Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979. Dönsk ferja í sjávarháska skammt frá Gautaborg Ottum farþegunum, 587að tötu, varbjargað AUir farþegar dönsku ferjunnar Winston Churchill, 587 að tölu, björguðust snemma í morgun eftir að leki hafði komið að henni skammt frá Gautaborg í Svíþjóð. Þyrlur frá sænska hernum og strandgæzlunni fluttu fólkið fráskipinu og í Iand, allt að 21 mann í hverri ferð. Winston Churchill var á leið frá Gautaborg til Newcastle í Englandi er skipið fór að leka. Það mun hafa strandað við smáeyjuna Vinga. Stór- sjór var á þeim slóðum og vindhæð mikil. Alls eru nú um 35 manns af áhöfn skipsins um borð. Þeir ætla að reyna að halda því á floti þar til frekari hjálp hefur borizt. Mestur hlutir farþega Winston Churchill voru enskir ferðamenn, sem voru á heimleið eftir sumarleyfi í Skandinaviu. Skipið var í leigu- siglingu fyrir sænskt flutningafélag. Um borð i því eru á annað hundrað bílar og hjólhýsi ferðafólksins. Að sögn sænskra björgunarmanna komst fólkið heilu og höldnu í land, að því undanskildu að einn maður fótbrotnaði. Að sögn þeirra, sem fyrstir voru fluttir í land í morgun, átti enginn sér ills von, er skipið strandaði. Sumir sátu við barinn, aðrir að snæðingi er heljarmikill kippur kom. Þegar var tilkynnt í hátalarakerfi skipsins að allir ættu að koma á þiljur, þar eð skipið væri að sökkva. Næstu tvær klukkustundirnar fóru siðan i að bíða eftir björgun. Engin teljandi hræðsla greip um sig meðal farþeganna. Hér veifar vietnamskur drengur i átt að nýjum heimkynnum. Hann og foreldrar hans voru i hópi þeirra sem komu til Feneyja á Italiu i siðustu viku með skipi frá italska sjóhernum. Það, ásamt fleiri itölskum skipum, hefur verið á Suður-Kina- hafi að undanförnu við að bjarga hluta af bátafólkinu svoncfnda. Að sögn italskra stjórnvalda hefur milli niu hundruð og þúsund manns verið bjargað fram að þessu. Víetnamamir koma PORTUGALSKIR LÆKNARKOMA TIL VINNU AD NÝJU Portúgalskir læknar ákváðu í gær- kvöld að binda enda á mánaðarlangt verkfall sitt, sem lamað hefur alla heilsugæzlu á opinberum sjúkrahúsum og læknastofum. Læknasamtökin, sem í eru allir 16.400 læknar landsins, sögðu í yfirlýsingu sinni að þau féllust á nýjustu tillögur stjórnarinnar um laun og vinnuskilyrði. Þá var því fagnað að stjórnin hefði lýst yfir vilja sínum um að ræða frekari kröfur læknanna. Á meðan á verkfallinu stóð sinntu portúgalskir læknar engum skyldum sínum nema að um algjör neyðar- tilfelli væri að ræða. Þá undirrituðu þeir jafnframt dánarvottorð. Þeir sem tóku verkfall sitt hvað alvarlegast, neituðu jafnvel að útskrifa sjúklinga af sjúkrahúsum. Þeir höfðu hótað því að jafnvel neyðartilfellum yrði ekki sinnt, gerði stjórnin ekki eitthvað í því að ganga til móts við kröfur læknasam- takanna. Þær aðgerðir áttu að ganga í gildi í dag. Erlendar fréttir Meintur IRA-skæruliði handtekinn meö birgðir af marijuana í fórum súmm Maður, sem talinn er tilheyra írsku skæruliðasamtökunum IRA, var hand- tekinn í Dublin í gær. Lögreglan hand- tók þrjá íra vegna gruns um að þeir Um það bil átta hundruö hermenn Marokkóhers voru drepnir í óvæntri árás skæruliða Polisario í suðurhluta landsins á föstudaginn var. Opinberir talsmenn. Polisariohreyfingarinnar skýrðu frá þessum atburði i nótt. Þar sagði jafnframt að 110 hermenn hefðu verið teknir til fanga. Polisariohreyfingin berst fyrir frelsi Vestur-Sahara. Bardaginn á föstudag- Nýkomin er á markaðinn i Vestur- Þýzkalandi hljómplata með Jóhannesi Páli páfa II. Á henni syngur hann sex trúarleg lög við ljóð eftir sjálfan sig, með djúpri bassarödd að sögn þeirra, sem heyrt hafa. Upptakan á plötu