Dagblaðið - 26.01.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979.
ferð sendinefndar þangað suður eftir
en meðlimir hennar gáfu Víetnömum
meðal annars upplýsingar um mögu-
leika Norðmanna á að útvega tæki til
olíurannsókna og olíuleitar á hafinu
við suðurhluta landsins.
Norðmenn telja sig nú njóta þess
góða samstarfs sem verið hefur á milli
landanna alveg frá byrjun samskipta
þeirra sem hófust í lok sjöunda áratug-
arins. Á fundum sendinefndarinnar
norsku með vietnömskum ráðamönn-
um kom í Ijós að þeir hafa áhuga á að
auka viðskiptin við Noreg. Einkum
beinist áhuginn að ýmsum vélum og
tækjum varðandi olíuiðnaðinn.
Formaður norsku sendinefndar-
innar, Per Martin ölberg, undirstrik-
aði í viðræðunum að Norðmenn væru
ekki allir sam'mála þeirri stefnu að
auka viðskipti og önnur samskipti við
Víetnam. Einkum benti hann á að
stöðugur straumur flóttafólks frá land-
inu hefði valdið nokkrum óróa I Nor-
egi og annars staðar á Vesturlöndum.
Einnig mun styrjöldin við Kambódíu
hafa komið til tals á fundunum. Sagt
er að fulltrúar Víetnam hafa hlustað á
þessar útskýringar en ekkert gefið út á
þær.
Ekki mun þessi andstaða gegn sam-
vinnu landanna hafa haft nein áhrif á
viðræðurnar í Víetnam. Norðmenn
lögðu fram hugmyndir í fjórum liðum,
þar sem fram kom á hvaða sviðum
þeir teldu sig einkum geta orðið Víet-
nam að liði. Var það varðandi fisk-
veiðar og vinnslu, virkjun fallvatna,
skipasmíðar og olíuvinnslu.
Norðmenn hafa flutt út til Víetnam
fyrir jafnvirði tæplega þrjú hundruð
milljóna íslenzkra króna, sem ekki
verður talið mikið. Aftur á móti hefur
innflutningur þeirra frá Vietnam verið
lítill sem enginn. Nú þegar allar horfur
eru á þvi að útflutningur Norðmanna
muni aukast hröðum skrefum til Víet-
nams þá lofaði sendinefndin að vinna
að auknum kaupum norskra fyrir-
tækja á vörum þaðan. Er ætlunin að
þar hafi norska ríkið hönd í bagga.
Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið
að veita ábyrgðir fyrir allt að 288 millj-
ónir norskra króna til rannsókna á
olíusviðinu. Þegar hafa nokkur norsk
fyrirtæki tekið að sér slík rannsóknar-
verkefni. Einnig hefur stjórnin
ákveðið að ábyrgjast eitt hundrað
milljóna króna viðskipti á öðrum
sviðum.
Vel mun hafa verið tekið á móti
Norðmönnunum í Víetnam og í sam-
bandi við eina veizluna kom fyrir kát-
legt atvik. 1 veizlu einni vildi sá Viet
nami sem fyrir gleðinni stóð endilega
skála I botn við norska ráðuneytis-
stjórann. Hafði verið séð svo um að
glas hans var vel fyllt. Sá norski tók
þessu vel en þar sem hann mun eitt-
hvað hafa grunað hvað að baki bjó
þreif hann glas gestgjafans en rétti
honum sitt eigið. Varð sá þá vand-
ræðalegur mjög og viidi fá glas sitt
aftur. Þegar það gekk ekki varð hann
að lokum að viðurkenna að hann hefði
haft rangt við í skálaleiknum, hellti
áfenginu niður úr glasi ráðuneytis-
stjórans norska, sem aftur á móti teyg-
aði teið sem verið hafði í glasi Víet-
namans.
Bezta kjarabótin er
hjöðnun verðbólgunnar
hátt í þingmönnum Alþýðuflokksins
og að barátta þeirra til viðnáms gegn
verðbólgu mótist aðeins af þvi að
skerða launin.
