Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 36
íNewYorkígær „Þróunin er öll i þá átt að styrkja réttindi strandrikisins,” sagði Eyjólf- ur Konráð Jónsson alþingismaður (S) í viðtali við DB í morgun. Hann kom til íslands í gær að loknum fundi haf- réttarráðstefnunnar i New York. „Ég tel fremur ólíklegt, að hún nái fram að ganga,” sagði Eyjólfur Konráð um tillögu Argentínu, sem gerir ráð fyrir réttindum strandríkja til fiskverndunaraðgerða utan 200 milna lögsögu sinnar. ,,En kannski verður einhver málamiðlun, sem gerir einhverjar slikar verndaraðgcrðir mögulegar.” „Umræðu var ekki lokið um til- lögu Argentínu. Um það bil tuttugu höfðu talað og meirihluti þeirra stutt tillöguna. Það er skemmtilegt að þessi tillaga skyldi koma fram.” Eyjólfur Konráð taldi fundinn litlu hafa breytt um réttindi okkar á Jan Mayen-svæðinu. Jan Mayen hefði sáralitið borið á góma. Að öðru leyti væri flest óbreytt um stöðu okkar eftir þennan fund. Miklu skipti, að nú hefði verið ákveðið að bara einn tvískiptur fundur yrði í viðbót á næsta ári. Þá gengi annaðhvort sam- an eða þetta spryngi. Fyrri hluti fundarins verður i New York 3. marz—3. apríl og síðari hlutinn i umar Einarsson, framkvæmdastjóri Æskulýðsróðs Reykjavíknr. □duríbátí Ómarfékkstöðuna „Ýmist á leið- inni upp eða niðurstiga” „Mér kom mest á óvart sá tröppu- gangur sem var í sambandi við þetta. Maður var ýmist á leiðinni upp eða niður stiga,” sagði Ómar Einarsson sem borgarráð skipaði seint á föstu- dagskvöldið framkvæmdastjóra Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur. Þá hafði borgar- ráð hvað eftir annað frestað ákvarð- anatöku um málið og sjálf ákvörðunin var ekki tekin fyrr en undir miðnættið. „Ég sá þetta fyrst í blöðunum á laug- ardaginn, þvi ekki var búið að tilkynna mér neitt,” sagði Ómar. Hans bíður nú að sögn ærinn starfi’ því stutt er þar til afgreiða þarf fjár- hagsáætlun sem er um leið starfsáætlun ráðsins. Einnig hafa komið fram hug- myndir um að halda mikínn æskulýðs- dag á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október, og þarf að fara að vinna að því af krafti. Ómar hefur unnið hjá Æskulýðsráði í hálft þriðja ár og kann því skil á flestu því sem gera þarf. -DS. Ekki vcrður aP Jsianasneimsókn heimsmeistarans í skák, A. Karpovs, i byrjun næsta mánaðar eins og þó hafði verið ráðgert. Einar S. (Einarsson, forseti Skák- sambands íslands ræddi við Karpov á aðalþingi FIDE í Puerto Rico í gær og kom þá fram að Karpov á ekki heimangengt á þessum tíma þar sem mikil afmælishátíðarhöld eru þá í fæðingarborg hans í Úralfjöllum og verður heimsmeistarinn að vera viðstaddur þau. Karpov hafði þó góð orð um að koma síðar. Einar sagði í simtali' frá Puerto Rico i morgun, að þetta hefðu orðið sér mikil vonbrigði þar sem undir- búningur þessarar heimsóknar væri nú búinn að standa talsvert á annað ár. -GAJ- Bamaársskákmótið f Puerto Rico Góðframmi- staðaKarls Þorsteinssonar Karl Þorsteinsson, 15 ára gamall skákmaður úr Reykjavik, tekur nú þátt í alþjóðlegu skákmóti sem haldið er að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna í tilefni barnaárs í Puerto Rico. Karl sigraði í gær andstæðing sinn frá Argentínu og er hann nú í 2.