Dagblaðið - 25.05.1979, Side 10

Dagblaðið - 25.05.1979, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1979. Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Svoinn R. Éyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haqkur Kjolgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aöstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pótursson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir. Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríoifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Áskríft 3000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. Setning <*g umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og piötugorð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skoifunni 10. Ráðherrar berir að svindli „Við förum bara eftir reglurium,” /Jj væla ráðherrar, þegar þeir eru réttilega sakaðir um að misnota aðstöðu sína í lánakjörum til kaupa á bílum. Þessi svör eru dæmigerð um siðblinduna, sem einkennir ráðamenn þjóðfélagsins. Það eru nefnilega ráðherrarnir sjálfir, sem hafa sett leikreglurnar. Þeir krunka saman níu um, að sanngjarnt sé, að hver ráðherra fái þriggja milljón króna lán á 19% vöxtum til 10 ára. Enginn óháður aðili fjallar um málið. Vextir ráðherranna eru nú komnir upp í 22%. Samt eru þeir ekki nema tveir þriðju hlutar þeirra vaxta, sem venjulegir borgarar verða að greiða, geti þeir kríað sér út lán. Og venjulegir borgarar fá í mesta lagi lán til fjögurra ára. Reglur þær, sem ráðherrarnir hafa sett sjálfum sér, eru hreint svindl. Þær fjalla um fjárhagsleg fríðindi, sem almennir borgarar njóta ekki. Ráðherrarnir hafa því enga vörn í að segjast fara „eftir reglunum”. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson gagnrýndi þetta á þingi á mánudaginn, varð Tómas Árnason fjármála- ráðherra svo uppiskroppa með undanbrögð, að hann fór að benda á aðra. Hann sagði, að allt ríkiskerfið væri löðrandi í fríðindum. Auðvitað er það rétt lýsing á forkastanlegu ástandi. En Tómasi er ekki vörn í svindli á ýmsum stigum ríkis- báknsins. Eftir höfðinu dansa limirnir. Siðvæðingin verður að byrja að ofan. Og hennar hefur enn ekki orðið vart í ríkisstjórninni. Ekki er síður alvarlegt samsæri embættismanna um að neita þjóðkjörnum fulltrúum um upplýsingar í svindlmáli þessu. Fer þar fremstur í flokki ráðuneytis- stjóri fjármála, sem virðist líta á ríkiskassann sem sitt einkamál. Blaðamenn eru ekki óvanir slíkum viðhorfum emb- ættismanna, sem telja blaðamenn umboðslausa. En skörin er farin að færast upp í bekkinn, þegar alþingi er neitað um upplýsingarnar. En þannig er embættis- mannaveldið orðið hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson rauf þagnarbandalagið með því að ráðast á alþingi beint að ráðherrunum og neyða þá til útskýringa. Þeir gáfu að vísu loðin svör og sumpart villandi. En alténd sýndu þeir nekt sína á sviði siðgæðis. Ef ráðherrar og embættismenn mega framvegis bú- ast við slíkum gusum, er sennilegt, að þeir þori minna að svindla. Tveir hermangsflokkar Hermangsflokkarnir tveir, sem standa að íslenzkum aðalverktökum, tóku á mánudaginn saman höndum á alþingi um að svæfa tillögu um rannsókn alþingis á starfsemi verktaka á Keflavíkurflugvelli. Sú samstaða segir meira en margar varnarræður. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins í neðri deild stóðu sem einn maður að því að vísa frá tillögu um rannsókn af hálfu alþingis, sem þingnefnd hafði samþykkt fyrir sitt leyti. Einokun íslenzkra aðalverktaka á framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli hefur sætt svo langvinnri gagnrýni, án þess að stjórnvöld hafi gert neitt í málinu, að full ástæða var til sérstakrar rannsóknar alþingis. En samt er mikils virði fyrir þjóðina að átta sig á, hversu sterkum tökum hermangið hefur náð á Sjálf- stæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þegar pen- ingar gæðinganna eru annars vegar, þá rýkur öll sið- væðing út í veður og vind. ALBANÍA: Hafa opnað landið eftir vinslitin við Kfnverja —enneru þeir þó fullir varúðar við heimsvaldasinna og önnur óféti, bæði meðal vestrænna þjóða og kommúnista íAustur-Evrópu Verið getur að ríkisstjórn Albaníu hafi í hyggju að opna landið að