Dagblaðið - 26.01.1979, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979
HEIMILiSLÆKNIR SVARAR
Er ungum bömum
hollt að horfa á
sjónvarpið?
Móöirspyn
Mig langar að spyrja heimilislækn-
inn að því hvort hann telji óhollt fyrir
ung börn að horfa á sjónvarp. Svo
langar mig til að spyrja hvort ég græði
eitthvað á að ganga i asma- og of-
næmisfélagið (en ég hef hvort tveggja)
og hvernig kemst ég þá í það ef ég
vildi.
Svar:
Samtök asma- og ofnæmissjúklinga
hafa skrifstofu hér í borginni, síma
númerið er í símaskránni og þar færðu
allar upplýsingar um starfsemina.
Samkvæmt þeim upplýsingum verður
þú sjálf að ákveða hvort þú „græðir
eitthvað” á að ganga í félagið, slíkt
getur enginn metið fyrir þig.
Börn fara sjaldnast að hafa áhuga á
því sem á skjánum sést fyrr en þau eru
4—5 ára gömul. Varla held ég þau
hljóti neinn skaða af að horfa á sæmi-
legt barnaefni, svo fremi þeim sé ekki
parkerað framan við skjáinn, sem þá
verður að lélegri barnfóstru. Hugar-
heimur barna á þessum aldri er ekki
rökrænn, heldur töfraheimur furðu-
vera, kraftaverka og annarra undur-
samlegheita. Því held ég að brýna
nauðsyn beri til að hinir fullorðnu sitji
með börnum sínum við skjáinn og séu
ólatir við að reyna að svara spurning-
um þeirra um allt það er fyrir augu
ber. Að öðrum kosti geta meinlaus-
ustu fyrirbæri valdið þessum aldurs-
flokki kvíða og hugarangri sem þau
Sinquan og marplan:
Lyf sem upp-
hefja þung-
lyndisástand
— en aukaverkanir geta komið í Ijós
A.B. skrifar:
Mig langar að fá upplýsingar um
tvö lyf, þ.e. MARPLAN OG SIN-
QUAN. Við hverju eru þau helzt gefin
og hverjar geta verið aukaverkanir við
inntöku þeirra.
Svar:
Þetta eru tvö mjög ólík efni sem
bæði eru notuð til að upphefja þung-
lyndisástand (geðlægð, „depressión”),
sumir kalla það reyndar sjúkdóm.
Sinquan er náskylt t.d. tryptizol og
tofranil. Það tekur venjulega 2—3
vikur að virka, þ.e. aflétta þunglynd-
inu, en aukaverkanir koma fram strax
við fyrstu töflu. Hættulegar aukaverk-
anir eru fáar og sjást helzt hjá hjarta-
veilu fólki, hjartsláttartruflanir ýmiss
konar, blóðþrýstingslækkun, e.t.v.
auknar líkur á kransæðastíflu. Ber því
að nota sinquan og skyld lyf með
ítrustu varkárni sé vitað um hjarta-
sjúkdóm. Meinlausari, en þó oft hvim-
leiðar aukaverkanir eru að mestu
bundnar áhrifum á ósjálfráða tauga-
kerfið, munnþurrkur, truflun á þvag-
látum og sjónskerpu. Þessi einkenni
eru mest í byrjun, en hverfa oft eða
minnka mikið sé lyfið tekið lengi.
Sama er að segja um syfju, sem oft er
veruleg og veldur því að þessi lyf eru
oft geftn einungis að kvöldlagi, eða
jafnvel notuð sem svefnlyf.
Marplan og skyld lyf hafa fáa kosti
umfram sinquan & Co, en mun fleiri
hættulegar aukaverkanir. Því er
notkun þeirra siminnkandi.
Mjög varasamt getur verið að taka
marplan og sinquan saman. Loks skal
minnt á, að lyf þessi eru mjög eitruð,
séu teknir stórir skammtar, t.d. ef
börn komast í glösin. Hafa af slíku
hlotizt allt of mörg hindranleg dauðs-
föll barna á undanförnum árum.
Langsum skorur í
nöglum vottur um
taugaveiklun?
A.B. skrifar:
í nokkur undanfarin ár hafa tvær
neglur, á báðum þumalfingrum klofn-
að um leið og þær hafa vaxið fram yfir
fingurgóminn. Bæði þær neglur og á
öðrum fingrum eru með langsum
skorum. Af hverju stafar þetta?
Mér var einu sinni sagt að langsum
skorur i nöglum bæru vott um tauga-
veiklun. Ereitthvað til í því?
Svan
Þetta getur stafað af ýmsum ólíkum
orsökum, meiðslum, sveppasýkingú
t.d. eða af arfgengum þáttum.
„Taugaveiklun” veldur ekki svo vitað
sé truflunum á naglvexti eða naglgerð.
Valdi neglurnar þér verulegum óþæg-
indum er sjálfsagt að ræða málið við
heimilislækninn, e.t.v. finnst læknan-
leg orsök.
eru betur sett án. Annars held ég að
hver og einn geti svarað spurningu
sem þessari a.m.k. jafnvel ogég, algild-
ar reglur finnast varla hér fremur en
annars staðar i mannlegum samskipt-
um.
SUNNDHATIÐ
HOTEL SAGA - SULNASALUR
Sunnudagskvöld 28. jan.
Húsid opnað kl. 19.00,
hressing við barinn,
ókeypis happdrættismiðar afhentir
BORÐHALD HEFST
Gestir ganga að langborði á dansgólfi og velja sér Ijúffenga
þorrarétti af stærsta þorrablótsveizluborði sem sézt hefur.
VERÐ AÐEINS KR. 3.500 FYRIR ÓMÆLDAN
VEIZLUMAT.
SKEMMTIATRIÐI
Danssýning. Hinn víðfrægi discodansari Ricky Vill-
ard skemmtir og sýnir discodans eins og hann gerist
§ beztur í heiminum i dag.
FERÐAKYNNING - LITKVIKMYNDIR
Glænýjar litkvikmyndir frá eftirsóttum áfangastöðum Sunnu, á Kanaríeyjum,
Mallorca, Costa del Sol og Grikklandi, og einnig af skemmtiferðaskipinu FUNCHAL,
sem Sunna leigir næsta sumar. Sagt frá mörgum spennandi ferðamöguleikum sem
bjóðast á þessu ári.
GLÆSILEGT FERÐABINGÓ
Vinningar 3 sólarlandaferðir með Sunnu eftir frjálsu vali.
TÍZKUSÝNING
Fegurðardrottningar íslands 1978—77 ásamt stúlk-
um frá Karon sýna það nýjasta í kvenfatatízkunni.
FEGURÐARSAMKEPPNI
ÍSLANDS
Gestir kvöldsins kjósa fyrsta fulltrúann í lokakeppn-
ina um titilinn Fegurðardrottning Reykjavíkur 1979.
IDANSTIL KL.1.00
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamQfsöngkon-
| unni Þuríði Sigurðardóttur ieikur og syngur fyrir
| dansi.
ÓKEYPIS HAPPDRÆTTI
Þeir matargestir sem mæta fyrir kl. 20.00 fá ókeypis
happdrættismiða, en vinningur er Kanaríeyjaferð 2.
feb.
Missið ekki af glæsilegasta þorrablóti ársins á gjafverði, ókeypis Kanaríeyjaferð í dýr-
tfðinni fyrir þann heppna. Pantið borð tímanlega hjá yfirþjóni í síma 20221 frá kl.
16.00 daglega.
xV \ lo.uu daglega. / 7/
k. sgmiv;J