Dagblaðið - 15.01.1979, Side 20

Dagblaðið - 15.01.1979, Side 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979. Alþjóöaár barnsins 1979: Hvemig verður beztunniðaö málefnum bama? Börn að leik. Menn greinir á um á hvern hátt sé væn- legast að vinna að bættum hag barna á barnaárinu. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 21. desember 1976 var samþykkt að árið 1979 skyldi með aðildarþjóðurrt helgað málefnum barna en þá eru liðin tuttugu ár frá því að Sameinuðu þjóðirn- ar samþykktu yfirlýsingu um réttindi barnsins. Menntamálaráðuneytið hefur nú þegar skipað 7 manna framkvæmda- nefnd til að vinna að því að sem beztur árangur náist í starfi á ári barnsins 1979. DB hafði samband við nokkra aðila er láta sig þessi mál varða og spurði hvað þeir vildu helzt sjá gerast I málefnum barnanna á þessu ári. -GAJ- » *• v J3!enn einn nýr MAZDA, rúmgóður, sparneytinn og umfram allt - ódýr Fyrir þá sem þurfa station bíl þá höfum viö lausnina... MAZDA 323 5-dyra station. Þessi bíll leysir af hólmi 818 station bílinn, sem hefur notiö mikilla vinsælda. 323 station er aö öllu leyti rúmbetri bíll og aflmeiri. Plássiö er meira aö segja nóg til aö hægt er aö sofa í honum. Athugiö aö MAZDA 323 eyddi aöeins 5.47 lítrum pr. 100 km. í sparaksturskeppni BÍKR 1977... BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 símar: 812 64 og 81299 Líðan bama er háð líðan for- — segirGuðný Guð- björnsdóttir lektor eldra „Það yrðu mér mikil vonbrigði ef þetta ár yrði eitt allsherjar hullumhæ fyrir börnin og þar með væri sagan öll,” sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, lektor i Guðný Guðbjörnsdóttir lektor. uppeldisfræði við Háskóla íslands. „Áður en barnaárið hófst var litið rætt og skrifað á opinberum vettvangi um kjör barna. Þessi þögn endurspeglar vel, að mínu áliti, þá kúgun sem börn búa við í okkar samfélagi. Reynsla barna er ekki talin opinber heldur „privat". Þeirra vandamál eru gjaman afgreidd sem einkavandamál þeirra og foreldra þeirra þó að Ijóst ætti að vera að líðan barna er háð líðan foreldra sem háð er þjóðfélagsástandinu hverju sinni. Að- gerðir barnaársins ættu að hafa tvö meginmarkmið að mínu áliti: Annars vegar ætti að opinbera reynslu og líðan barna, hvetja þau til að tjá áhugamál sin, óskir og þarfir. Þetta þyrfti aðgerast jafnt á heimilum, í skólum og á dagvist- arstofnunum, og halda mætti sérstakar sýningar, skemmtanir og fundi í þessum tilgangi. Hins vegar tel ég timabært að hið opinbera grandskoði stefnumótun sina varðandi málefni barna og taki upp bætta þjónustu þeim til handa lengur en út barnaárið. Þar á ég aðallega við upp- byggingu og skipulag á dagvistarheimil- um, tómstundamál barna og foreldra og ekki sizt tómstundir unglinga en þar þarf stórt átak. Ég vildi minnast bamaársins sem árs- ins þegar fullorðnir byrjuðu að taka börnin alvarlega og breyttu í samræmi við þaðenda þótt börnin hefðu ekki hátt oghefðuekkikosningarétt." .g* . Að foreldrar geti sjálf ir alið börn sín upp heima —segir sr. Halldór S. Gröndal, prestur í Grensássókn fyrir heimilinu, mikilvægi þess og nauð- syn fyrir heilbrigt líf fjölskyldunnar allr- ar; að foreldrar spyrji sjálfa sig í ein- lægni: Hvernig fyrirmynd er ég börnum mínum? Og þá meina ég að við sýnum það sjálf í verki sem við krefjumst af þeim, t.d. bindindissemi, sannsögli, heið- arleika, trúmennsku, kurteisi, dugnað og góðan árangur í skóla og á vinnustað. Og að lokum með því að leggja áherzlu á að framfylgja skírnarskipuninni sem er: Að kenna börnunum að halda það sem Drottinn Jesús Kristur boðaði. Þetta er heilög skylda kirkjunnar og þeirra for- eldra sem láta skíra börnin sin.” -GAJ- „l fyrsta lagi vildi ég sjá það gerast að foreldrar geti sjálfir alið börn sin upp heima,” sagði sr. Halldór S. Gröndal, prestur í Grensássókn. „I öðru lagi að hafinn verði áróður Sr. Halldór S. Gröndal.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.