nokkru fyrir umheiminum. Víst er þó talið að þar verði alls hófs gætt og ekki flanað að neinu. Á nokkrum liðnum mánuðum hafa stjórnvöld aukið útflutning og reynt að auka samskiptin við nágrannaríkin ftalíu og Grikkland. Vart hefur orðið við nokkra viðleitni Albana til að koma á samskiptum við fleiri ríki. Má þar nefna Austurríki, Sviss, Frakkland og Norðurlöndin. Sagt er að ráðamenn í Albaníu telji þessar þjóðir fýsilegri til samskipta en heimsveldasinnana í Bandaríkjun- .... um eða sósíalheimsveldissinnana í Sovétrikjunum, svo ekki sé talað um hina vondu endurskoðunarsinna í Kína. Þjóðarleiðtogi Albaníu, aðalritari Kommúnistaflokksins, Enver Hoxha, hefur jafnvel gefið í skyn að jafnvel sé hægt að ræða við Vestur- Þjóðverja. Þeir hafa þó hingað til verið taldir með i flokki hinna verstu skúrka og illmenna í augum albanskra ráðamanna. Hafa engin samskipti verið mUli ríkjanna siðan Hoxha komst til valda við lok síðari heimsstyrjaldar. Albanir munu ekki hafa i hyggju að auka neitt opinber samskipti sín við nágranna sína, Júgóslava. Við- skipti við þá hafa þó stöðugt aukizt á síðustu árum og er áætlað að þau aukist um sextíu af hundraði í ár miðað við fyrra ár. Viðskiptasamn- ingar hafa einnig verið gerðir á síð- ustu mánuðum við önnur kommún- istaríki sem njóta meiri náðar Hoxha. Þar á meðal eru Kúba, Búlgaría, Austur-Þýzkaland og Norður-Kórea. Upp á síðkastið hefur landið einnig opnazt nokkuð fyrir ferðamönnum. í grein eftir fréttaritara Herald Tribune í Júgóslavíu segir að ekki sé rétt að gera ráð fyrir stórum breyting- Mikið værí gaman að hella niður mjólk Erfitt er að gera svo að öllum liki. Neytendasamtökin, nokkrir kratar og aðrir telja það lævíslegt að mjólkurfræðingar skuli vinna úr þeirri mjólk sem berst til mjólkur- samlaganna um þessar mundir. Það er sameiginlegi með þeim, sem hafa tjáð sig um þetta verkfall úr röðum neytenda, að þeir vilja endilega að bændur helli niður mjólkinni. Hvers vegna leggur þetta fólk ekki til að mjólkin sé gefin kúnum og sauðfénu i þessum harðindum? Það hefði verið nokkur skynsemi i því. Fóður- gildi mjólkur er mikið og engri skepnu hefur orðið meint af að drekka mjólk. Ég verð að viðurkenna að mér er 1—1 lífsins ómögulegt að skilja þessi við- brögð gagnvart undanþágu mjólkur- fræðinganna. Eru menn virkilega sárir yfir því að bændur skuii ekki vera neyddir til að hella niður mjólk? Vilja Neytendasamtökin og smá- kratar endilega sjá mjólk renna til sjávar? Fyrir ári átti Alþýðuflokkur- inn ágætan fulltrúa á Alþingi sem var á móti því að verðmæti yrðu eyðilögð og lagði til að mjólk yrði unnin í mjólkurbúum þrátt fyrir að verkföll gætu hamlað eðlilegri dreifingu hennar til neytenda. Það var von að kratar höfnuðu slíkum manni. Bitnar ekki á deiluaðilum Gísli Jónsson prófessor, einn stjórnarmeðlimur Neytendasamtak- anna, álitur ,,að skárra sé að hella mjóikinni niður strax heldur en að vera að flytja hana og vinna á kostnað neytenda”. Ekki virðist Gísli hafa fylgzt með umræðum að undanförnu um mál- efni landbúnaðarins, enda ekki við því að búast. Þar hefur þó margoft komið fram að bændur munu bera um helming af hallanum af útflutt- um búfjárafurðum á þessu ári. Það má því gera ráð fyrir að ríkissjóður greiði ekki útflutningsbætur með þeim mjólkurvörum sem nú er verið að framleiða í mjólkurbúunum og verða fluttar út. Það er þvi trulega meira hagsmunamál bænda en neyt- Á horni Ingólfsstrætis og Hverfis- götu stendur ein af fallegustu bygg- ingum Reykjavíkurborgar, Safn- húsið. Þótt liðin séu um það bil sjötíu ár frá því að byggingaframkvæmdir hófust, er húsið enn i dag reisulegt, útlits fagurt og ber tækni og byggingarstíl aldamótaáranna fagurt vitni. Jafnvel enn í dag má einnig kalla bygginguna stórhýsi. Þegar inn er litið, verður ekki sagt, að glæsibragurinn sé jafnauðsær. Að vísu eru lestrarstofurnar nothæfar enn, en nokkuð drungalegar og varla í takt við tímann eða ytra útiit hússins. Þegar á það er litið, að rétt 70 ár eru liðin síðan smíði hússins lauk og starfsemi bókasafnsins hófst í þvi —' en það var vígt í marz 1909 — má kannski teljast eðlilegt, að einhverra iagfæringa sé þörf.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.