Það verður þó að vona, að þrátt
fyrir upphrópanir þeirra geti þeir
viðurkennt, að árangur við að ná verð-
bólgunni niður hlýtur að vera besta
kjarabótin til handa launafólki.
Launafólk verður að varast þann
fagurgala og blekkingu, sem felst í
orðum alþýðubandalagsmanna, þegar
þeir tala um umhyggju sína fyrir hag
launafólks. — Meðan þeir eru ekki til-
búnir til að takast á við verðbólguna á
raunhæfan hátt, uppskurð á ríkisfjár-
málum, peninga- og fjárfestingarmál-
um og öðrum meginþáttum efnahags-
lifsins, auk þess að viðurkenna það, að
meðan verið væri að koma verðbólg-
unni niður verði að setja þak á launa-
hækkanir, þó þannig að lægstu laun
væru sérstaklega vernduð, þá er það
blekking við launafólk, að halda að
kaupmáttur og hagur þeirra væri
betur tryggður á annan hátt.
Því besta kjarabót launafólks og
besta tryggingin fyrir félagslegum um-
bótum og bættum hag þess er tví-
mælalaust hjöðnun á verðbólgunni. —
Hún gerist ekki á annan hátt en með
mikilli breytingu og uppstokkun á
öllu efnahagskerfinu og tímabundn-
um fórnum þeirra sem betri hafa laun-
in. Að halda öðru fram er sjónarspil og
blekking flokka í verðbólguleik.
Flokkar í
verðbólguleik
Stjórnarsamstarfið hefur vissulega
margoft hangið á bláþræði vegna
þeirrar gerbreyttu efnahagsstefnu sem
Alþýðuflokkurinn vill koma á. Efna-
hagslífið þolir ekki áframhaldandi
bráðabirgðalausnir, og þingflokkur
Alþýðuflokksins mun ótrauður berjast
fyrir breyttum leikreglum i íslensku
stjórnmálalífi — þeim leikreglum að
launin séu ekki talin orsök verðbólg-
unnar, heldur óstjórn og síðan kjark-
leysi stjórnvalda að þora að ráðast að
rótum vandans.
Segja má að Alþýðuflokkurinn hafi
spilað djarft til að ná fram markmið-
um sínum — þeim markmiðum sem
hann var kosinn til að framfylgja.
En þegar við er að etja flokka sem
erfitt virðist að ná út úr verðbólgu-
leiknum, þá verður að leika djarft til
að ná árangri og sýna að Alþýðu-
flokknum er virkilega alvara i sam-
starfinu og hann tekur þátt i þvi til að
keyra niður verðbólguna — en ekki til
að endurtaka verðbólguleik íhaldsins.
Það ber þó að viðurkenna að Fram-
sóknarflokkurinn hefur undanfarið
sýnt mun meiri tilþrif i þá átt að ná
tökum á verðbólgunni en Alþýðu-
bandalagið.
Þó að Alþýðufl. hafi verið gagn-
rýndur fyrir að láta undan I kröfum
sínum og skilmálum í samstarfi við
þessa flokka og oft talinn hafa verið
svínbeygður og sundraður, þá vegur
það þungt á vogarskálinni, að Alþýðu-
flokkurinn vill láta reyna til hins ítr-
asta á samstarf þessara flokka, sem er
sá hornsteinn sem samstarfið byggist
á.
En trausti og þolinmæði launafólks
eru takmörk sett, ef verðbólguleikur-
inn heldur áfram. Því gerir Alþýðu-
flokkurinn sér grein fyrir, þess vegna
knýr hann á um aðgerðir strax. — Ef
það svigrúm sem launafólk hefur gefið
nú í upphafi kjörtímabils þessara
flokka er ekki notað strax skeður
tvennt. Þeirglata trausti launafólksog
ná aldrei tökum á verðbólgunni. —
Hún heldur óbeisluð áfram, og spyrji
hver sjálfan sig, hvert stefnir þá.
