Dagblaðið - 15.01.1979, Page 5

Dagblaðið - 15.01.1979, Page 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979. 5 Finnmörk íTorfustaðahreppi: Eldur í fjós- hlöðu Annríki hjá lögreglunni íReykjavík: Neyðarkall barst frá tveim skemmtistöðum Um hádegi á laugardag var slökkvilið- ið á Hvammstanga kvatt að bænum Finnmörk i Torfustaðahreppi þar sem mikill hiti var í heyi i fjóshlöðu þar og bóndinn á bænum. Jóhannes Kristófers- son, var hræddur að það myndi kvikna i þegar loft kæmist i hevið. En mikill súgur hafði mynda/i um súgþurrkunar- kerfið í hlöðunni. Sú varð og raunin á að eldur hafði kviknað þegar slökkviliðið kom á staðinn. Magnaðist eldurinn fljót- lega vegna mikillar SV-áttar og var slökkviliðið mjög lengi að ráða niður- löguni eldsins. Miklar skemmdir urðu á heyinu en litlar á húsum. GAJ Það voru harla fáir á ferli síðdcgis á laugardag þegar Ijósmyndari DB fór i ökuferð sína. Viða sátu illa búnir fólks- bilar fastir og yfirgefnir. Tafði það tals- vert umferð, m.a. varð ófært af þeim sökum til Hafnarfjarðar þegar fjöldi bila stöðvaðist á Arnarneshæð. Flestir öku- menn héldu sig heima — og einstaka fór út á snjósleðanum sinum. Samt sjáum við ekki betur en taug sé á milli jeppans og snjósleðans ... DB-myndir: Ragnar Th. Annríki hjá lögregiunni íReykjavík: - Mikið annríki var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins. Færðin var orðin mjög slæm um bæinn og viða nánast ófært. Mjög fáir leigu- bílar voru við akstur en töluverður fjöldi fólks á skemmtistöðum borgarinnar. — vegna ófærðarinnar ■ Barst lögreglunni hálfgert neyðarkall frá tveimur þeirra þ.e. Sigtúni og Hótel Sögu. Voru um 600 manns í Sigtúni og enn fleiri á Sögu og allt í óvissu um hvernig þetta fólk kæmist heim. Lögregl- an fékk aðstoð frá Strætisvögnum Reykjavíkur og fóru tveir vagnar á Sögu og einn í Sigtún. Þá var lögreglan einnig með sina rútu við fólksflutninga og mikið af aukabílum við að aðstoða næt- urhrafna við að komast heim. 1 Hafnar firði og Kópavogi voru hjálparsveitir skáta lengi frameftir að aðstoða ófor- sjála ökumenn við að komast leiðar sinn- ar. Véladeild Reykjavíkurborgar hafði tilkynnt að mokstri yrði hætt kl. 21 á laugardagskvöld en vegna þrábeiðni var aðstoð lögreglunnar haldið áfram fram eftir nóttu og aftur byrjað eldsnemma á sunnudagsmorgun. Þá hafði lögreglan einnig í nógu að snúast við að flytja starfsfólk sjúkrahúsanna til og frá vinnu á sunnudagsmorgun. í gærmorgun var ástandið orðið mun betra í bænum og fært a.m.k. um allar aðalgöturnar. -GAJ- VÍDA RAF- MAGNSLAUST UM HELGINA Bilanir á rafmagni urðu á nokkrum stöðum á landinu um helgina. Alvar- legust varð bilunin á linunni til Grinda- vikur og segir frá því annars staðar á sið- unni. Um miðjan dag á laugardag bilaði rafmagsnlínan til Vestmannaeyja. Hafði línan slitnað og þverslá brunnið á Land- eyjarsandi. Að sögn Baldurs Helgasonar tæknifræðings hjá Rafmagnsveitunum reyndist ekki unnt að gera við línuna fyrr en kl. 11 í gærmorgun. Ekki varð þó neitt vandræðaástand i Eyjum því þeir Eyjamenn hafa yfir að ráða dísilstöð sem gripið er til i tilfellum sem þessum. Þá varð einnig bilun á rafmagnslinum í uppsveitum Árnessýslu á laugardag. Tóks tað koma straumi á aftur síðdegis en aftur varð bilun kl. 2 aðfaranótt sunnudagsins. Aftur tókst að koma straumi á í gærmorgun en fljótlega varð enn ein bilunin. Unnið var að viðgerö í gær og var meginhlutinn kominn aftur í samband um kl. 2 í gær. Einnig varð bilun á rafmagnslínum í Borgarfirði og varð Borgarhreppur straumlaus á laugardag og fram eftir nóttu. Að sögn Baldurs Helgasonar er þarna um gamlar linur að ræða sem þyrfti að styrkja en fjármagn hefur skort. -GAJ- 3JA DAGA ÚTSALA FYRIR DÖMUR: FYRIR HERRA: FYRIR BÖRN: Mokkasínur á kr. 4985.- og 5500.-. Stígvél á kr. 5985.-, 8985.- og 13680.- Skór á kr. 2500.- og kr. 5500.- Töflur á kr. 1985.-, kr. 2200.- og kr. 3500.- Sandalar á kr. 4485.-. Trétöfflur á kr. 2995. Sandalar á kr. 3500.-. Skór á kr. 5500.- Kuldaskór á kr. 5950.- Kuldaskór á kr. 5500.- Skóverzlun Þórðar Péturssonar allt 1. JLOKKS sMfatnabur kJI*10 g6d SkSS &MEST Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.