Dagblaðið - 15.01.1979, Side 14

Dagblaðið - 15.01.1979, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979. VIÐSTÆKKUM OG BREYTUM bjóðum við flestar byggingavörur á sama stað í nýinnréttuðu húsnæði á 1. og 2. hæð, samtals 600 m2. Komið og skoðið. — Það er hagkvæmt að verzla allt á sama stað. Útveggjasteinn Þakpappi Eldhúsinnréttingar Veggfóður Milliveggjaplötur Múrnet Plaströr & fittings Veggstrigi Spónaplötur Rappnet Gluggaplast Gólfflisar Grindaefni Skrúfur Álpappir Veggflísar Plasteinangrun Þakrennur Garðastál Lím Glerullareinangrun Hreinlætistæki Lamir & skrár Gólfdúkur Steinullareinangrun Blöndunartæki Rafmagnsverkfæri Korkflísar Glerullarhólkar Viðarþiljur Málningarvörur Saumur Þakjárn Baðskápar Verkfæri ALLT UNDIR EINU ÞAKI BYGGINGARVÖRUDEILD JÓN LOFTSSON HF. HRINGBRAUT121 Smurbrauðstofqn BJORNINN Njólsgötu 49 — Simi 15105 Útsala - Útsala Komið og gerið góð kaup. Hannyrðaverzlunin Minerva, Hrísateigi 47 (við Verðlistann) Tjáningarfrelsi er ein meginforsenda þess aó frelsi geti viðhaldist í samféiagi AN YFIRFÆRSLU Guðbergur Auðunsson úti á hlaðinu i Suðurgötu 71 gær. DB-mynd Bjarnleifur. Fyrir rúmu ári fór Guöbergur Auð- unsson i gang fyrir alvöru sem mynd- listarmaður, en hann á að baki langan feril sem auglýsingateiknari. Hefur hann verið ódeigur við að sýna verk sin síðan, að Kjarvalsstöðum, á mat- stofunni Á næstu grösum og nú í höfuðstöðvum nýlista, Galleríinu við Suðurgötu. Hef ég áður lýst aðferðum Guðbergs, en þær byggjast á raun- særri skoðun á þeim prentuðu og myndrænu leifum sem maðurinn skilur eftir sig i borginni, — hvort sem um er að ræða Reykjavík, New York eða Las Palmas. Hér á ég við gömul plaköt, auglýsingaspjöld eða rifrildi þeirra. Guðbergur hefur ljósmyndað þessar „leifar” og yfirfært þær svo á striga eða masónítplötur með akrýl- litum. Sneiðar af veruleika Þannig mynda þessi mótíf ýmiss konar óhlutbundin form og virðast reyndar sverja sig í ætt við hreint af- strakt, en eru sem sagt maleriskar sneiðar af veruleikanum og lýsa breytilegum viðhorfum mannsjns, for- gengilegheitum mannlífsins, — eins og þau koma fram i alls kyns auglýs- ingum á almannafæri. Þetta mundi þvi flokkast undir raunsæi og er Guðbergur að rækta eitt horn af sama garði og nokkrir franskir listamenn ræktuðu fyrir tíu árum og nýtur þar fingrafimi sinnar og smekks. Þó voru sum málverk Guðbergs í þessa veru á mörkum þess að vera það sem ameríkumenn kalla „slick”, þ.e. smart og fáguð en það er nokkuð sem gjam- an hendir auglýsingateiknara þegar þeir halda út í hina grimmu veröld myndlistar. Ljósmynd og myndlist Styrkur hins franska plakat-raun- sæis i málaralist og samklippi lá ein- mitt í grófum næstum tilviljunar- kenndum vinnubrögðum. Engu að síður komst Guðbergur vel frá sinu og málverk hans eru eftirtektarverð við- bót við íslenska málaralist. Á sýningu sinni I Suðurgötu setur Guðbergur upp ljósmyndir einvörðungu, ásamt nokkru Xerox litkopíum þeirra og gætu sumar þeirra verið eins og formyndir að málverkum: stúdíur af veggjum hér I borg og I New York. Aðrar eru ein- faldlega skemmtileg mótíf, tekin af glöggum ljósmyndara. Þessi sýning Guðbergs verður fyrst og fremst að skoðast sem Ijósmyndasýning fremur en „myndlistarsýning” eins og hann kallar hana I vandaðri sýningarskrá og án þess að hætta mér langt út I þá pólemik sem vaxið hefur I kringum „listgildi” Ijósmyndarinnar, þá vil ég aðeins minna á grundvallarmismun Ijósmyndunar og myndlistar. Það er: málarinn (eða myndlistarmaðurinn) setur saman éða byggir upp en ljós- myndarinn upplýsir og opinberar. Rómantískar svipmyndir Hér sýnir Guðbergur okkur ósköp snotrar og jafnvel rómantískar svip- myndir sem þóeru varla eftirminnileg- ar. Yfirfærðar I málverk eru þær háðar konstrúktífum hæfileikum mál- arans, litaskyni hans og þeim litum sem eru á markaðinum og þau mál- verk sem út úr þessari yfirfærslu koma, taka sér stöðu i malerisku sam- hengi og taka þátt í samspili (ogdíalóg) verka innan þeirrar hefðar. Þessi sýn- ing er því feilskot frá hendi Guðbergs bæði frá Ijósmyndalegu og myndlistar- legu sjónarmiði. En þakka ber fyrir vandaðan frágang á henni allri og mættu margir taka sér hann til eftir- breytni. Myndlist AÐALSTEINN . INGÓLF3SON SKákmótíðíHamar: Mðrgeír Og JÓd L. í Hér leiða þeir saman hesta sina á síðasta Reykjavikurmóti félagarnir Margeir Péturs- son og Jón L. Árnason. Þeir eru nú báðir I baráttunni um efstu sætin á alþjóðlega skákmótinu i Hamar i Noregi. DB-mynd Ragnar Th. BÚR11. stærsta fyrirtæki landsins Varðandi frétt I Dagblaðinu fimmtud- aginn 11. janúar sl. um stærstu fyrirtæki landsins, viljum við benda á að eins og fram kemur I fyrirvara Frjálsrar verzl- unar um listann, að þar er stærð Bæjar- útgerðar Reykjavíkur ekki rétt metin. Skv. launamiðafylgiskjali frá því i janúar 1978 voru vinnuvikur hjá B.Ú.R. 20.134 árið 1977 og meðalmannafjöldi um 400 manns. Teljum við því B.Ú.R. vera skv. þeirri viðmiðun 11. stærsta fyrirtæki landsins. Virðingarfyllst, f.h. Bæjarútgerðar Reykjavíkur Vigfús Aðalsteinsson, skrifstofustjóri. barátt- unni um efstu sætin í 5. umferð skákmótsins i Hamar i Noregi, sem tefld var á föstudagskvöld- ið, leiddu saman hesta sína tveir efstu menn mótsins, Margeir Pétursson og Svíinn Niklasson. Margeir hafði svart og átti lengst af i vök að verjast en hélt þó jafntefli. Jón L. Árnason sigraði Norð- manninn Gulbrandsen örugglega og er nú verulega að ná sér á strik eftir heldur slaka byrjun. Margeir heldur enn efsta sætinu ásamt Svíunum Niklasson og Karlsson. Þeir eru allir með 3 1/2 vinning. Jón L. er I 4.—7. sæti með 3 vinninga. Sjötta og sjöunda umferð verða tefldar I dag en alls verða tefldar 9 umferðir á mótinu og lýkur þvi á mið- vikudag. -GAJ-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.