Dagblaðið - 15.01.1979, Blaðsíða 12
Vandaður bama- og kvenfatnaöur
seldur með miklum afslœtti —
Gcrið kjarakaup.
I O tízkuverzlanir
Laugavegi 38 — Sími 10765.
Þingholtsstræti 3 — Sími 10766.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979.
Enginn er eyland
Kenndu Kortsnoj
byrjunaratriði
Sennilega eru fæstir búnir að
gleyma hinu sögulega skákeinvígi milli
Karpovs og Kortsnojs sem fram fór á
síðastliðnu ári. Þegar Kortsnoj var bú-
inn að tapa hverri skákinni á eftir ann-
arri fékk hann i lið með sér tvo jóga
sem komu vægast sagt róti á hugi
margra. t fréttum var sagt að þessir
jógar væru i tygjum við hryðjuverka-
starfsemi og yllu þar með Karpov
miklum erfiðleikum I einbeitingu.
Þeim var síðan vísað burt úr skáksaln-
um að kröfu Karpovs og hans manna
þar sem ekki þótti viðeigandi að
„hryðjuverkamenn” sæjust þar.
Karpov hefði getað átt von á öllu hinu
versta frá jógunum þar sem þeir hafa
sennilega setið með lokuð augu og
hugleitt og dregið þannig úr hinni
miklu spennu sem rikti i skáksalnum.
Það skyldi þó aldrei vera að Karpov
hafi orðið hræddur um að þeir gætu
hjálpað andstæðingi sínum og leitt
hann til sigurs?
Hvað var það svo sem þessir
„hryðjuverkamenn” gerðu á Filipps-
eyjum? Jógarnir kenndu Kortsnoj
nokkur byrjunaratriði í jóga, svo sem
hugleiðslu, líkamsæfingar og matar-
æði. Þetta var einungis gert I góðum
tilgangi. 1 sjálfu sér skipti það jógana
engu máli hvor kappanna yrði heims-
meistari, þeirra hlutverk var og er að
kenna fólki að þekkja sjálft sig, og um
Kortsnoj var það vitað að hann var
orðinn mjög þreyttur, bæði á sál og
likama, og þurfti þvi á aðstoð að
halda. Þetta sýnir aöeins að hugleiðsla
er hagnýt aðferð til sjálfsstjórnar og til
að minnka likamlega og andlega
þreytu. En hugleiðsla (meditation) er
ekki bara slökun eða afslöppun eins og
svo margir halda, að þvi verður vikið
seinna.
Ósanngjarn
útvarpsþáttur
Þetta sýnir líka hvernig hægt er að
traðka á minnihlutahópum víðs vegar
I heiminum. Annað dæmi um það er
þáttur sem kom í útvarpinu fyrir
nokkrum vikum og fjallaði um svo-
kallaða sértrúarhópa.
Sérstaklega var fjallað um þrjá hópa
(Ananda Marga var ekki meðal
þeirra). Það var sláandi fyrir þennan
þátt að allar upplýsingar um hópana
hafa mjög liklega verið fengnar frá að-
ilum sem ekki tilheyra þeim. Hvers
eiga slíkir hópar að gjalda þegar farið
er með rangt mál eða þeim gert lægra
undir höfði en þeir eiga skilið? Þótt ég
aðhyllist ekki hugmyndir þessara hópa
er ég ekki í nokkrum vafa um að þátt-
urinn var ósanngjarn og fjallaði ein-
ungis um það sem kallazt gæti nei-
kvætt, þ.e. neikvætt I huga flytjenda
þáttarins. Það er merkilegt að ekki
skuli hafa verið talað við eða fengnar
upplýsingar hjá fólki I þessum hópi.
Mér finnst þetta bera vott um ólýð-
ræðisleg vinnubrögö. Það skyldi þó
ekki vera að þessir hópar leiddu líka
eitthvað gott af sér, þó litil athygli sé
vakin á því I fjölmiðlum?
Ef fólk fylgir ekki sinni barnatrú
(hafi hún einhver verið) alla tið en að-
hyllist einhverjar aðrar kenningar,
sem jafnvel ekki eru skyldar kristinni
trú og fara í bág við ríkjandi hug-
myndir í þjóðfélaginu, er það oft
stimplað sem ofsatrúarfólk, uppreisn-
arlýöur, öfgahópar og þar fram eftir
götunum.
Ananda Marga er sennilega I
augum margra sértrúarhópur sem bor-
izt hefur til landsins af tilviljun og að
óþörfu. Við i Ananda Marga teljum
þetta vera rangt. 1 Ananda Marga er
lögð áherzla fyrst og fremst á tvennt:
sjálfsþekkingu og óeigingjarna þjón-
ustu við mannkynið. Stuözt er við
Kjallarinn
Jón Snorrason
jóga sem kallast tantra jóga og inni-
heldur allar hliðar jóga sem fyrirfinn-
ast. Allir vitaað hugleiðsla er stór þátt-
ur i jóga. Fyrir fólk sem er andlega
(spiritual) þenkjandi er gott að hafa
andlegan foringja eða leiðtoga. An-
andamurti er leiðtogi Ananda Marga
en sem milliliður á milli hans og nem-
enda hans eða fólksins eru jógar.
