Dagblaðið - 25.05.1979, Side 7

Dagblaðið - 25.05.1979, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ1979. SkúliáLaxa- lóni fékk stuðn- ingAlþingis —eftirtalsverdátök Eftir talsverð átök var þings- ályktunartillaga allsherjarnefndar um Laxalónsmálið samþykkt undir lokin á Alþingi í fyrradag. Við loka- umræðuna reyndu andstæðingar málsins að koma í veg fyrir afgreiðslu þess á þinginu með tillögu um að það færi til nefndar. Sú tillaga var feUd við nafnakall með 38 atkvæðum gegn 14, 5 sátu hjá og 3 voru fjarstaddir. Með tillögu þeirri sem Þórarinn Sigurjónsson (F) bar fram greiddu atkvæði nokkrir framsóknar- og alþýðubandalags- menn en þó var klofningur i röðum þeirra og sumir á öndverðum meiði eða sátu hjá. Sjálfstæðis- og alþýðu- flokksmenn studdu Laxalóns- tillöguna ásamt nokkrum úr hinum flokkunum og var hún samþykkt með 35 atkvæðum gegn 9, eftir að málinu hafði verið rudd braut með falli tillögu Þórarins Sigurjónssonar. Tillagan, sem samþykkt var, miðar að því að ríkið kaupi Laxalónsstöð- ina af Skúla Pálssyni og verði verð- mæti hennar athugað með það fyrir augum. Metið verði brautryðjanda- starf Skúla við eldi á regnbogasilungi og það tjón sem verður við niður- skurð á regnbogasilungsstofni hans. Tillaga verði gerð um uppbyggingu fiskræktarstöðvar að Þóroddsstöð- um II í Ölfusi og hvernig þar megi halda áfram þeirri fiskirækt sem nú er á Laxalóni. Kostnaður við þetta verði greiddur úr ríkissjóði. Enn átök um þingsköp Eftir samþykkt tillögunnar urðu miklar umræður um hvort hún þýddi að Alþingi kysi 3ja manna nefnd til að framkvæma hana eða hvort vísa ætti ályktuninni til ríkisstjórnar- innar. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra taldi að hún ætti að fara til ríkisstjómar en gaf sig eftir að málið hafði verið borið undir skrifstofu- stjóra Alþingis sem taldi að nefndin skyldi kosin. -HH Kálfholtskirkja í Kirkjuhvolsprestakalli vfgð: Prestur og vígslu- vottur verða konur Sigurbjörn Einarsson biskup, mun á sunnudaginn vígja Kálfholtskirkju í Kirkjuhvolsprestakalli sem Ólafur Sigurjónsson, Kristján Gestsson og Albert Sigurjónsson hafa reist þar með aðstoð sjálfboðaliða úr sókninni. Sóknarprestur kallsins er sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og sóknarnefndar- menn eru Jónas Jónsson, Ölvir Karls- son og Trausti Runólfsson. Vígsluvottar verða sr. Sváfnir Sveinbjarnarson, prófastur, séra Hannes Guðmundsson i Fellsmúla, Nanna Sigurðardóttir og Ölvir Karls- son. Söngmáiastjóri þjóðkirkjunnar, Haukur Guðlaugsson, mun leika á nýtt orgel sem börn hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur og Jóns Jónssonar í Ásmúla gáfu kirkjunni til minningar um foreldra sina. Vígsluguðsþjónustan hefst kl. 2 og að henni lokinni býður kvenfélagið í Kálfholtssókn til kaffi- drykkju í Ási. Kálfholt hefur verið kirkjustaður siðan á 13. öld. -GS. 9,22-11,4 prdsenta kauphækkunl. júní Kauphækkunin 1. júní verður frá 9,22% til 11,40% samkvæmt endan- legum útreikningum Kauplagsnefndar. Koma þar til áhrif nýsettra efnahags- laga. Á laun lægri en 210.000 á mánuði fyrir fulla dagvinnu skal greiða 11,4 prósent. Á laun 220.000 krónur eða hærri á mánuði fyrir fulla dagvinnu skal greiða 9,22 prósent hækkun. Á bilinu 210.000 — 220.000 krónur fara verðbætur lækkandi frá 11,4% á 210.000 með jöfnum skrefum þar til þær verða 9,22% á 220.000 króna laun. -HH Af Og tíl gægist sólin fram og yljar eftir bannsettan kuldann dragi úr vetrarhörkunum fyrir norðan, vestan og austan. undanfarið þótt ekkert DB-mynd Bj.Bj. Borgarbókasafn Reykjavíkur Starfsmaður óskast í Bústaðasafn. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Launa- kjör fara eftir samningum við Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Borgarbókasafni fyrir 13. júní nk. Borgarbókavörður ÚTBOÐ Blikksmiðjan Vogur hf. býður hér með út upp- steypu, grunnlagnir, einangrun og múrverk á fyrstu hæð nýbyggingar að Auðbrekku 65 í Kópavogi, svo og stoðvegg á sama stað. Stærð hússins er 4226 rúmmetrar. Grafið hefur verið fyrir húsi og stoðvegg. Útboðsgögn eru til sýnis hjá Almennu verk- fræðistofunni hf., Fellsmúla 26 Reykjavík, og verða þar afhent væntanlegum bjóðendum gegn 25.000 kr. skilatryggingu. Tilboði skal skilað eigi síðar en kl. 11 miðviku- daginn 6. júní 1979 til Almennu verkfræði- stofunnar hf. og verða tilboðin opnuð þar kl. 11 sama dag. Almenna verkfræðistofan hf. KALS0 SANDALAR SANDALARNIR MEÐ MÍNUSHÆL. LITIR: HVÍTT LEÐUR EÐA NATUR LEÐUR. STÆRÐIR: NR. 36-40. VERÐ KR. 12.330.- NR. 41-46 VERÐ KR. 12.830 - PÓSTSEN DU M Skóverzlun ÞORÐAR PETURSSONA R Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.