Dagblaðið - 30.03.1979, Page 6

Dagblaðið - 30.03.1979, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. ATVINNUREKENDUR sendibIlstjórar Nú er tækifærið, látið ekki happ úr hendi sleppa. Tilboð óskast í Ford Custom Dodge árg. 1977, viðgerðan eftir veltu. Ekinn aðeins 510 km. Burðarþol allt að 5 tonnum. Sem nýr. Uppl. í síma 51411 um helgina og næstu viku á kvöldin. Geymsluhúsnæði 120 ferm geymsluhúsnæði í kjallara nálægt Hlemmi til leigu. Uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022. H-434 Þaðerekki allt fengið með miklum hita Nú hefur Braun sett á markaðinn hárblásara, sem í raun og veru verndar hárið, BRAUN SDE 850. Braun hárblásarinn hefur innbyggðan raf- eindaskynjara, sem sér um að hitastigið haldist algjörlega rétt, hvort sem blásarinn er þétt við hárið eða langt frá því. Þreplaus stilling hitans. Tveir hraðar. Stilling fyrir allar gerðir af hári. Fimm nytsamlegir fylgihlutir. Braun hárblásarinn er árangur þrotlausra rannsókna og tilrauna í sambandi við hárgreiðsiutækni. Fullko.nin viðhalds- og varahlutaþjónusta. VERSUUNIN PFAFF Skolavöröustig 1-3 Bergstaóastræti 7 Simi 26788 Helgarpóstsmenn um prentdeilumar í Blaðaprenti: Þrátt fyrir öll lætin i fjármálaheiminum er engan bilbug á blaðamönnum Helgarpóstsins að finna. Frá vinstri er Ami i-ór<.:insson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guðjón Arngrímsson, Friðþjófur Helgason Ijósmyndari, Aldis Baldursdóttir og Guðlaugur Bergmundsson. Af öðrum mönnum úr „kjarnanum” vantar á myndina þá Jón Óskar Hafsteinsson og Guðmund Arna Stefánsson. -DB-mynd R.Th. HÖFUM GAMAN AF ÞESSUM TITRINGI í BLAÐAHEIMINUM —blaðið kemur út um aðra helgi — prentmálið fyrir gerðardóm „Við höfum gaman af þeim titringi, sem þetta nýja blað veldu' í blaðaheiminum,” sagði Árni Þórai insson, einn blaðamanna og aðstand- enda Helgarpóstsins, er DB menn litu þar inn í gær til að fylgjast með fæðingu þessa nýja blaðs, sem á að koma á markaö um aðra helgi. Svo sem áöur hefur verið skýrt frá telja aðstandendur blaðsins sig ekki vcra að fara í 'samkeppni við neitt annað blað, né helgarblöð dagblað- anna, heldurað iialda inn á óplægðan akur. Þó kveða við miklir brestir i blaða- heiminum í kjölfar þess að Helgar- pósturinn er að brjótast út úr egginu. Samstarf tókst með Helgarpóstinum og Alþýðublaðinu um að hið fyrr- nefnda skyldi prentað í Blaðaprenti á AB kjörum, enda tekur AB þátt í 25% fastakostnaði þess fyrirtækis, en nýtir sinn þátt mun minna en önnur blöð. Því telur útgáfustjórn AB sig hafa fullan rétt til að nýta sér breytilegan kostnað, umfram fastakostnað í hlut- falli viö eignarhlut sinn, eins og hin blöðin þrjú gera. Fyrir frumkvæði fulltrúa Vísis i stjórn Blaðaprents var sett fram sú krafa að Helgarpósturinn skyldi merktur AB á forsíður, en aðrir yfir leiðara, eftir því hvaða fuUtrúar áttu hlut að máli. Hins vegar hefur flokksstjórn Alþýðuflokksins samþykkt þetta samstarf AB og HP án þess að áskilja sér neinn rétt til afskipta af ritstjórn blaðsins, henni eru gefnar alveg frjálsar hendur, en HP verður dreift til áskrifenda AB. Svo virðist sem andstæðingar HP sjái sér hag í að HP verði merktur AB, þar sem það síðarnefnda hefur beðið nokkurn álitshnekki vegna samdráttar í útgáfu í kjölfar lang- vinnra fjárhagsörðugleika. Halda þeir því fast við að HP verði gefið út sem nokkurs konar sunnudagsblað AB til að freista þess að rýra álitið á HP. Túlkun útgefenda AB er hins vegar að AB sé að nýta sjálfsagðan rétt sinn í Blaðaprenti, þótt þeir geri það með útgáfu annars blaðs en AB. Hvorki gengur né rekur í þessu máli og sú staða kom upp á síðasta stjórnarfundi í Blaðaprenti að visa málinu: Alþýðublaðið eeen Blaða- prenti, til gerðardóms. Vænta má nokkurra vikna biðai á úrskurði hans. Þrátt fyrir það mun Helgarpóstur- inn koma út á tilsettum tíma, en prentaður á fullu verði, þ.e. á sama verði og Blaðaprent tekur fyrir að prenta ýmis utanaðkomandi blöð. Þess má að lokum geta að fulltrúi Alþýðublaðsins í stjórn Blaðaprents, Eyjólfur Sigurðsson, hefur nú sagt af sér því embætti, en það er ekki af andstöðu við Helgarpóstinn. Vísitala byggingarkostnaöar Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta marz 1979 og reyndist hún vera 279,60 stig, sem hækicar í 280 stig (október ’75 = 100). Gildir þessi vísitala á tímabilinu apríl—júní 1979. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 5552 stig og gildir hún einnig á tímabilinu apríl—júní 1979, þ.e. til viðmiðunar við vísitölur á eldri grunni (1. okt. 1955 = 100). Samsvarandi visitölur reiknaðar eftir verðlagi í fyrri hluta desember 1978 og með gildistima janúar—marz 1979 voru 258 stig og 5126 stig. Hækkun frá desember 1978 til marz 1979er 8,5%. Kjörínn í hafn arstjóm Valtýr Guðmundsson hefur verið kjörinn í hafnarstjórn Reykjavíkur sem fulltrúi hafnarstarfsmanna með mál- frelsi og tillögurétti. Er hann fyrsti full- trúi hafnarstarfsmanna í hafnarstjórn- inni. Kjöri hans var lýst á fjölmennum fundi Starfsmannafélags Reykjavíkur- hafnar á miðvikudaginn, en áður hafði farið fram allsherjaratkvæðagreiðsla um fulltrúann. Var Valtýr kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Valtýr hefur starfað í skipaleiðsögu — semfulltrúi starfsmanna Reykjavíkur- hafnar Reykjavíkurhafnar síðan 1948. Auk hins nýja starfa situr Valtýr fyrir Alþýðuflokkinn í atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar. Á áðurnefndum fundi var Hannes Valdimarsson yfirverkfræðingur kos- inn formaður Starfsmannafélagsins til næstu tveggja ára. -ASt. V altýr Guðmundsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.