Dagblaðið - 15.01.1979, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 15.01.1979, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANOAR 1979. 29 Pólitísk auglýsing frá Alþýðuflokknum JAFNVÆGISSTEFNA í EFN AH AGSMÁLU M Núverandi rikisstjórn hefur setið i rúma fjóra mánuði. Það er markmið Alþýðuflokksins með stjórnarsamstarfinu, að mótuð verði samræmd heildarstefna i efnahagsmálum, sem taki til allra meginþátta efnahagsmála. Það markmið hefur enn eigi náðst. 1. desember sl. voru enn gerðar bráðabirgðaráðstafanir, sem lúta eingöngu að launamálum og standa einungis til þriggja mánaða. Á dögunum eftir 1. desember sömdu þingmenn Alþýðuflokksins Frumvarp til laga um jafn- vægisstefnu i efnahagsmálum og samræmdar aðgerðir gegn verðbólgu. Það er sannfæring þingmanna Alþýðuflokksins að launafólk er fyrir sitt leyti tilbúið til þess að taka þátt i verðbólguhjaðnandi aðgerðum, ef rfldsvaldið gengur á undan og gerir hreint heima hjá sér. Flokkstjórn Alþýðuflokksins samþykkti að fjárlög skyldu ekki afgreidd fyrr en afstaða Alþýðubandalags og Framsóknar lægi fyrir. Flokkstjórn og þingflokkur Alþýðuflokksins gengust siðan inn á að afgreiða fjárlög fyrir jól gegn þvi skýlausa loforði forsætisráWierra að frumvarp til laga um heildaráætlun til tveggja ára i efnahagsmálum lægi fyrir eigi siðar en 1. febrúar n.k. Nefnd ráðherra hefur hafið störf, og á frumvarpið að vera tilbúið eigi síðar en 1. febrúar 1979. Frumvarp Alþýðuflokksins um jafnvægisstefnu i efnahagsmálum og samræmdar að- gerðir gegn verðbólgu skiptist i sjö meginkafla, auk Itarlegrar greinagerðar og skýr- inga. Efnisatriði frumvarps um jafnvægisstefnu í efnahagsmálum I. kafli fjallar um Fjármál rikisins. Þaö er lagður til mjög verulegur niðurskuröur i rikisbúskapnum. Þar er lagt til að framkvæmd verði eignakönnun i því skyni aö skattleggja veröbölgugröða. II. kafli fjallar um Fjárfestingarstjörn og lánsfjáráætlun. Þarer lögðtil áætlun um fjárfestingu, þak á heildarumsvif fjárfestingar og afnám þeirra sjálfvirku útlánareglu, sem gilt hefur og aldið mikilli veröbölgu. III. kafli fjallar um Kjarasáttmála. Þar er lagt til aö I samráöi við launþegahreyfinguna verði peningalaunahækkanir á árinu 1979 5% á fyrsta ársfjórðungi.en 4% á hverjum siöari ársfjórðunga, þó þannig aö sérstakur kaupauki komi á lægstu laun. Þá er lagt til, aö sérstakÝsam- ráöstofnum aöila vinnumarkaöarins og launþega veröi komiöá fót. IV. kafli fjallar um Verölagsmál. Þar er lagt til aö verölagi veröi haldiö i skefjun til samræmis viö leyföar peningalaunahækkanir. V. kafli fjallar um Peningamál. Þar eru hert lagaákvæöi um Seöla- banka íslands. Þar er lagt til aö þak veröi sett á aukningu peninga- magns í umferö. Þar er lagt til afnám á sjálfvirkum endurkaupum Seölabanka á afurðalánum. Þar er lagt til aö Rlkissjóöur endurgreiöi skuldir sinar i Seölabankann á fjórum árum. Þar er lagt til aö raun-. vextir veröi jákvæöir eigi siöar en á árinu 1980, enda undirbúi rlkis- stjórnin lagasetningu um samræmda lengingu á lánstfma fjárskulda- bindinga. VI. kafli f jallar um Veröjöfnunarsjóö fiskiönaöarins. Þar er lögö til ný- skipun veröjöfnunarkerfisins til þess aö leggja til hliöar skyndilegar hækkanir i nafni þess fyrirtækis, er hlut á aö máli. Þessar upphæöir veröi sföar notaöar til þess aö mæta áföllum, sem veröa kunna. VII. kafli fjallar um Vinnumarkaðsmál. Þar er lagt til að settveröi á stofn á vegum Félagsmálaráöuneytis upplýsinga- og vinnumiölunar- skrifstofa fyrir landiö allt til þess aö samræma atvinnutækifæri og greiöa fyrir tilfærslum á milli atvinnugreina. Frumvarp Alþýðuflokksins um jafnvægisstefnu i efnahagsmálum og um samræmdar aðgerðir gegn verðbólgu — er eina alvarlega tilraunin sem islenskur stjómmálaflokkur hefur gert um margra ára skeið til þess að gera langtimaáætlun I efnahagsmálum. Andstæðingar okkar halda þvi fram, að hér sé um „kauprán” að ræða, vegna þess að við leggjum til, að launahækkunum sé stillt I hóf. Höfuðtilgangur þessara aðgerða er aðná verð- bólgunni niður með samvirku átaki rfldsvalds og hagsmunasamtaka. Ef heilsteypt samvinna tekst núlli þessara aðila er þvi ekki um „kauprán” að ræða, og auk þess er sérstök áherzla lögð á það að tryggja kaupmátt lægstu launa, svo sem Verkamannasamband íslands hefur itrekað lagt til. óðaverðbólga undanfarinna ára hefur leitt til misréttis, spillingar, upplausnar og óbilgirni. Atvinnuvegirnir em að stöðvast á nokkra mánaða fresti. Atvinnuöryggi er ótryggt. Alþýðuflokkurinn er sannfærður um það að fólkið i landinu vill taka þátt I verðbólguhjaðn- andi aðgerðum, ef rikisvaldið gengur á undan. Ef ekki er gerð slík áætlun, sem Alþýðuflokkurinn leggur til, hljóta stjómvifld hinn 1. marz n.k. að koma I veg fyrir peningalaunahækkanir, án þess að snert verði á öðrum þáttum efna- hagsmála. Slik efnahagsstefna dugir ekki til langframa: Þess vegna leggur Alþýðuflokkur- inn til samræmda stefnu, sem nær til allra meginþátta efnahagsmála. Niðurstöður um samræmda efnahagsstefnu eiga að liggja fyrir eigi siðar en 1. febrúar. Alþýðuflokkurinn hefur þegar markað þá meginstefnu sem fylgja þarf. En þvi aðeins ná- um við árangri, að virkt almenningsálit vinni með okkur. GEGN VERÐBÓLGU sköpum heilbrigt efnahagslif

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.