Dagblaðið - 15.01.1979, Qupperneq 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979.
C*
Utvarp
Sjónvarp
»
t---------------------------------------->
A TÍUNDA TÍMANUM - útvarp í kvSld kl. 21.10:
Nú verður gerð úrslitatilraun til að fá galdrameistarann 1 heimsókn 1 þáttinn Á tlunda tímanum. Á myndinni er félagi hans úr
sjónvarpsþætti.
Ptötusnúðar með stæla
„Við ætlum að fá 5—6 plötusnúða í
heimsókn til okkar og setjum það
skilyrði að þeir fari á kostum,” sagði
Guðmundur Árni Stefánsson um þátt-
inn Á tíunda tímanum í útvarpinu i
kvöld.
„Við tölum við þá og leyfum þeim að
láta gamminn geisa. Þessir menn, eins
og til dæmis Gísli Sveinn Loftsson, eru
V___________________________________
frægir fyrir „stæla” og ætlumst við til að
fá vænan skammt af þeim.
Við ætlum að gera aðra tilraun til að
fá galdrameistarann í heimsókn. Hann
brást okkur í síðasta þætti en hann skal
ekki sleppa núna. Hann verður með
skopstælingu á öllu þessu kukli, lófa-
lestri og alls kyns spám.
Svo verðum við með einhvers konar
símahasar. Helzt hefur okkur dottið í
hug að fá franska vinkonu okkar til að
hringja út í bæ og heyra hvernig fólk
bjargar sér út úr vandræðum, sem af því
hljótast.
Klassískir liðir verða eins og vanalega,
topp fimm og leynigestur,” sagði
Guðmundur Árni.
DS.
____________________________________t
Ef ég á að vera hreinskilin þá reiknaði ég ekki með að við Þú ræðir lítillega við einkaritarann og stuttu síðar gengur
myndum vinna eftirvinnu i alvörunni... þú inn til hans og þá er hálfur sigurinn unninn til að fá
launahækkun....
{$) Útvarp
Mánudagur
15. janúar
12.25 Veðurfregnir. Fréttlr. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.20 Litli bamatíminn. Unnur Stefánsdóttir sér
um tímann.
13.40 Við vinnuna:Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Húsið og hafið” eftir
Johan Boyer. Jóhannes Guðmundsson þýddi.
Gísli Ágúst Gunnlaugsson byrjar lesturinn.
15.00 Miðdegistónleikar; Islenzk tónlist. a.
Sónata nr. 2 fyrir pianó eftir Hallgrim H'elga-
son. Guðmuridur Jönsson leikur. b. Sönglög
eftir Bjama Böðvarsson og fleiri. Inga Maria
Eyjólfsdóttir syngur; Ólafur Vignir Albertsson
leikur á píanó. c. Sextett 1949 eftir Fál P. Páls-
son. Jón Sigurbjörnsson leikur á flautu, Gunn-
ar Egilson á klarinettu, Jón Sigurðsson á
trompet, Stefán Þ. Stephensen á horn og Sig-
urður Markússon og Hans P. Franzson á fag-
ott. d. Þrjár fúgur eftir Skúla Halldórsson.
Sinfóniuhljómsveit Islands leikur; Alfred
Walterstj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (I6.15 Veðurfregn-
ir).
16.30 Popphorn: Þorgeir Astvaldsson kynmr.
17.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Kali
og kó” eftir Anthony Buckeridge og Nils
ReinhardtChristensen. Þýðandi Hulda Valtýs-
dóttir. Áður útv. 1966 Leikstjóri: Jón Sigur-
björnsson. Leikendur í I. þætti — Á mynda-
veiðum: Borgar Garðarsson, Jón Júliusson,
Kjartan Ragnarsson, Ámi Tryggvason, Guð-
mundur Pálsson, Va'ldemar Helgason og
Valdimar Lárusson.
18.00 Tónlcikar. Tilkjnningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Ámi Böðvarsson flytur þátt-
inri.
19.40 Um daginn og veginn. Gisli Kristjánsson
fyrrum ritstjóri talar.
20.00 Lög unga fólksins. Ásta R. Jóhannesdóttir
kynnir. '
21.J0 Á tíunda tímanum. Guðmundur Ámi
Stefánsson og Hjálmar Ámason sjá um þátt
fyrir unglinga. : A
21.55 Þjóðlagasöngur:!Iri nýjurti:fstíL■ MðrtkÖ.
Hauff og Klaus-Dieter Hekler syngja og leika
með hljómsveit FriedhelmsSchönfelds.
22.15 „Vakað yfir liki Schopenhauers”, smá-
saga eftir Guy de Maupassant. Magnús Ás-
geirsson þýddi. Kristján Jónsson leikari les.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.50 Myndlistarþáttur. Hrafnhildur Schram
sér um þáttinn.
23.05 Frá tónleikum Sinfóniuhljómsveitar ís-
lands í Háskólabíói á fimmtudaginn var.
Stjórnandi: Wilhelm Briickner-Ruggeberg.
Sinfónía nr. 6 i F-dúr „Sveitalifshljómkviðan”
op. 68 eftir Ludwig van Beethoven.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
16. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.I0 Leikfimi.
7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarrrienn: Páll
Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson.
a
Mánudagur
15. janúar
20.00 Fréttir og veður.
20,25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
21.00 Svartur sólargeisli s/h. Leikrit eftir Ásu
Sólveigu. Leikstjóri Helgi Skúlason. Leikendur
Valur Gíslason, Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
Helga Bachmann, Þórunn Sigurðardóttir,
Ragnheiður K. Steindórsdóttir, Sigurður
Skúlason og Björn Jónasson. Stjórn upptöku
Tage Ammendrup. Frumsýnt 28. febrúar
I972.
22.05 Hver á hafið? Bresk fræðslumynd, gerð í
samvinnu við Menningarmálastofnun Samein-
uðu þjóðanna, um auðæfi hafsins og viðleitni
manna að skipta þeim af sanngirni. Þýðandi
Bjöm Baldursson.
22.55 Dagskrárlok.
3I
BREFABINDI
ER ÞAÐ EKKI
YKKAR HAGUR AÐ
KAUPA ÓDÝR OG
VÖNDUÐ
(elba) BRÉFABINDI?
Orgelskóli
Yamaha
Skráning nýrra nemenda og upplýsingar um
kennslufyrirkomulag er hafið í hljóðfæraverzl-.
un Paul Bernburg, Rauðarárstíg 16, sími
20111. Kennsla í byrjunarflokki og fyrir þá
sem lengra eru komnir. Nýr skólastjóri: Guð-
mundur Haukur Jónsson.
Orgelskóli Yamaha.
Stórútsala
Dömuskór f mörgum litum og geröum
meö og án innleggs.
Ekkert par dýrara en QQQ _
Karlmannaskór margar geröir^ m.a.
uppháir meö rennilás, reimaðir og
óreimaöir meö lágum og hærri hæl.
Ekkert par dýrara en k(1_ IQ.OOO.-
Barnaskór (leðurfóöraöir).
Ekkert par dýrara en ^ 5Q0 “
Kvenstígvél hnéhá (yfirvídd).
kr. 16.500.-
O.fl. o.fl. — ófrúlega góö verö.
ÁLFHÓLSVEGUR
LYNGBREKKA
HJALLABREKKA
*
NÝBYLAVEGUR
Skóskemman
Hjallabrekku 2 Kópavogi.