Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979.
9
Sovézka ballerínan er enn
atglfi fanrt haám MáMtefurmíþróaztí
wflfll fCffffff ffCfffff alvarlegamilliríkjadeilu
Sovézka ballerínan Lyudmila
Vlasova var enn um borð í þotu
Aeroflot flugfélagsins i New York þeg-
ar síðast fréttist í morgun. Carter
Bandaríkjaforseti hefur nú blandazt í
málið og reynir sitt til að leysa það.
Bandaríkjamenn segjast enn ekki
fyllilega sannfærðir um að ballerínan
vilji raunverulega fara með löndum sín-
um heim á leið heldur en að verða eftir
hjá manni sínum, ballettdansaranum
Alexander Gudunov. Hann flúði frá
hópnum á fimmtudag og baðst hælis í
Bandaríkjunum sem pólitískur flótta-
maður.
Opinber krafa hefur komið frá
sovézku stjórninni um að Lyudmila
Vlasova fái að fara frjáls ferða sinna
tafarlaust. Sovétmenn fullyrða að
henni sé haldið í Bandarikjunum gegn
vilja sínum. Tassfréttastofan skýrði frá
því í nótt að móðir Vlasovu hafi tví-
vegis ritað Carter forseta bréf á tveimur
dögum og krafizt þess að dóttir sín
fengi að fara frá Bandarikjunum.
Mál þetta, sem staðið hefur síðan
Bolshoiballettinn sovézki hugðist snúa
heimleiðis fyrir helgi, er nú orðið að al-
varlegri milliríkjadeilu. Ballettinn
hafði verið á sýningarferð um Banda-
ríkin undanfarnar vikur. Alexander
Gudunov, sem var aðaldansarinn i
feröinni, flúði ekki frá félögum sínum
fyrr en á síðustu stundu. Hann hafði
ekki fengið að fara áður í sýningarferð
til Vesturlanda, þar eð óttazt var að
hann myndi flýja land. Hann er fjórða
sovézka ballettstjarnan, sem biður um
hæli i Bandaríkjunum. Hinir eru
Rudolf Nureyev, Natalia Makarova og
Mikhail Barysnikov.
„ÞAÐ VERÐA ENGARFJOLDA-
AFTÖKUR íNICARAGUA "
segir utanríkisráðherra landsins íviðtali
Miguel d’Escoto utanrikis-
ráðherra Nicaragua hefur fullyrt að
stjórnvöld landsins muni ekki gang-
ast fyrir neinum aftökum í kjölfar
byltingar sandinista. Ráðherrann
sagði í viðtali við bandaríska frétta-
tímaritið Newsweek:
„Bylting okkar er sú eina í Suður-
Ameríku, sem ekki leiddi af sér
fjöldaaftökur og við höfum ekki i
hyggju aðgangast fyrir neinu slíku.”
d’Escoto sagði jafnframt að
stjórnin hygðist frekar græða þau
-sár, sem byltingin olli. Ætlunin væri
að endurnýja samskipti landsins við
aðrar þjóðir, þar á meðal Banda-
ríkin. „Við sandinistar teljum að
sigurvegarar eigi að sýna veglyndi,”
sagði hann, og bætti því við að
stjórnin i Nicaragua hygðist taka upp
vináttusamband við Kúbani, burtséð
frá því hvernig Bandaríkjamenn litu
á slíkt.
„Við megum þó ekki ofmeta
stöðuna, eins og hún er í dag,” sagði
utanríkisráðherrann. — Sem
kunnugt er hafa nokkrir menn úr
ríkisstjórninni sótt Kúbu heim að
undanförnu. — „Við höfum enga
samninga gert við Kúbumenn og eng-
in ástæða er til að búast við neinum
meiri háttar breytingum á utanríkis-
stefnu Nicaragua þrátt fyrir að við
höfum rætt við kúbönsk stjórnvöld.
Við teljum að skynsamlegast sé að
reka landið með opinskárri utanríkis-
stefnu og við höfum ekkert að fela
fyrir Bandaríkjamönnum né
nokkrum öðrum,” sagði Miguel
d’Escoto í viðtalinu við Newsweek.
SÉKTUBOÐ
MIKIL
VERÐLÆKKUN
Teg.1470
Skinnfóflraflir og mefl gúmmisóla.
Teg. 315 Skinnfóflraðir og með
gúmmisóla
Litur: Gulbrúnt leður.
I Stœrflir 36—41
Áflurkr. 16.880,-
Núkr. 8.500.-
Skinnfóðraðir og mefl
gúmmísóla.
Litur: Beige / gulbrúnt leflur
Stœrflir 38—41 v
Nr. 36-41.
Áflurkr. 13.890/-
Nú kr. 8.500/-
Lrtur Brúnt / gulbrúnt leflur
^ Stærðir 36—41
Áflurkr. 13.870.
FtoJÆ'E Nú kr. 8.500.-
Aflurkr. 16.880.
Nú kr. 8.500.-
Teg. 300 Skinnfóflraflir og mefl gúmmísóla
Litur: Koníaksbrúnn
Stærðir 40-41
4 Áðurkr. 16.880.
..jííæL ' Núkr. 8.500.-
Stærðir 38-41
Verð kr. 6.800.-
Teg.2207
Nr. 36-41.
Áflurkr. 14.995/-
Núkr. 8.500/-
Teg. 3563.
Nr. 39-41.
Aflurkr. 14.995-
Núkr. 8.500/-
Teg.852
Nr. 39,40 og 41
Kr. 7.500/-
Teg. 101.
Stærflir 37
Verfl kr. 3500/-
Teg. 75201.
Stærflir 36 og 41
Verfl kr. 3500/-
Teg.75309
Stærflir 36og41
Verfl kr. 3500/-
Skóvérzlun Þórðar Péturssonar
Kirkjustræti 8 v/Austurvöll
Sími 14181 — Póstsendum Á