Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 1
5. ARG. - FIMMTUDAGUR 7. JUNÍ1979 - 126. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. MJOLKURFRÆÐINGAR SÖMDU í Nón - ÓBREYTTIR SAMNINGAR TIL1. DESEMBER, ÞÁ 3% 0G GERDADÓMUR UM ÁLAG VEGNA SÉRMENNTUNAR Samkomulag hefur verið undir- ritað í deilu mjólkurfræðinga og vinnuveitenda þeirra. Ðeiluaðilar voru á fundi tíl kl. 3 i nótt er sam- komulag náðist. Samkomulagið var undirritað með eðlilegum fyrirvara um samþykki félagsfunda. Skv. upþlýsingum Þorsteins Páls- sonar framkvæmdastjóra VSf í morgun framlengjast samningar óbreyttir til 1. desember nk. en þó kemur 3% kauphækkun til fram- kvæmda. Samkomulag varð síðan um að gerðardómur ákvæði eðlilegt álag vegna menntunar mjólkur- fræðinga. „Það er mín skoðun að engin inn- stæða sé fyrir þessum 3%," sagði Þorsteinn, þótt skárri lausn hafi ekki verið fyrir hendi. Þetta eru verð- bólguprósent. Vinnuveitendur hafa ekki ákveðið hvenær félagsfundur verður. Að sögn Sigurðar Ólafssonar mjólkurfræðings funda mjólkur- fræðingar kl. 18 í dag og kvaðst Sigurður frekar reikna með sam- þykki, en ómögulegt væri þó að spá um úrslit. -JH. Bfískúr fyrír kassa- bílinn Krakkornir þustu að Álfiamýrar- skólanum I gœr þegar borgaryfirvöld fluttu þangaö talsvert af timbri og kössum tilsmíða. Eftirstutta stund voru risin Jjölmórg hus á planinu við skðlann — hús af öllum stœrðum og gerðum, jaftit íbúðarhús sem bllskúrar utan um kussnbílanu. DB-myndin Ragnar Th. „Ætli orð ráðherrans verði ekki að standa" „Ég sá það í DB að fjármála- ráðherra segist ekki vita um neina áfengissölu til stj*r,iarráðsstarfs- mann-," sagði Höskuldur Jóns- son ráðuneytisstjóri er leitað var upplýsinga hjá honum í gær. „Ætli þessi orð ráðherrans verði ekki að standa. Ég hef engu við þauaðbæta". Tveir æðstu yfirmenn fjár- málaráðuneytisins hafa því opin- berlega neitað að vita um þá áfengissölu sem viðgengst í kjallara ráðuneytisins í Arnar- hvoli. Þangað geta starfsmenn ráðu- neyta sótt tvær flöskur af áfengi, en ekki þrjár eins og látið var að liggja í DB í gær. Um mun að ræða flösku af viskíi og aðra af vodka og fyrir pakkann eru greiddar 3000 krónur, sem mun u.þ.b. 17% af venjulegu sölu- verði ríkisins. Hver það er sem velur tegund- irnar er ekki vitað, né heldur hver ákvörðun tekur um þessa „leyni- vínsölu" í kjallara fjármálaráðu- neytisins. Einnig er ósvarað hvert þeir flöskupakkar fara sem ekki eru sóttir, því margir stjórnar- ráðsstarfsmanna vilja ekki taka þáttí þessari „leyniverzlun". -ASt. Sjávarútvegsráðherta um olíuvanda útgerðarinnar: VERÐUM AÐ HÆTTA AÐ MIÐA OLIU- VERÐIÐ VIÐ ROTTERDAMMARKAÐ —þar verður olía á uppsprengúu verði um ófyrirsjáanlega framtíð ,,Við þurfum að gera allar tiltækar tilraunir til að fínna aðra formúlu til útreikninga oliuverðsins hér. Með þvi að miða við Rotterdam- markaðinn og í ljósi þess að um ófyrirsjáanlega framtið eru horfur á olíuskorti, mun Rotterdammarkað- urinn ævinlega vera hærri en raun- verulegur oliukostnaður er," sagði Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegs- ráðherra i viðtali við DB í gær. Kom þetta fram er hann var spurður hugsanlegra leiða til að aðstoða útgerðina i kjölfar þess að frá í júní í fyrra og til júli nú, eru horfur á að olíuverð til fiskiskipa fjórfaldist. Þær staðreyndir hafa m.a. orðið til þess að dregizt hefur að ákvarða fiskverð. Er ráðherra var spurður um einhverjar hugsanlegar styrkja- leiðir, sagðist hann ekki í fljótu bragði sjá hvaðan ætti að taka fjár- magntilþess. Flest vestræn olíufélög hafa stór- lega hagnast á ört hækkandi olíuverði þar sem þau halda óbreyttri álagningu. Kjartan var að þí spurður hvort komið hefði til tals að lækka álagningu íslenzku félaganna. Sagði hann sérstaka nefnd vera að gera úttekt á oliusölumálum hér, frá störfum hennar hefur hann ekki enn frétt og þvi vildi hann ekki tjá sig um það atriði. Vandi útgerðarinnar var m.a. ræddur á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun. Væntanlega verður haldinn fundur í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins í dag og sagði Kjart- an stjórnina bíða átekta eftir ein- hverjum hugsanlegum samningum þar svo unnt yrði að gera sér grein fyrir vandanum í raun. -GS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.