Frumvarp
Alþýðuflokksins
Að mínum dómi hefur Alþýðu-
flokkurinn gert úrslitatilraun, með
frumvarpi sínu um Jafnvægisstefnu i
efnahagsmálum og samræmdar að-
gerðir gegn verðbólgu, til að stöðva
verðbólguleikinn. Hér er um mjög ít-
arlegt frumvarp að ræða, sem tekur
yfir öll svið efnahagslífsins og að
grunni til byggt á þeirri greinargerð
sem samstarfsflokkarnir I ríkisstjórn
samþykktu með bráðabirgðaráðstöf-
unum 1. des.
Meginefni þessa frv. er byggt á
miklu aðhaldi og breytingum í ríkis-
fjármálum og fjárfestingamálum, pen-
inga- og verðlagsmálum, auk þess sem
stefnt er að því I samráði við verka-
lýðshreyfmguna að setja tímabundið
þak á launahækkanir, en þó tryggt, að
lægstu laun séu vernduð. Einnig er
gert ráð fyrir mjög ströngu verðlags-
eftirliti og takmarkanir settar á verð-
hækkunarheimildir.
Gert er ráð fyrir að afnema I veiga-
miklum atriðum ýmsa sjálfvirkni varð-
andi þróun efnahagsmála, svo sem út-
lánareglur varðandi fjárfestingarlána-
sjóði sem gilt hafa og byggja á sjálf-
virkum útlánum, en I stað þess settar
samræmdar útlánareglur, sem meira
byggja á arðsemissjónarmiðum, auk
þess sem ýmis framlög sem laga-
ákvæði kveða á um eftir sjálfvirkum
reglum eru afnumin. Öli þessi sjálf-
virkni gerir hagstjórn mun erfiðari og
hefur átt geysimikinn þátt í örri verð-
bólguþróun. Með því að taka meira til-
lit til arðsemissjónarmiða er þó á eng-
an hátt verið að standa á móti fjárfest-
ingum sem réttlættar eru með félags-
legum þörfum, heldur aðeins að það sé
metið hvað hagkvæmast og réttlátast
er hverju sinni. Sjálfvirkni getur varð-
andi ýmis félagsleg réttlætismál vissu-
lega átt rétt á sér. þó sett sé fram sú
skoðun að í flestum tilfellum eigi að
styrkja hana opinberlega með fjár-
framlögum úr ríkissjóði eða byggða-
sjóði.
Einnig eru peningamálin tekin föst-
um tökum í frv. og þar gert ráð fyrir
að ýmsum aðgerðum verði beitt i
stjórn peningamáia til hagstjórnar og
lögð á það áhersla að stefnan í pen-
ingamálum, sé i samræmi við samsvar-
andi aðgerðir I ríkisfjármálum, fjár-
!Vstingar. verðlags- og launamálum.
Einnig að stýring peningamagns i um-
ferð samrýmist yfirlýstum mark-
miðum um hjöðnun verðbólgu. —
Stefnan I rikisfjármálum er að draga
til muna úr opinberri fjárfestingu og
ýmsum spamaði og niðurskurði beitt í
útgjöldum rikisins. Þó leggja beri rika
áherslu á aðhald og samdrátt á ýmsum
sviðum, þá verður það að byggjast á
því að samdrætti sé haldið innan
þeirra marka að ekki skapist hætta á
atvinnuleysi.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að raun-
vöxtum verði komið á í áföngum og
því markmiði náð 1980, en stefnan i
vaxtamálum hefur dregið stórlega úr
sparnaðarviðleitni, enda ekki furða
þegar sparifjáreigendur verða að sæta
margra milljarða verðrýrnun í banka-
kerfinu árlega undanfarin ár.
Verðbólgan brenglar líka allt verð-
mætamat og grefur undan siðferðis-
grundvelli þjóðfélagsins, auk þess sem
hún leikur þá verst, sem lægst hafa
launin, og þá sem spariféð eiga.
Launaþróunin sýnir okkur líka,
hversu lítið hald er í hækkunum launa
um 40-60% á ári, þegar kaupmáttur-
inn breytist lítið sem ekkert. — Þess
vegna hlýtur það að vera mikið hags-
munamál fyrir launafólk að ráða
niðurlögum verðbólgunnar þó það
kosti stundarfórnir.
