Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979.
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvnmdastjöri: Sveínn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jönas Krístjánsson.
RitstjömarfuBtrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjöri rítstjömar Jöhannes Reykdal. Fréttastjí rí: ómar
Valdimarsson.
íþröttír Haltur Slmonarson. Manning: Aöalsteinn IngöHsson. Aðstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. ,
Handrít: Ásgrímur Pálsson.
Blaðamann: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atíi Steinarsson, Bwoi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt-
ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurður Sverrísson.
Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Hilmar Karísson.
Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th.
Sigurðsson, Sveinn Þovmóðsson. (
Skrífstofustjórí: Ólaftir Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríeHssön. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. Drorfing
arstjörí: Már E.M. HaHdórseon.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiösla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverhottí 11.
Aðalsimi blaösins er 27022LU Hnur).
Setning og umbrot DagblaSð hf., Siðumúla 12. Mynda og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Préntun:
Svo virðist sem spilling Steingríms
Hermannssonar sem dómsmálaráð-
herra sé ekki nema helmingurinn af
spillingu forvera hans, Ólafs Jóhannes-
sonar. Steingrímur skipar ekki flokks-
pólitíska gæðinga sína í æðstu embætti
nema í annað hvert sinn.
Steingrímur hlaut almennt ámæli fyrir að taka í
embætti borgarfógeta í Reykjavík flokksbróður sinn,
Jón Skaftasón, fyrrverandi alþingismann, fram yfir
marga góða og gegna embættismenn dómskerfísins.
Nokkru síðar, þegar Steingrímur veitti embætti
bæjarfógeta í Kópavogi, gekk hann framhjá nokkrum
framsóknarmönnum og valdi þann sýslumann, sem
mesta starfsreynslu hafði, Ásgeir Péturss.on í Borgar-
nesi.
Hin harða hríð, sem gerð hefur verið að ráðherrum
fyrir pólitískar stöðuveitingar, virðist byrjuð að hafa
nokkur áhrif. Eitthvert samvizkubit hefur Steingrímur
haft af fyrri veitingunni úr því að hann hagaði sér rétt í
hinni síðari.
Auðvitað er ekki auðvelt að víkja nokkuð af rót-
grónum spillingarvegi ráðherravalds á íslandi. Ef
ráðherra velur ekki þá menn, sem næst embættum
standa, verður allt vitlaust í fjölmiðlum. Og ef hann
velur ekki flokksbræður sína, þá ærast gæðingarnir.
Magnús Magnússon heilbrigðisráðherra hefur
fundið upp spánnýja aðferð til að friða báða aðila í
senn. Hann sícipar bara báða í embættið. Hann skipar
bæði þann, sem hæfastur er, og hinn sem á hjá
ráðherranum pólitíska inneign.
Fremur ótrúlegt er samt, að lausn Magnúsar verði að
almennri reglu í spillingarkerfi veitingavaldsins. Til
þess er hún of dýr. Við getum ímyndað okkur, hversu
dýrt embættismannakerfið væri nú, ef lengi hefðu tveir
menn verið ráðnir í hvert starf.
Magnús átti kost á því að skipa í eina stöðu vegna af-
leysinga á skurðdeild Landspítalans. Hann kaus að
skipa tvo umsækjenda í þrjá fjórðu hluta stöðu hvorn
eða í eina og hálfa stöðu samtals. Auðvitað kostar
hálfa staðan töluvert, því að læknar eru ekki láglauna-
menn.
Þetta gerir Magnús skömmu eftir að rekstur Land-
spítalans og fleiri ríkisspítala hafði nærri stöðvazt
vegna greiðsluerfiðleika. Rafmagnsveitan ætlaði að
loka fyrir rafmagn og framkvæmdastjórn spítalanna
reyndi að klípa 25 mínútna yfirvinnu af skúringa-
konum.
Fjárhag spítalanna var naumlega bjargað fyrir horn.
í framhaldi af því er verið að skipuleggja uppsagnir og
stöðvun nýrra ráðninga, lokun sjúkradeilda um tak-
markaðan tíma og annan þann samdrátt, er geti fleytt
spítölunum út þetta ár.
Ekki er sennilegt, að Tómasi Árnasyni fjármála-
ráðherra finnist skipunaraðferð Magnúsar mjög
sniðug. Og ekki er sennilegt, að spítalarnir og raunar
aðrar eyðslustofnanir kerfisins taki mikið mark á
sparnaðarhjali, þegar ráðherra leysir vandamál sín
með þessum hætti.
Magnús lenti í súpunni sem Vestmannaeyingur fyrir
að hafa fengið lækni til bráðabirgða út í Eyjar með lof-
orði um síðara gull og græna skóga. Þá skuld taldi
hann sig þurfa að gjalda nú um leið og hann skipaði
líka hinn sem næstur starfi stóð.
Satt að segja er lausn Steingríms skárri en lausn
Magnúsar. Síðari lausnin er óframkvæmanleg nema
sem sirkusatriði. Fyrri lausnin er þó ekki nema hálf
spilling. Og hún gefur alténd vonir um síðari rýrnun
niður í fjórðung og jafnvel minna með vaxandi innreið
siðmenningar í stjórnmálin.
