Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979.
Noregur:
Kosningamar
kaffæra
Jan Mayen-
deiluna
Jan Mayen deila Norðmanna og
íslendinga er nú alveg horfin af síðum
norsku dagblaðanna, enda aðeins mán-
uður til kosninga þar í landi. Blöðin eru
full af kosningafréttum og þessi deila
veldur ekki ágreiningi meðal norskra
stjórnmálaflokka.
Þær fréttir sem komust í hámæli í
Noregi, um meiri háttar loðnuveiðar
Færeyinga og fleiri við Jan Mayen,
virðast allar úr lausu lofti gripnar,
þegar betur er að gáð. Eru þær upp-
runnar frá þeim stöðum sem norsku
bátarnir hafa landað á, enginn sérstak-
ur borinn fyrir þeim og virðast því
græskufullt gaman norskra loðnusjó-
manna.
Þeir eru nú farnir að veiða loðnu í
Barentshafi, en þar er afli enn tregur.
- SJ, Osló / GS
Helgi P. Bríem fyrrum sendiherra:
Röng aðferð við mót-
mælin við Norðmenn
Helgi P. Briem fyrrum sendiherra
gagnrýnir þá aðferð sem notuð var
þegar rikisstjórn íslands mótmælti
við sendifulltrúa Norðmanna hér, að
norska stjórnin frestaði veiðibanni á
loðnu við Jan Mayen.
„Það sjá allir að sú aðferð að af-
henda sendiherra erlends ríkis
mótmæli er röng, enda hefur hann
engaskyldu til að koma þeim á fram-
færi og hefur fullan rétt til að senda
hana með venjulegum stjórnar-
pósti,” segir Helgi.
,,Er hún kemur í utanríkisráðu-
neyti erlendis er alveg óvíst að hún
komi fyrir augu réttra aðila ...”
Helgi segir að sé um stórmál að ræða
sé það venja að sendiherra beri fram
mótmæli við utanríkisráðherra hins
erlenda ríkis en á samri stundu af-
hendi utanrikisráðherra heimalands
erlendum sendiherra orðsendingu um
málið, til áherzlu. ,,Ég hefði ekki
farið að gera þetta að blaðamáli,
nema af þvi svo stóð á, að svipað
gerðist í öðru -landhelgisstríðinu,”
segir Helgi P. Briem. ,,Ég var þá
scndiherra í Þýzkalandi, en í stað
þess að ég ræddi málin við utanríkis-
ráðið þar, kallaði utanríkisráðherra
fyrir sig sendiherra Þýzkalands til að
koma málstað íslands á framfæri.
Þar sem þeir töluðu ekki sama mál,
varð málflutningurinn undarlegur og
ekki okkur til sóma, enda taldi sendi-
herrann sér ekki koma málið við.
Skrifaði ég ráðuneytinu því þá um
rétta málsmeðferð. Nú mun ráðu-
neytisstjórinn erlendis og hefur þvi
sótt í sama horf . . .” -HH
PYLSUAT
ÍSLENDINGA
ALDRQ
MEIRA EN NÚ
— suðrænar
sauðfjárgamir
fluttarinn tilað
brúabiliðframað
haustslátrun
,,Við urðum að kaupa erlendar
garnir til þess að fleyta pylsugerðinni
fram undir slátrun,” sagði Vigfús
Tómasson, sölumaður hjá Sláturfélagi
Suðurlands, í viðtali við DB. Hann
kvað þetta vera í fyrsta skipti, sem SS
hefði þurft að kaupa garnir erlendis
frá, eftir þvi sem hann vissi bezt.
„Pylsusalan hjá okkur hefur aukizt
svo stórkostlega að við urðum að gripa
til þessa ráðs,” sagði Vigfús. „Við
pylsugerðina er margt fólk í vinnu hjá
okkur og við höfum skyldur við við-
skiptavini okkar,” sagði hann. „Allar
garnir voru búnar og við urðum að
grípa til þessa ráðs.”
Lesendur DB vöktu athygli á þessu.
Fannst þeim sem fréttamaður talaði við
að nýlega keyptar pylsur væru seigari
en venjulega. ,,Já, þessar garnir eru
heldur sterkari og þvt leiðinlegri að því
leyti,” sagði Vigfús Tómasson.
„íslenzku garnirnar eru þynnri. Við
erum vön þeim og þær eru betri.”
Þessar erlendu garnir eru keyptar frá
Danmörku, en úr sauðfé á suðlægari
stöðum. Þar er fóðrið þurrara og þess
vegna verða garnirnar sterkari. Þær eru
gerlaprófaðar til þess að ganga úr
skuggaum 100% hreinlæti.
„Þegar gerviefnum fjölgaði töldu
menn að þau myndu leysa garnir af
hólmi í pylsugerð. Ennþá hefur ekkert
komið í þeirra stað,” sagði Vigfús.
„Við keyptum eins lítið og við þorðum
en þó vonandi nóg til að mæta þessu
stóra stökki í pylsuneyzlunni.”
- BS
Munið
glæsilegu
húsgagnaverzlunina að
Skaftahlíð 24
Húsgagnamiðstöðin
Skaftahlið 24, Rvík.
Simi31633
Lánið
semihanka;
, stiorarmr
raðaenguum
Það er IB-lán. - Þú ræður upphæðinni og hvenær hún er til
reiðu. Vantar þig 450 þúsund eftir þrjá mánuði? Eða 917
þúsund eftir hálft ár? Meira - minna? Gerðu upp hug þinn og
líttu við hjá okkur.
Dæmlum valkDSti sem mteiö emnotaöir. Enþeir em maigfelt íleiil.
SPARNAÐAR- MÁNAÐARLEG SPARNAÐUR BANKINN RÁÐSTÖFUNAR- MÁNAÐARLEG ENDURGR.
TÍMABIL INNBORGUN í LOKTÍMAB. LÁNARÞÉR FÉNIEÐ VÖXTUM ENDURGR. TÍMABIL
3 20.000 60.000 60.000 120.800 20.829
40.000 120.000 120.000 241.600 41.657
IXL&iIT. 75.000 225.000 225.000 453.375 78.107 man.
fi 30.000 180.000 180.000 367.175 32.197 fi
50.000 300.000 300.000 612.125 53.662 V-/ „
nráii. 75.000 450.000 450.000 917.938 80.493 man.
BanMþeiim sem hyggja aó framtíöinni
Iðnaðarbankinn
AóalbanM og útíbú