Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 23
DAGBLÁÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979.; 23 Áfram ,,Við höldum áfram að spila á fullu fram til áramóta.” — Frá vinstri eru Krístinn Svavarsson saxófónleikari Pónik, Arnar Sigurbjörnsson, Guðmundur Benediktsson hljómborðsleikari og Björgvin Halldórsson. DB-mynd Árni Páll. „Þessi nýja verður ólík öllum þremur fyrri Brimklóarplötunum. Auðvitað reynum við að halda sérein- kennum okkar, en stefnan er dálítið önnur en áður,” sagði Arnar Sigur- björnsson gítarleikari Brimklóar, er DB leit inn í Hljóðrita á fimmtudag- jnn var. Þá voru nokkrir liðsmanna Ihljómsveitarinnar í óða önn að vinna við nýju plötuna, sem er nú sem óðast að fá á sig mynd. „Það er ómögulegt að segja til um hvenær platan kemur út,” sagði Arnar. „Við vonumst til að ljúka upptökum og hljóðblöndun um miðj- an september og síðan setjum við plötuna bara á markað um leið og hún er tilbúin.” Næstaplata Spilverksþjóöanna: Syngja um Valda skafara, ínu og Einbjöm son þeirra „Ég treysti mér illa til að „defi- nera” tónlistina á þessari nýju plötu okkar, hún er komin svo hressilega á heilann á mér. Við erum þó að fást þarna við mun léttari tónlist en á íslandi, meirarokk.” • Þannig fórust Valgeiri Guðjóns- syni orð er Dagbiaðið'ræddi við hann um nýjustu Spilverksplötuna, sem verið hefur í vinnslu síðustu vikur. Á henni verða tólf lög, öll eftir Valgeir og Sigurð Bjólu. Auk þeirra tveggja er Sigrún Hjálmtýsdóttir með á plöt- unni og einnig kemur við sögu dá- góður hópur tónlistarmanna, sem ekki teljast til Spilverks. „í textunum fjöllum við um þriggja manna fjölskyldu, Valda skafara, ínu konu hans og soninn Einbjörn,” sagði Valgeir. „Við lýs- um kynslóðabilinu og sambandsleys- inu þeirra í milli. Ætli gamli frasinn um að þetta sé allt í rökréttu fram- haldi af því sem við gerðum áður eigi ekki við um þessa plötu.” Valgeir sagði að enn væri ekki komið opinbert nafn á nýju plötuna. „Ætli við látum ekki skel hæfa kjafti og grípum eitthvað úr efni textanna sem nafn á plötuna,” sagði hann og hló við. Tveir þriðju hlutar Spilverks þjóð- anna eru við nám erlendis á vetrum, það er þau Valgeir og Diddú. Þau eru bæði á förum utan innan skamms og verður því ekkert úr því að Spilverkið komi fram opinberlega og leyfi fólki' að fá forsmekkinn af lögum nýju plötunnar. Valgeir kvaðst ekkihafa hugmynd um það, hvenær plaian kæmi út. Það væri útgefandans að ákveða það. Þeir hljóðfæraleikarar, sem koma við sögu á Spilverksplötunni, eru Haraldur Þorsteinsson, bassaleikari Brimklóar; Þorsteinn Magnússon gítarleikari, sem eitt sinn starfaði með hljómsveitinni Eik („Steini á margar góðar rispur á plötunni,” sagði Valgeir um spilamennsku Þor- steins); David Logeman, trommu-, 'leikari i hljómsveit Jakobs Magnús- sonar, leikur með i tíu lögum plöt-' unnar; Magnús Kjartansson og Karl Sighvatsson sjá um hljómborðaleik; Halldór Pálsson leikur á saxófón og einnig kemur Þorkell Jóelsson horn- leikari, eiginmaður Diddúar, lítillega ^við sögu. - ÁT Meirihluti lag- anna er f rumsaminn Á þessari fjórðu breiðskífu Brim- klóar verða væntanlega ellefu lög. Þrjú þeirra eru erlend, hin eftir Arnar