Nokkuð hefur verið skrifað um An-
andamurti i íslenzkum blöðum, m.a.
að hann var dæmdur i fangelsi á fölsk-
um forsendum og í mótmælaskyni
hafi hann fastað í fangelsinu í rúm 5
ár. Ótrúlegt en satt. Nú er búið að
sýkna Anandamurti og talið er víst að
hann ferðist til Evrópu og Norður-
landa á næstu mánuðum.
í þessum mánuði verður á íslandi
Acharya Devadana Brahmacari sem
er jógi í Ananda Marga. Hann mun
halda hér fyrirlestra um jóga og hug-
myndafræöi Anandamurtis en einnig
mun hann kenna jóga, þar með talið
hugleiðslu, ókeypis. Ac. Devadana
Brc. hefur yfirumsjón með starfsemi
Ananda Marga á Norðurlöndum.
Hann er nú nýkominn frá Indlandi
þar sem hann dvaldi hjá Ananda-
murti. Hér gefst áhugasömu og for-
vitnu fólki gott tækifæri að kynnast
hugmyndum Ananda Marga, hvers
konar maður Anandamurti er, hvort
Ananda Marga er sértrúarflokkur,
hvað jóga er, hvernig Ananda Marga
lítur á ástandið í heiminum eins og það
er í dag og hvaða úrbætur þurfi að
koma til, o.fl., o.fl.
Er frelsi?
Það er farið að gæta þreytu í okkar
efnishyggju-þjóðfélagi. Fólk er farið
að þrá eitthvað sem efnisheimurinn
einn getur ekki veitt. Allir eru háðir
efnisheiminum og án hans kemst eng-
inn af, en það er lika til andlegur
heimur (spirituality) sem sennilega
fæstir lifa í en sem kannski flestir vildu
hafa einhver kynni af.
Hvar er þennan andlega heim að
finna? Ef við lítum í kringum okkur
sjáum við aðeins efnislega hluti. En ef
við látum hugann hverfa að okkur
sjálfum komumst við að raun um að
hinn mikli leyndardómur hamingjunn-
ar er innra með okkur sjálfum. 1 reynd
er ákaflega litið gert að því í þessu
þjóðfélagi að fá fólk til að hugsa um
sitt andlega eðli. Menn geta sagt að
hér riki frelsi og öllum er heimilt að
gera það sem hugur þeirra stendur til,
svo framarlega sem það skaðar ekki
aðra. En ríkir frelsi eftir allt saman?
Eru það ekki, þegar að er gáð, bara
nokkur öfl í þjóðfélaginu sem mestu
ráða og hafa þannig mótandi áhrif á
fólkið? í fjölmiðlum er t.d. getið nærri
hvers einasta atriðis sem fram fer í
stjórnmálaheiminum, hversu ómerki-
legt sem það er, en sárasjaldan skrifað
um fólk sem býr yfir miklum and-
legum þroska. Ef það kemur fyrir er
það yfirleitt á hræsnisfullan hátt með
ívafi af góðlátlegu gríni. Þetta er
vegna þess að öfl sem mest ná til fólks-
ins hafa ekki kynnzt andlegu lífi og
trúa ekki aðslíktsé til.
Maðurinn þroskast ekki einungis
með efiingu vitsmuna sinna. Það
verður líka að hyggja að hinu andlega
eðli. Hugleiðsla er aðferð til að þroska
allar hliðar mannlegs eðlis. Maðurinn
er ekki vél. Hann býr yfir andlegum
fjársjóði sem er mesta þekking og
æðsti kærleikur sem til er. Þennan
fjársjóð finnur enginn með lestri bóka
einna saman, frægð og frama, söfnun
veraldlegra muna, skítkasti í hreppa-
pólitík o.s.frv., heldur aðeins með at-
höfnum og hugsun sem leiða til þroska
á öllu mannlegu eðli. Græðgi í verald-
lega sýndarmennsku verður að breyt-
ast i þrá eftir æðri veruleika.
Flestir lita á hugleiðslu sem aðferð
til að slaka á og láta sér líða vel. í
rauninni er tantrisk hugleiðsla barátta
fyrir útvikkun vitundarinnar. Sanna
hugleiðslu er ekki hægt að kaupa fyrir
peninga. Gildi hennar er óendanlegt
— frumréttur hverrar mannveru.
Einlæg ástundun hugleiðslu brýtur
niður allar falskar takmarkanir, or-
sakaðar af sjálfselsku. Hún þroskar
sterkan huga sem nauðsynlegur er til
að breyta manninum og þjóðfélaginu.
Enginn er eyland. Þess vegna er það
skilyrðislaus skylda hvers og eins að
hjálpa bræðrum og systrum okkar á
öllum þrepum hins mannlega lifs hvar
sem er í heiminum.
Kærar þakkir fyrir birtinguna.
Jón Snorrason,
Ananda Marga á íslandi.
Creda
Enskur antik
ÖRFÁIR flrÍnn
ARNAR
ÓSELDIR.
FLÖKTANDI
RAFLOGINN
HLÝJU
HEIMIL'
ISINS
Creda
Tau-
þurrkarar
3 GERÐIR
2 STÆRÐIR
20ÁRA
FARSÆL
REYNSLA
NAUÐSYNLEGT
TÆKI Á NÚTÍMA HEIMILI
SKOÐIÐ ÞESSI FRÁBÆRU TÆKI HJÁ
OKKUR - SÍMISÖLUMANNS18785
RAFTÆKJAVERZLUN
ÍSLANDS H/F
ÆGISGÖTU 7 - SÍMAR 17975 OG 17976.