Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐÍÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979.
LeeN^ils
Brotnar neglur.
stuttar neglur.
eru ekkert
vandamál lengur
Að gera vió brotna nogl,
eða lengja stutta nögl,
tekur aðeins tiu mínútur.
Fæst i snyrtivöruverslunum
STEFAN
JÓHANNSSON H/F
Tryggvagötu6 Sími 27655
Atvinna
Verkfræðistofan Hnit hf., Síðumúla 34 R, óskar
eftir að ráða stærðfræðideildarstúdent eða nem-
anda í verkfræði til starfa við mælingar og önnur
skyld verkefni frá 1. sept. nk.
Upplýsingar veittar á skrifstofunni og í síma
84755.
UMFN
FÉLAGSFUNDUR
Félagsfundur verður haldinn 30. ágúst nk.
í félagsheimilinu Stapa, litla sal kl. 8.
Stjómin.
■ray^M ■ lywrlhl
OPID
KL. 9-9
JUtar tauwytlngar unnar af fag-
mðnnum.
Na| kltaitoM a.n.k. é kvéldla
>mo\UA\ixriR
HAFNARSTRÆTI Slmi 12717
Vélhjólasendill
Vantar sendil á vélhjóli strax
hálfan eða allan daginn. Upp-
lýsingar í síma 27022.
HMEBIADID
m
gMmi
ÞVERHOLTI II
Tiisöiu
BMW 316 árg. '78
Renault16TL árg. '76
Renault 12TL árg. '75
Renault 12 station árg. '75
Renault 12 árg. '73
Renault 4 sendibíll árg. '74
Renault 4 sendibíll árg. '76
Renault 4 sendibíll árg. '77
Renault 4 sendibíll (lengri) árg. '77
Renault 4 sendibíll (lengri) árg. '79
Kristinn Guðnason hf.
og varahlutaverzlun,
Suðurlandsbraut 20, sími 86633.
(Dansflokkur
JSBhálfsárs:
„Við eigum núna hálfs árs starfsaf-
mæli og erum mjög ánægð með hvað
okkur hefur gengið vel,” sagði Bára
Magnúsdóttir danskennari í samtali við
DB. Bára er kennari og stjórnandi
dansflokks JSB sem sýnt hefur á
sunnudagskvöldum á Hótel Sögu i
sumar, á meðan Hæfileikakeppni
Dagblaðsins og hljómsveitar Birgis
Gunnlaugssonar stendur y fir.
„Starf dansflokksins byrjaði eftir
diskókeppnina í Klúbbnum fyrir hálfu
ári. Þásigruðum við í parakeppni, hóp-
keppni og unglingakeppni.
Siðan hefur starfið þr.óazt og núna
erum við farin að hafa nokkuð mikið
að gera. Dansarar flokksins eru 11 og
hafa æft svo að segja stanzlaust þetta
hálfa ár. Þetta er allt fólk sem er í fullri
vinnu og leggur siðan dansinn á sig i
sjálfboðavinnu.
Það sem við fáum fyrir sýningu
nægir okkur aðeins til búningakaupa
og þess sem þarf að kaupa, en það er
mjög dýrt að reka svona dansflokk.”
Eins og þeir hafa séð sem horft hafa
á sýningar flokksins, er dansflokkur
JSB mjög góður og vel æfður hópur.
Enda er strangt æft fyrir hverja sýn-
ingu.
Dansað í sjálf-
boðavinnu
og eftiispumin eykst stöðugt
Eftir stanzlausar æfingar öll kvöld og allar helgar er atríðið sýnt við gffurlegar vin-
sældir. Hér er flokkurínn að sýna atríði úr West Side Story á Hótel Sögu.
Diskódans. Flokkurinn kemur tvisvar fram á Hótel Sögu á hæfileikakvöldi og alltaf
með ný atriði.
Blaðamaður fékk að fylgjast með
æfingu hjá dansflokknum á laugardag
og virðist ekki tekið út með sældinni að
æfa slíkt prógramm sem dansflokkur-
inn býður upp á.
Ellefu dansarar eru í flokknum og
eru það Ari Hjörleifsson, Sigríður
Guðjohnsen, Sigurður Einarsson,
Dagný Þórólfsdóttir, Sigurður Sigurðs-
son, Guðbergur Garðarsson, Fanný
Gunnlaugsdóttir, Edda Georgsdóttir,
Bryndís Bragadóttir, Ómar Aðalsteins-
son og Haukur Clausen.