iSigurbjörnsson og Björgvin Hall- dórsson. Einnig á Jóhann G. ]Jóhannsson eitt lag á plötunni. „Það má kannski telja til enn eins nýmælisins,” sagði Arnar, „að Jónas Friðrik og Þorsteinn Eggerts- son hafa ekki samið neinn texta fyrir okkur að þessu sinni, — án þess að ég sé á nokkurn hátt að lasta þá. Við látum blaðamönnunum það eftir. — Við erum með tvo texta eftir Vilhjálm frá Skáholti að þessu sinni. Einnig yrkir Jón Sigurðsson talsvert og Kjartan Heiðberg.” „Því má bæta við,” skaut Björg- vin Halldórsson inn í, „að við i Brim- kló sjáum um alla tónlist og söng á plötunni að því undanskildu að Pónikmaðurinn Kristinn Svavarsson spilar á alt- og sópransaxófóna og Halldór Pálsson á tenörsaxófón og flautu.” Countrylögin á sínum stað „Þó að við segjum að nýja platan verði ólík þeim fyrri,” hélt Björgvin áfram, „þá verður gamli Brimklóar- —Rætt viö Arnar og Björgvin um nýju Brímklóarplötuna eftir skreppitúr Þessa dagana er Brimkló á skreppi- túr. Um síðustu helgi lék hljómsveitin ásamt Halla og Ladda í samkomu- húsum á Austurlandi. Næstu tvær helgar heimsækir hún Vestur- og Suðurland. Að því loknu verður 1 Jokið við að syngja inn á síðustu lög plötunnar og hún hljóðblönduð. . iBrimklóarmenn voru inntir eftir því hvort þeir hygðust halda áfram spila- mennsku undir Brimklóarnafninu eftir að plötunni væri lokið. „Já, já, við höldum áfram,” sagði Arnar. „Það er ekki alls kostar rétt hjá þér að kalla Brimkló hobbíið okkar, því að við erum allir atvinnu- menn í tónlistinni núna nema Ragnar Sigurjónsson.” „Það verður spilatími hjá okkur alveg fram til áramóta,” bætti Björg- ;vin við. „Við fylgjum útkomu plöt- unnar eftir og ætlum einnig að ráða okkur á einstök böll. Það er kannski rétt að koma því að að þeir sem hafa áhuga á að ráða Brimkló geta farið að hringja í okkur úr þessu. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.” Næsta plata Að lokum létu Arnar og Björgvin þess getið að hljómsveitin væri nú ■þegar farin að bræða með sér næstu plötu. „Á henni verður eingöngu frum- samin tónlist,” sagði Björgvin Hall- dórsson. „Við ætlum að taka plöt- una uppá næsta ári á mjög nýstárleg- an hátt, sem ég skýri ekkert nánar á þessu stigi. Það kemur allt í Ijós síðar.” keimurinn enn til staðar. Erlendu lögin þrjú eru til dæmis í countrystíl. Þarna verður einnig að finna nokkra rokkara og smá diskó sums staðar. Eitt lagið á plötunni verður eingöngu leikið. Hvort það er diskólag, ja »» „Við getum kallað það njúveif- diskódjass,” skaut Arnar inn i. Sumar- og haust- markaðurinn Enn eitt atriði við útgáfu næstu Brimklóarplötunnar er frábrugðið hinum þremur. Útgáfutíminn. Hún kemur á markaðinn að hausti til, en hinar hafa allar verið sumarplötur. Undanfarnar vikur og mánuði hefur sala erlendra jafnt sem innlendra platna verið með fádæmum dræm. Björgvin og Arnar voru inntir eftir því, hvort eitthvert samhengi væri þarna á milli. „Alls ekki,” svaraði Björgvin. „Við höfðum hreinlega ekki tíma til að taka hana upp fyrr en núna. HLH-flokkurinn tók allan okkar tíma i sumar og ýmislegt fleira hefur spilað inn í. Við erum alls ekki búnir að missa trúna á sumarmarkaðinn. ”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.