Dagblaðið - 25.05.1979, Page 27
31
* NILFISK
Nú er sterka ryksugan
ennþá sterkari...
sogorka í sérflokki
Afborgunarskilmálar. Mf ■ ■ H ■ H 'ýs'-S'
Traust þjónusta. jgf I I I
FYRSTA FLOKKS FRÁ ■ M ■HHV ■ ■■■ %
Hátúni — Sími 24420
Moldarsala
Lionsklúbburinn Muninn Kópavogi
gengst fyrir árlegri moldarsölu 26. og 27.
maí. Ágóði af sölu rennur til Kópavogs-
hælis og skáta. Pantanir teknar eftir kl.
5 í símum 40390, 41038, 41489, 76139
og 44731.
Ofantaldar og fleiri nýjungar auka enn hina sigildu verðleika Nilfisk:
efnisgœði, markvisst byggingarlag og afbragðs fylgihluti. Hvert smá-
atriði stuðlar að soggotu I sérflokki, fullkominni orkunýtingu, dœma-
lausri endingu og fyllsta notagildi.
Jö, svona er Nilfisk: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna
sitt verk fljótt og vel, ór eftir ór, með lógmarks truflunum og tilkostn-
aði; varanleg: til lengdar ódýrust
MIÐDEGISTÓNLEIKAR—útvarp í dag kl. 15.00:
LAG AN ORÐA
—AnnaMoffosyngur
„Menn fögnuðu ákafl i lokin og
söngkonan kvaddi okkur með tveim
aukalögum úr La Bohéme og síðan
hefur hún líklegast verið drifin inn i bíl
til að ná flugi heim kl. 5.30. Þetta var
upplifun sem seint gleymist.” Þannig
fórust orð Aðalsteini Ingólfssyni i Dag-
blaðinu 30. október síðastliðinn þar
sem hann skrifar um tónleika hinnar
heimsþekktu söngkonu Önnu Moffo
hér á tandi. Á miðdegistónleikunum í
dag syngur Anna Moffo Lag án orða
eftir Sergej Rakhmaninoff.
En gefum Aðalsteini aftur orðið um
tónleika Önnu Moffo hér á landi:
„Siðasti hluti tónleika var helgaður
tveimur óperum, Adriana Lecouvreur
eftir hinn litt þekkta Spánverja,
Francesco Cilea, og Stúlkunni úr Villta
vestrinu eftir Puccini. Túlkun Önnu
Moffo á hinu fyrra var hrifandi en
aftur á móti hrikti ofurlitið í stoðum
síðari aríunnar, tónar voru ekki hreinir
ogafturbarááreynslu.” -GAJ-
Anna Moffo ásaml undirleikara sínum, Martin Smilh, og Frnnk !*• ••• /"». eigin-
manni Guðrúnar Tómasdóttur söngkonu að loknum fsrrí hljómleikum Moffo
hcr á landi í október sl.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1979.
NILFISK
ÍW
StJPER'
/r
NYR
SÚPER-MÓTOR:
Áöur
óþekktur
sogkraftur.
NÝ SOGSTILLING:
Auðvelt að
tempra kraftinn
NYR
PAPPÍRSPOKI
MEÐ
HRAÐFESTINGU,
ennþó stærri og þjólli.
Í \
Á MAÍKVÖLDI—útvarp kl.20.30 íkvöld:
EFNK) 0G ANDINN
„Þú heldur náttúrlega að ég ætli að - * -
leysa alheimsgátuna,” sagði Ásta .
Ragnheiður Jóhannesdóttir er
blaðamaður Dagblaðsins sló á þráðinn
<i i .. Bg|
útvarpsþáttar er hún nefnir Efnið og
andinn. Því cr heldur ckki að leyna að A
eilífðarmálin svonefndu höfðu komið i .....
hug.i blaðamannsins cr hann sá hciti
En það eru ekki eilífðarmálin sem
verða á dagskrá þessa útvarpsþáttar
heldur ætlar Ásta Ragnheiður að ræða
við nokkrar listakonur sem eru textil-
hönnuðir. „Ég mun meðal annars
ræða um hvérnig þær fái andann til að
koma yfir sig,” sagði Ásta Ragnheiður.
í hópi þeirra sem hún ræðir við eru Eva
Vilhelmsdóttir, fatahönnuður hjá Ála-
fossi, og Steinunn Bergsveinsdóttir en
hún hannar fyrir Hildu h/f en hefur
einnig gcrt módelflikur og prjónað
þær. -GAJ-
NÝ
SLÖNGUFESTING:
Samboðin nýju
kraftaukandi
keiluslöngunni
stöðugri,
liprarí,
auðiosaður
í stigum.