Dansflokkurinn hefur sýnt á Hótel
Sögu á sunnudagskvöldum í sumar eins
og áður er sagt og verður þar fram i
september er hæfileikakeppninni lýkur.
Einnig hefur flokkurinn sýnt i Tónabæ
við góðar undirtektir. Eflaust verður
nóg að gera hjá flokknum í vetur því
þaðer einmitt skemmtun eins og sýning
dansflokks JSB sem fólk vill sjá og
skemmtistaðirnir vilja geta boðið upp
á. - ELA
VEIÐIVON
umsjón Gunnar Bender
Ékki sama Jón og séra Jón
DB-mynd GB.
Að fá veiðileyfi í góðri laxveiðiá er
erfitt verk. íslendingar ganga ekki
lengur fyrir, þeir eru núll. Útlend-
ingar eru alls staðar númer eitt.
íslendingar eru heppnir að hafa enn-
þá nokkrar ár handa sér. Ein af þeim
er Leirvogsá. Stangaveiðifélag
Reykjavikur hefur ána á leigu. Hver
félagsmaður hefur á hverju sumri
fengið einn dag i ánni. En sumir í
félaginu hafa meiri völd en, aðrir.
Frétti umsjónarmaður þáttarins að
einn af þessum stærri í félaginu hefði
verið við veiðar í ánni. Hann var i tvo
daga með sex stengur. Þetta sýnir það
bezt, að ekki gengur jafnt yfir alla í
þessu félagi.
16 laxar í sama
hylnum á
klukkutíma
Veiðin i Leirvogsá það sem af er
hefur verið sæmileg. Komnir eru á
land um 330 laxar, sem þó er heldur
lélegra en á sama tima í fyrra. Stærsti
laxinn sem veiðzt hefur i sumar var
16 pund. Veiddist hann þriðjudaginn
21. ágúst. Aðeins einu sinni áðui
hefur veiðzt 16 punda lax þar. Laxinn
veiddi Dagur Sigurðsson i Rauð-
bergshyl. Þessi hylur er inni í
Gljúfrum. Laxinn veiddi Dagur á
flugu, en i sumar hafa aðeins veiðzt 3
laxar á flugu. Það bar til tiðinda i
sumar að í einum hylnum veiddust 16
laxar á klukkutíma. Það má að lík-
indum telja heimsmet. Þessa laxa
veiddi Sverrir Kristinsson.
„Flotholt"
Reykvíkingur einn skrapp fyrir'
skömmu í Þorleifslæk. Og þar sem
þessi náungi hafði aldrei séð þvílíka á
áður ákvað hann að skoða hana
nánar. Sér til mikillar furðu sér hann
að eitthvað brúnt flýtur hér og þar á
ánni.
Laxinn stekkur I Elliðaánum fyrír helgina.
Hvað getur þetta verið? hugsar
maðurinn með sér. Þetta er nú eitt-
hvað skrítið.
Hvergerðingur einn átti leið fram-
hjá fm"V. Reykvikingurinn sér mann-
inrl og sp'yr hann hvað þetta sé eigin-
lega þarna i ánni.
„Þetta eru flotholt,” var svarið.
„Jæja, það eru þá margir að
veiða!”
Veiðivörð strax
Stóra-Laxá er án efa einhver hrika-
legasta veiðiá landsins. Og þar má fá
stóra laxa. Veiðin í ánni í sumar
hefur þó ekki verið neitt sérstök.
Fyrir nöíkru ,var. ég ,við veiðar á
svæði fjögur.^Þdð sem vakfi áthygli
mina var að engipn veiðivörður sást
við ána. Við svona’stóra á verður að
hafa veiðivörð. Þetta er líka mikið
öryggisatriði þar sem stórslys gætu
hæglega átt sér stað við hana. Gilin
við ána eru hættuleg sums staðar.
Einrúg gæti hver sem er stolizt til að
veiða í ánni. Ég frétti af einum sem
náði sér i 35 laxa inni i Gljúfrum í
fyrra. Þessu verður SVFR að kippa í
lag hið snarasta. Veiðivörður við
Stóru-Laxá í Hreppum er nauðsyn.
1007 laxar á land
Á laugardaginn voru komnir á
land 1007 laxar í Elliðaánum. Stærsti
laxinn var 16 pund. Lítið af fiski
hefur sézt neðst í ánni enda ekkert
skrítið. Laxinn annaðhvort kominn
eða hann kemur ekki. Menn reyndu
að renna fyrir laxinn þó hann væri
ekkert sérstaklega gráðugur, en veiði-
veður var ágætt. 3916 laxar eru
komnir í gegnum laxateljarann. -gb