Staðreyndum
snúið við -r-*-
Að halda sér við efnið
og fara rétt með stað-
reyndir
Pétur Pétursson kann því illa, að
ég hef að mestu látið hjá líða að svara
andmælum hans við ádeilu minni á
forystu verkalýðshreyfingarinnar. Ég
sé enga ástæðu til að hefja umræður
um þau óskyldu efni, sem hann kýs
að ræða og þeim mun siður við and-
mælanda, sem ber nálega enga virð-
ingu fyrir staðreyndum. Verður mér
vart álasað þótt ég viki mér undan
slíkum vindmylluslag.
Um viðleitni Péturs Péturssonar til
að drepa málum á dreif þarf ekki að
fjölyrða — hún blasir við. Hins vegar
er skylt að gera nokkru nánari grein
fyrir meðferð hans á staðreyndum,
því að hún kann að dyljast.
Dómur látinn velta á
Jónsbókarákvæði
í Dagblaðsgrein, sem birtist 11. júlí
sl. skrifaði Pétur þetta:
,,í ritdeilu er ég háði við prófessor-
inn á haustmánuðum 1977 benti ég á
málsúrslit er úrskurður í skaðabóta-
máli var látinn velta á Jónsbókar-
ákvæði. Með þeirri „forneskju” vék
ríkissjóður sér undan því að greiða
skaðabætur til öryrkja er misst hafði
marga fingur og varð að láta af iðn
sinni. Hver var ritari Hæstaréttar er
þessi „forneskju” dómur var upp-
kveðinn? Það skyldi þó ekki hafa
verið ,.sérfræðingurinn í vinnurétti”.
Ekki svo að skilja að hann hafi
kveðið upp dóminn, en honum var
kunnugt um beitingu „forneskju”
ákvæða.”
í Dagblaðsgrein 30. júlí sl. bað ég
Pétur að greina t'rá' pví, hvenær þessi
dómur hefði verið kveðinn upp og
hvar hann væri að finna í dómasafni
Hæstaréttar. Þessu svarar hann í
Dagblaðinu 9. ágúst sl., og hvað
kemur þá i ljós?
Verjandi ríkissjóðs vís-
aði til Jónsbókar
Heimild Péturs er sem sé frétt í
Morgunblaðinu, þar sem segir frá
máli Guðjóns Péturssonar húsgagna-
smíðameistara gegn fjármálaráð-
herra f.h. rikissjóðs.
Málavextir voru í fáum orðum
þeir, að ofangreindur maður fékk á
.árunum 1924—29 útbrot á hendur og
andlit. Fékk hann geislameðferð
vegna sjúkdómsins á árunum 1927—
32 og 1937, tyrst í Geislalækninga-
stofu ríkisins og svo í Röntgendeild
Landspítalans. Seinna kom í ljós, að
hann hafði fengið röntgenbruna á
hægri hönd, er olli alvarlegum
skemmdum á hendinni, sem meðal
annars leiddu til þess, að nema varð
brott vísifíngur hægri handar. Varan-
leg örorka var talin 25%. Guðjón
krafði síðan ríkissjóð skaðabóta fyrir
tjón af völdum röntgenbrunans og
höfðaði mál gegn ríkissjóði 1964.
Þótt aðalatriði málsins séu rakin í
frétt Morgunblaðsins, fullyrðir
Pétur, að málið hafi snúizt um „ör-
yrkja, er misst hafði marga fingur”.
Er þetta fyrsta rangfærsla hans og þó
ekki sú veigamesta.
Þásegir enn fremur í frétt Morgun-
blaðsins — heimild Péturs:
„Athyglisvert er, að lögmaður
stefnda (þ.e. ríkissjóðs), Sigurður
Ólason, vísar til 13. kafla Jónsbókar
(frá 13. öld) um mannhelgi (frásögn-
in er hér raunar klaufaleg og villandi,
þar sem átt er við 13. kap. Mann-
helgisbálks Jónsbókar) til stuðnings
sýknukröfu sinni. . .”
Hér kemur nú í ljós önnur rang-
færsla Péturs, sýnu verri en sú fyrri,
þar sem hún lýtur að meginatriði
málsins. Pétur hafði fullyrt, að
I kverkataki
stefnunnar
Grein, sem ég skrifaði um land-
búnaðarmál hér í Dagblaðið 13.
ágúst síðastliðinn, hefur orðið Inga
bónda Tryggvasyni á Kárhóli, for-
manni „harðindanefndar” tilefni
tveggja greina, þar sem hann meðal
annars fjallar um sérálit mitt í nefnd-
inni.