Útvarp
Föstudagur
25. mal
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
Viðúnnuna: Tónieikar.
14.30 MiðdegKsagan: „Þorp I dögun” eftir
Tsjá-sjú-ll. Guðmundur Sæmundsson les þýö
ingu sina (13).
15.00 Mlðdegistónleikar: Anna Moffo syngur
„Lag án orða” eftir Sergej Rakhmaninoff með
Amcrisku sinfóníuhljómsveitinni; Leopold
Stokowski slj./John Browning og Sinfóníu-
hljómsvcitin í Boston leika PianÍÉkonsert nr. 2
op. 16 eftir Sergej Prokofjeff; Erich Leinsdorf
stj.
15.40 Lesin dagskrá naestu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (I6.J5 Veðurfregn
»r).
16.30 Popphorn: Dóra Jónsdótur kynmr.
17.20 LltU barnatiminn. Sigriður Eyþórtdóttir
sér um tirnann og les söguna ..Fótbrotnu
mariuerluna,,eftir Lineyju Jóhannesdóttur.
17.40 Tónicikar. Tilkynningar,
18.45 Vcðurfregnir. D.»g-Vrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. rilkynningar.
19.40 tslenzkuc stjórnmálamaður 1 Kanada. Jón
Ásgeirsson ritstjóri talar víð Magnós Elíasson {
Lundar á Nýja-tslandi; — síðari hluti viötals-
ins.
20.05 Frá tönlistarhátlðinni i Helsinki sJ. haust.
Dolczal kvartettinn leikur Strengjakvartett nr.
2 „EinkabréPeftir Leos Janácek.
20.30 A maiktöldi: Efnið or andinn. Ásta Ragn
heiöur Jóhannesdóttir stjóinar dagskrárþætti.
21.05 MExultate Jubilate”, mótetta (K165) eftir
Wolfgang Amadeus Mozart. Ursula Koszut
syngur með Hátiöarhljómsvcitinni í Ludwigs
burg; Wolfgang Gönnenwein stj. (Hljóðritun
frá útvarpinu i Stuttgart).
21.25 „Pipar og salt”, smásaga eftir Einar
Kristjánsson frá Hermundarfelli. Hrafnhiidur
Kristinsdóttir les.
21.40 Kórsöngur: Bodensee-madrigalakórinn
syngur Madrigala op. 27 eftir Walter Schlaget-
cr. Söngstjóri. Hcinz Bucher tHljóðritað i Bu-
staðakirkju sumarið 1977).
22.05 Kvöldsagan: „Gróðavegurinn” cftir Slg-
urð Róbertsson. Gunnar Vaidimarsson lcs
(161.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.50 Bókmenntaþáttur. Umsjónarmaður,
Anna Ólafsdóttir Björnsson, talar um finnska
skáldkonu, Mörtu Tikkancn.
23.05 Kvöldstund meðSveini Einarssyni.
23.50 Dagskrárlok.
tZAJ-h.l.L'LljJH
Föstudagur
25. maí
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Skonrok(k). Þorgeir Ástvaldsson kynnir
ný dægurlög.
21.10 Kastljós. Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Helgi E. Hclgason.
22.10 Strlðsvagninn (The War Wagon). Banda-
riskur vestri frá árinu 1967. Aðalhlutverk
John Wayne og Kirk Douglas. Taw Jackson
kemur til heimabyggöar sinnar eftir aö hafa
sctið i fangelsi fyrir upplognar sakir. Hann
telur sig ciga vantalað við þrjótinn, sem kom
honum i klípu og sölsaði siðan undir sig jö.'ð
hans. Þýöandi Jón Thor Haraldsson.
23.45 Dagskrárlok.
Kirk Douglas í hlutverki sínu í StriAsvagninum.
SntfDSVAGMNN—sjónvarp íkvöld kl.22.10:
í HEFDBUNDNUM STÍL
„Þetta er vestri í hefðbundnum stil
og frekar gaman að honum heldur en
hitt,” sagði Jón Thor Haraldsson, þýð-
andi myndarinnar Striðsvagninn sem er
á dagskrá sjónvarpsins í kvöld.
Kvikmyndahandbókin okkar gefur
myndinni þrjár stjörnur sem þýðir að
hún er góð. Aðalhlutverkin í myndinni
eru í höndum John Wayne og Kirk
Douglas og lofar það góðu.
John Wayne leikur náunga sem
hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir
upplognar sakir og hálfgerður glæpa-
maður hefur haft af honum búgarð
hans. Hann telur sig eiga sitthvað van-
talað við þrjótinn. Sem sé hefðbundinn
vestri og af betra taginu.
-GAJ-