Gert er ráð fyrir víðtækri samvinnu
og samráði milli ríkisvaldsins og aðila
vinnumarkaðarins varðandi efnahags-
mál og launaþróun, og er það kjarni
hugmyndarinnar um kjarasáttmála,
sem Alþýðuflokkurinn hefur lagt
áherslu á. Veigamikill þáttur i frv. er
lika kafli um vinnumarkaðsmál, þar
sem segir að sett skuli á stofn upplýs-
inga- og vinnumiðlunarskrifstofa fyrir
allt landið. og skal verkefni hennar
vera að samræma og tryggja sem best-
ar upplýsingar utn atvinnutækifæri og
greiða fyrir tilfærslum milli starfs-
greina.
Forsenda frumvarpsins
Ef haldið verður áfram á braut
bráðabirgðaráðstafana er Ijóst að mikl-
ir efnahagserfiðleikar blasa við nú
fljótlega í byrjun ársins.
Verðbólgan hefur á undanförnum
árum fært efnahagslífið svo úr skorð-
um, að lífskjör hafa ekki batnað I kjöl-
far batnandi ytri skilyrða.
Oft á ári liggur við stöðvun útflutn-
ingsatvinnuveganna, og þegar þeir
eiga i erfiðleikum, hafa þeir knúið á
um gengisfellingu og verðbólguskrúf-
an snýst áfram með bullandi hraða. —
Allt hefur þetta lamandi áhrif, og lifs-
kjörin versna sífellt meira og meira.
Því oftar sem farin er braut skamm-
timaráðstafana sem engan vanda
leysa, aðeins fresta honum, því lengur
dregst að slökkva verðbójgubálið og
koma á heilbrigðu efnahagslífi. —
Verðbólguleikinn verður því að
stöðva. — Alþýðuflokkurinn hefur
sýnt að honum er alvara og lagt fram
raunhæfar tillögur til að stöðva verð-
bólguhjólið. Hann mun leggja megin-
áherslu I þeim viðræðum sem nú fara
fram um efnahagsmálin á að ná fram
stefnumarkandi aðhaldssömum að-
gerðum nú þegar á sviði ríkisfjármála,
peningamála, fjárfestingar- og verð-
lagsmála. Og raunhæfasta leiðin
hlýtur að vera að binda þær breytingar
á hinum ýmsu efnahagsþáttum sem
samstaða næst um i lagaform, sem
tryggir framkvæmd þeirra, en ekki til-
lögu- eða ályktunarform um mark-
miðslýsingar í efnahagsmálum, sem
hægt er að víkja sér undan — og
launafólk getur ekki treyst á að verði
framkvæmt.
Þegar ríkisstjórnin hefur náð fót-
festu i þeim málum, sem á er treyst-
andi, getur hún leitað samráðs og sam-
vinnu við verkalýðshreyfinguna á
sviði launamála og efnahagsstefnunn-
ar i heild. — Á slíkri forsendu. að fyrst
náist samstaða um aðra þætti efna-
hagslifsins en launamál er frv. Al-
þýðuflokksins um jafnvægisstefnu í
efnahagsmálum og samrærndar
aðgerðir gegn verðbólgu byggt.
Ef ekki næst samstaða um slíkar að-
gerðir og látið verður reka á reiðanum
til 1. marz, þá endurtekur sagan sig frá
1. sept. og 1. des. — saga undanfar-
inna ára, sem hafa verið ár haldslausra
bráðabirgðaráðstafana — ráðstafana
sem kippt hafa stoðunum undan heil-
brigðu efnahagslífi og komið verst
niðurá launafólki. —
Rikisstjórn, sem nýtur trausts
launafólks og byggir á samstarfi við \
hana. á allt undir því komið, að sam-
staða náist nú um raunhæfar aðgerðir.
Jóhanna Sigurðardóttir
alþingismaður.
„Ætli núverandi ríkisstjórn að erfa leikreglur fyrri
ríkisstjórnar verður ekki langt þangað til hún verður
að pakka saman."
„Ef það svigrúm sem launafólk hefur gefið nú í
upphafi kjörtímabils þessara flokka er ekki notað
strax skeður tvennt. Flokkarnir glata trausti launa-
fólks og þeir ná aldrei tökum á verðbólgunni."