-4. sæti með 4,5 vinninga eftir 6 umferðir. Efstur er piltur frá Indónesíu með 5 vinninga. Alls verða tefldar 10 umferðir eftir Monrad-kerfi en keppendur eru 26 frá 16 þjóðum. -GAJ- Elds varð vart í vélbátnum Skírni á tiunda tímanum í gær er unnið var að viðgerð á skipinu i Akraneshöfn. Var unnið með logsuðutæki um borð og neisti mun hafa komizt i einangrun. Eldsins varð mjög fljótt vart og slökkvilið réð niðurlögum eldsins á ör- skammri stund. Var síðan vakt við skipið um tíma en frekari elds varð ekki vart. Skemmdir eru mjög litlar. Skírnir er 233 lesta stálskip. -ASt. Framsóknmeð „norska kerfið” Athyglisverður fundur í þingflokki og framkvæmdastjórn Framsóknar- flokksins hófst i morgun. Þar er búizt við, að Framsókn sveigi inn á „norska, kerfið” í meðferð visitölubóta, þannig að þær verði skertar verulega. Enn- fremur er búizt við stuðningi við stefnu Tómasar Árnasonar fjármálaráðherra í iskattamálum. Hann hefur gert tillögur um hækkun skatta. -HH. Hæf ileikakeppni DB og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar: Passíusálmur nr. 51 vinsælastur Tveir ungir Reykvfkingar, Finnbogi Pétursson og Guðgeir Gunnarsson, hlutu flest atkvæði á Hæfiieikakeppni DB og hljóm- sveitar Birgis Gunnlaugssonar á Hótel Sögu i gærkvöldi. Sungu þeir og léku á gítara frumsamin lög viö texta annarra, svo sem 51. passíusálm Steins Steinarr. Jón Rafn Bjarnason varð í öðru sæti með frumsamin lög sín tileinkuð barnaári og Vilhjálmur Gislason varð þriðji með gamanmál sín um eyði- merkurferð. Tvísýnt var um úrslit og lítill munur á atkvæðafjölda keppenda. GS. „Ólíklegt að tillaga Argentínu nái fram” —segirEyjólfurKonráð Jónsson, sem kom heim afhafréttarráðstefnunni Norska stjómarandstaðan um Jan Mayen samningaviðræðumar: Skilmálar ísiendinga óviðunandi og norska stjómin að gefast upp —þessi viðbrögð kunna að sigla viðræðunum í strand Gagnstætt því, sem haldið var framundir það síðasta, er Jan Mayen deilan að blandast inn í kosningabaráttuna í Noregi nú. Tals- menn Hægri flokksins gagnrýna stjórnina nú fyrir stefnuna í fiskveiði- málum. Þingmaðurinn Anders Talleraas, nefndarmaður í fiski- málanefnd Stórþingsins, sagði á stjórnmálafundi um helgina að norskir fiskimenn væru stöðugt að tapa svæðum, þar sem þeir hefðu stundað veiðar um langa hríð. Nefndi hann svæðin við Grænland og Kanada og stöðugt minnkandi hlutdeild Norðmanna á yfirráðasvæði EBE. Einnig stór- minnkandi loðnu- og þorskveiði i Barentshafi. í sambandi við Jan Mayen tók hann fram að það væri gleðiefni að íslendingar viðurkenndu rétt Norðmanna til útfærslu þar, enda þótt skilmálar af íslands hálfu væru algerlega óviðunandi. Knud Frydenlund utanríkis- ráðherra sagði einnig á fundi um helgina að forsenda fyrir útfærslu við Jan Mayen væri sú að ekki kæmi til frekari árekstra milli íslendinga og Norðmanna. Lýsti hann furðu sinni á viðbrögðum hægrimanna að undan- förnu og sagði að í svo erfiðum og þýðingarmiklum samningum við þjóð, sem stæði Norðmönnum svo nærri, yrði ríkisstjómin að hafa vissu fyrir því, að stefna hennar hefði breiðan pólitiskan stuðning. Svo virðist þó ekki vera, af viðbrögðum hægrimanna að dæma. Sagði Frydenlund að næðist ekki slikur stuðningur, yrði ríkisstjórnin að endurskoða samningagrundvöll sinn. Það kann að þýða að samninga- nefndin verði svipt umboði til samninga og málið verði tekið upp á þingi, sem þýðir mikinn drátt. -SJ, Osló/GS. fijálst, óJiáð dagbJað MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST1979. Karpov kemur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.