Ástæðan til þess að ég stakk niður
penna um þessi mál var sú, að mér
þótti sem sérálit mitt um aðsteðjandi
vanda í málefnum landbúnaðarins
hefði illa komizt til skila í fjölmiðl-
um. Þrjú flokksmálgögn, Morgun-
blaðið, Tíminn og Þjóðviljinn,
skýrðu lítið eða ekkert frá því og sum
hver með útúrsnúningum. Sjónvarp-
ið greindi af eðlilegum ástæðum
aðeins mjög stuttlega frá því, en út-
varpið lét sig hafa það í löngum
fréttaauka með viðtali við formann
nefndarinnar, að inna hann persónu-
lega eftir áliti á tillögum mínum. Um
þær var ekki fjallað efnislega einu
orði. Af þessum ástæðum fannst mér
eðlilegt að kynna almenningi ekki að-
eins niðurstöður meirihluta nefndar-
innar, heldur og það sem okkur
nefndarmenn greindi á um og i
hverju mínar tillögur voru fólgnar.
Hér er nefnilega verið að ræða um
veruleg fjárútlát úr gameiginlegum
sjóðum landsmanna — fé sem með
einum eða öðrum hætti kemur auð-
vitað allt úr vösum skattþegnanna.
Nauðsyn
nýrrar stef nu
Meginefni þeirra tillagna, sem ég
lagði fram í nefndinni og ekki hlutu
náð fyrir augum meðnefndarmanna
minna, var og er, að horfíð verði af
þeirri braut, sem leitt hefur landbún-
að á fslandi í mestu ógöngur sem
sögur fara af á seinni tímum. Það
verður auðvitað ekki gert í vetfangi,
heldur í skipulegum áföngum eins og
tillögurnar gera ráð fyrir.
Okkur er nauðugur kostur að
draga úr landbúnaðarframleiðslunni.
Við höfum ekki efni á því að halda
áfram að greiða í stórum stíl með mat
ofan í aðrar þjóðir. Eins og fyrir-
komulag þessara mála er nú þá
dregur landbúnaðurinn lífskjörin á
fslandi niður. Því þarf að breyta. Um
það er ekki deilt að hér þarf að vera
traustur landbúnaður sem fullnægir
þörfum innanlandsmarkaðar i venju-
legu árferði. Það er ekkert hættulegt
eða glæpsamlegt við það að þurfa ef
til vill öðru hverju að flytja inn til-
teknar landbúnaðarafurðir. Þaðgæti
þvert á móti auðveldað okkur veru-
lega sölu á því sem við framleiðum of
mikið af.
í tillögum mínum var gert ráð fyrir
því, að bændum yrði bætt að veru-
legum hluta sú tekjuskerðing, sem of-
framleiðslan veldur þeim. Þar viidi
meirihluti nefndarinnar ganga
hálfum öðrum milljarði lengra, og
það fé verður hvergi annars staðar
tekið en með aukinni skattheimtu á
almenning. Gert var ráð fyrir að út-
flutningsbætur yrðu lækkaðar í
áföngum niður í 7% úr 10% af verð-
mæti framleiðslunnar, og þar yrðu
einungis reiknaðar með þær afurðir,
sem út eru fluttar.
Þá var ennfremur lagt til að hálf-
um milljarði yrði varið til að aðstoða
þá bændur sem vildu bregða búi, og
að þannig yrði stuðlað að minni
framleiðslu.
Með þessum tillögum tel ég að
verulega sé komið til móts við bænd-
ur í þeim erfiðleikum, sem nú er við
að etja. En þar var meirihluti
nefndarinnar á öðru máli.
Komið hefur rækilega fram í fjöl-
miðlum undanfarnar vikur að bænd-
um hefur búnazt vel undanfarin tvö
ár. Einkum var síðastliðið ár þeim
hagstætt. Sjaldan eða aldrei hafa
bændur því verið betur undir það
búnir að mæta stundarerfiðleikum.i
Barlómurinn kemur ekki frá bænd-
um, heldur forystumönnum bænda.v
Barlómurinn er bændum ekki að
skapi. Þótt grátkonurvæli í fjölmiðla
fá þær ekki breytt þeirri staðreynd að
árið i fyrra var eitt hið hagstæðasta
sem um getur í íslenzkum landbún-
aði.
Tilfinningar
en ekki rök
Höfuðröksemdir Inga Tryggva-
sonar eru fyrst og fremst tilfinninga-
legs eðlis, enda ræðir hann tillögur
mínar ekki efnislega. Hann segir:
„Tillögur Eiðs Guðnasonar verða
ekki raktar hér lið fyrir lið. Að mín-
um dómi miðast þær við þá hugsun,
að nú skuli neytt færis vegna lélegs
heyskapar og annarra erfiðleika og
bændastéttin tekin kverkataki.” Og
seinna: „Með þeim aðgerðum, sem
Eiður leggur til, veit enginn hvar eða
hvort yrði staðar numið, hvort það
kverkatak, sem Eiður vill ná á ís-
lenzkri bændastétt kreistir að fullu úr
henni líftóruna, eða kannski bara að
hálfu leyti.”
Það er auðveldur kostur í umræð-
um sem þessum að gera andstæðing-
um upp tilfinningar og tilætlun. Það
gera menn gjarnan, þegar rök þrýtur
að gera andmælendum upp illar hvat-
ir og illt hugarfar.
„Tillögur mínar miða að því að losa
bændur úr kverkataki landbúnaðarstefn-
unnar.”