þessari var gerð í Póllandi, er páfinn var í opinberri heimsókn þar í júní síðastliðnum. Meö honum syngur stúdentakór í nokkrum laganna. hefðu eiturlyf undir höndum. Einn þeirra reyndist vera James McCann, talinn vera sá sami og slapp úr gæzlu í Belfast fyrir átta árum. inn varð nákvæmlega staðsett um 35 kílómetra frá alsírsku landamærunum i eyðimörkinni Garrison. í tilkynningunni, sem Polisario sendi út í nótt sagði að auk þess hafa feilt um átta hundruð hermenn og tekið fanga hefðu 210 farartæki Marokkó- hermannanna verið eyðilögð. Sömuleiðis tókst skæruliðum að leggja hald á mikið af vopnum. Meðal annars er að fmna á plötu þessari Andartak hins eilífa lífs, sem páfinn orti ljóðið við. Það er flutt af sinfóníuhljómsveit Krakowborgar og kór. Upptaka plötunnar fór einmitt fram í nokkrum kirkjum Krakow, á svonefndu Sacrosong Festival, sem Jóhannes Páll II var aðalhvatamaður að fyrir tólf árum, er hann var erki- biskupí borginni. McCann á yfir höfði sér ákæru um ólöglegan vopnaburð og að hafa haft eiturlyf i fórum sínum. Hinir tveir, sem með honum voru, hafa þegar verið á- kærðir um sömu sakir. Alls höfðu þremenningarnir undir höndum um það bil hálft tonn af marijuana, að verðmæli ein milljón sterlingspunda (rúmlega 830 milljónir islenzkra króna). James McCann, sem er 37 ára að aldri, slapp úr varðhaldi árið 1971. Þá beið hann réttarhalda vegna gruns um að hann hefði átt þátt í nokkrum sprengjutilræðum IRA á Norður- írlandi. Vestur-þýzka lögreglan telur sig einnig eiga ýmislegt vantalað við McCann vegna sprenginga í búðum brezkra hermanna árið 1976. Hann neitar hins vegar statt og stöðugt að hafa nokkurn tima átt nokkuð saman viö irska skæruliða að sælda. Sömuleiðis segist hann ekki hafa haft hugmynd um marijuanabirgðirnar, sem náðust í gær, og aldrei átt neinn þátt i eiturlyfjasmygli af neinu tagi. Geysisterkur jaröskjálfti skammtfrá FiEppseyjum Jarðskjálftamælar í Hong Kong sýndu aðfaranótt sunnudagsins geysisterkan jarðskjálfta fyrir norðan Filippseyjar. Upptökin eru talin hafa verið um það bil fimm hundruð mílur syðaustur af Hong Kong, norðan við eyjuna Luzon, sem heyrir til Filipps- eyjum. Mælar í Golden í Colorado í Bandaríkjunum staðsettu upptök skjálftans mikla um áttatíu mílur norðan við Luzon. Talið er að ekkert • ;; hafi orðið af völdum hans, þar eð <; tíSVir oru svo langt frá landi. Nixonviltfriðtitað „lesa, hiigsa ogskrifa” Richard Nixon fyrrum forseti Bandaríkjanna segist ekki óttast^ð hann fái ekki frið í nýju heimkynnun- um sinum í New York. Hann og kona hans Pat hyggjast flytjast inn í íbúð sína við fimmtu breiðgötu á Man- hattan um næstu áramót. Þau hjónin litu í síðustu viku á nýju íbúðina og leizt vel á hana að sögn viðstaddra fréttamanna. Nixon kvaðst búast við því að geta verið í næði á Manhattan, enda þarfnaðist hann þess „til að geta les- ið, hugsað og skrifað”, eins og hann komst að orði. Forsetahjónin fyrr- verandi röbbuðu við fréttamennina um daginn og veginn, heilsuðu upp á nokkra af þeim sem áttu leið framhjá og kynntu sig fyrir nýju nágrönnun- um sínum. , ,Ég hef alltaf haft það á tilfinning- unni,” sagði Richard Nixon, að New Yorkbúar virtu friðhelgi heimilisins öðrum fremur. Þess vegna kýs ég að búa hér.” Nixonhjónin hugðust fyrst festa kaup á annarri íbúð. íbúar þess húss brugðu skjótt við er þeir fréttu hver væri að flytja inn og neituðu með öllu að búa í nábýli við Nixon. Hann varð því að falla frá þeim íbúðar- kaupum og halda áfram að leita, þar til hann fann n'-’ia húsið á fimmtu br.e’ðp' tu. Polisarío felldi 800 Marokkóhermenn PÁFISYNGURINN Á HUÓMPLÖTU

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.