara
frá landi sinu í morgun. Tilkynnt var
Khomeiny trúarleiðtogi, sem búizt er
við að muni ná enn meiri völdum en
áður eftir að keisarinn er farinn úr
landi.
formlega i gærkvöldi, að níu manna
ríkisráð mundi fara með völd keisar-
ans á meðan hann dvelst erlendis í
vetrarleyfi.
Búizt var við að andstæðingar keis
arans sem eru undir forustu trúarleið
togans Ruhollah Khomeiny, sem
dvalizt hefur i útlegð í Frakklandi að
undanförnu,muni krefjast þess að keis-
arinn snúi ekki aftur. Er þess vænzt að
það verði helztu kröfurnar sem bornar
verði fram í kröfugöngum og útifund-
um næstu daga.
Bandarískur mannfræðingur telur sig
hafa fundið nýjan lið i sögu mannsins,
sem sýni fram á að hún nái milljón árum
lengra aftur en áður hefur verið talið.
Mannfræðingurinn dr. Donald Johan-
Fólk fagnaði ákvörðun um að keis-
arinn hyrfi úr landi með miklum
göngum í gær og tóku jafnvel her-
menn þátt í ánægju þess með að bera
blóm á byssum sínum. Margir báru
myndir af Khomeiny í barmi.
Margir óttast að koma muni til
blóðugra átaka á næstu dögum í tran.
Orðrómur er um að fylgismenn Kho-
meiny hafi þegar komið á fót leynilegri
uppreisnarstjórn sem þeir ætli að
koma að völdum á næstunni. Óttazt er
að stjórn Baktiars eigi ekki langt líf
fyrir höndum.
son hefur fundið steingerða beinagrind í
Eþíópíu sem hann telur þriggja milljón
ára gamla og sé það rétt er hér um að
ræða elztu leifar mannveru sem fundizt
hafa.
Elzti ættingi
mannsins fundinn?